Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR FUGLAVERND Ólöglegum aðferðum var beitt til að verja æðarvarp á norðanverðum Breiðafirði þegar skotið var á haferni með loftdælu. Upp komst um málið í eftirlits- flugi Náttúrufræðistofnunar, sem hefur eftirlit með arnarsetrum á varptíma. Urðu menn þá varir við gaskút og loftdælu við arnar- hreiður í hólmanum en slíkum búnaði er víða beitt til að fæla fugla frá ökrum, flugvöllum og öðru slíku. Um erni gilda ströng verndar- ákvæði enda ekki mörg arnarpör á Íslandi þó þeim hafi fjölgað umtalsvert síðan kerfisbundið eftirlit hófst með þeim fyrir um fjörutíu árum síðan. Stranglega er bannað að skjóta á þá með þeim búnaði sem fannst í hólmanum í norðanverðum Breiðafirði. Málið var kært til sýslumanns- ins á Patreksfirði, sem hafði hend- ur í hári eiganda búnaðarins. Telst málið upplýst og fer nú fyrir dóm- stóla. Kristinn Haukur Skarphéðins- son dýravistfræðingur, sem hefur umsjón með arnareftirlitinu, sagði búnaðinn ekki lífshættuleg- an fuglunum en geta engu að síður raskað atferli þeirra. Örn sem verpt hafi í hreiður í nágrenninu hafi ekki látið sjá sig þar meira í vor og því misst úr varp þetta árið. Einungis um 60 arnarpör verpa hér við land ár hvert og því alvar- legt ef par missir úr varp, sérstak- lega ef það er af manna völdum. - oá Ólöglegum aðferðum beitt til að verja æðarvarp: Skoti› á erni me› loftdælu LÍFEYRISMÁL Alls 1.594 ellilífeyris- þegar fá engar greiðslur úr lífeyr- issjóði og eru makar þeirra einnig utan lífeyrissjóðs, samkvæmt upp- lýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Alls eru 472 ellilífeyris- þegar með minna en 5.000 krónur í árstekjur. Þar af eru 387 algjör- lega tekjulausir og er þá einungis um ellilífeyrisþega að ræða, ekki örorkulífeyrisþega. Almanna- tryggingakerfinu er þannig háttað að þegar fólk á bótum fer að vinna skerðast bæturnar. „Meðal þeirra sem fá engar líf- eyrissjóðsgreiðslur er fólk sem er orðið það aldrað að lífeyrissjóð- irnir voru ekki einu sinni byrjaðir þegar það var komið á eftirlauna- aldur,“ sagði Ágúst Þór Sigurðs- son, forstöðumaður lífeyristrygg- ingasviðs Tryggingastofnunar. „Svo eru hópar sem hafa unnið svart eða hjá sjálfum sér, eins og til dæmis verktakar.“ Ágúst sagði að þeir hópar sem fengju engar lífeyrissjóðsgreiðsl- ur lifðu á bótum almannatrygg- inga. Hann kvaðst efast um að þeir lifðu á fjármagnstekjum, þótt það hefði ekki verið skoðað sér- staklega. „Þetta er fólk sem er með strípaðan ellilífeyri, tekjutrygg- ingu og tekjutryggingarauka og fær hámarksgreiðslur hjá Trygg- ingastofnun. Einhleypingur fær um 93 þúsund í vasann eftir skatta. Hjón fá hvort um sig um 79 þúsund eftir skatta.“ Um þá 387 sem engar tekjur hafa sagði Ágúst Þór að fram- færsla þeirra væri með sama hætti og hinna sem væru án líf- eyrissjóðs. Þeir lifðu á strípuðum bótum almannatrygginga. „Um leið og ellilífeyrisþegar fara að vinna, þótt ekki sé nema í litlum mæli, skerðast bæturnar við fyrstu krónu sem lífeyris- þeginn vinnur sér inn,“ sagði Ágúst Þór. -jss 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR Víðast skýjað með köflum og úrkomulítið. Dálítill vindur suðvestan til, annars hægur. Hiti 5-10 stig. Þykknar smám saman upp, einkum vestan til. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR Chelsea setti stigamet Eiður Smári skoraði gegn Man. Utd. á Old Trafford þegar Chelsea setti stigamet í ensku úrvalsdeildinni. ÍÞRÓTTIR 20 11. maí 2005 - 125. tölublað – 5. árgangur Koma skemmtilega á óvart Hljómsveitin The Doors Tribute Band held- ur tvenna tónleika í kvöld og á morgun á Gauki á Stöng. TÓNLIST 28 FORSALAN ER HAFIN! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Að muna og gleyma Jón Ormur Halldórsson segir kvikmyndir en ekki staðreyndir hafa gefið kynslóðum Vestur- landabúa mynd af síðari heimsstyrj- öld. Hann telur að menn ættu að taka Þýskaland sér til fyrirmyndar til að horfast í augu við drauga fortíðar. SKOÐUN 18 KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR ER 50 ÁRA Í DAG Hér horfir Magni smiður yfir nýjustu hverfi Kópavogs en mikið verður um dýrðir þar í dag í til- efni 50 ára afmælis kaupstaðarins. Hröð uppbygging hefur verið þar undanfarin ár og nú er svo komið að Kópavogur nær því sem næst saman við Breiðholt og Vatnsenda í nýju Kórahverfi, þar sem myndin er tekin. Hátíðadagskrá verður í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, með tónlist og ræðuhöldum, bæjarstjórn heldur hátíðafund og leikskólabörn ætla að syngja í Smáralindinni og sýna gestum og gang- andi listaverk sem þau hafa unnið í tilefni afmælisins. Er þá fátt eitt nefnt úr hátíðadagskránni, sem varir út maí. Fá engar lífeyrisgrei›slur Nær 1.600 ellilífeyrisflegar fá engar grei›slur úr lífeyrissjó›i, samkvæmt uppl‡singum frá Tryggingastofn- un. Einn hópurinn fór á ellilaun á›ur en lífeyrissjó›irnir tóku til starfa, í ö›rum eru verktakar og sá flri›ji hefur alltaf unni› svart. fietta fólk greiddi ekki í lífeyrissjó›i flegar fla› var útivinnandi. Saumar húfur á stúdenta landsins PÉTUR J. EYFELD: Í MIÐJU BLAÐSINS » » nám Ætlar a› sty›ja vi› baki› á Selmu RÚNAR FREYR GÍSLASON: ▲ fólk 62 VEÐRIÐ Í DAG HJÓN Ellilífeyrir á mann 21.993 Tekjutrygging á mann 43.113 Tekjutryggingarauki á mann 17.065 Heimilisuppbót 0 EINHLEYPINGUR Ellilífeyrir 21.993 Tekjutrygging 43.113 Tekjutryggingarauki 21.258 Heimilisuppbót 18.080 FULLAR BÆTUR ALMANNATRYGGINGA Könnun Fréttablaðsins: Sjálfstæ›is- flokkur stærstur SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn hefur mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins, eða 36,2 prósent. Samfylking- in fær næstmest fylgi, 34 af hundraði. Vinstri grænir fengu stuðning 14,1 prósenta þeirra sem tóku afstöðu, Framsóknarflokkur- inn er með 9,9 prósenta fylgi og 4,7 prósent segjast styðja Frjáls- lynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengju stjórnarflokkarnir ekki nægjan- legan fjölda þingmanna til að halda meirihluta á þingi, yrði kos- ið til Alþingis nú. Sjálfstæðis- flokkurinn myndi fá 23 þingmenn og Framsóknarflokkurinn sex. Það gerir einungis 29 þingmenn núverandi stjórnarflokka, sem dugar ekki til að ná meirihluta á þingi. Samkvæmt könnnuninni myndi Framsóknarflokkur tapa mestu, miðað við núverandi stöðu, sex þingmönnum. - ss / sjá síðu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.