Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
FUGLAVERND Ólöglegum aðferðum
var beitt til að verja æðarvarp á
norðanverðum Breiðafirði þegar
skotið var á haferni með loftdælu.
Upp komst um málið í eftirlits-
flugi Náttúrufræðistofnunar, sem
hefur eftirlit með arnarsetrum á
varptíma. Urðu menn þá varir við
gaskút og loftdælu við arnar-
hreiður í hólmanum en slíkum
búnaði er víða beitt til að fæla
fugla frá ökrum, flugvöllum og
öðru slíku.
Um erni gilda ströng verndar-
ákvæði enda ekki mörg arnarpör
á Íslandi þó þeim hafi fjölgað
umtalsvert síðan kerfisbundið
eftirlit hófst með þeim fyrir um
fjörutíu árum síðan. Stranglega er
bannað að skjóta á þá með þeim
búnaði sem fannst í hólmanum í
norðanverðum Breiðafirði.
Málið var kært til sýslumanns-
ins á Patreksfirði, sem hafði hend-
ur í hári eiganda búnaðarins. Telst
málið upplýst og fer nú fyrir dóm-
stóla.
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son dýravistfræðingur, sem hefur
umsjón með arnareftirlitinu,
sagði búnaðinn ekki lífshættuleg-
an fuglunum en geta engu að síður
raskað atferli þeirra. Örn sem
verpt hafi í hreiður í nágrenninu
hafi ekki látið sjá sig þar meira í
vor og því misst úr varp þetta
árið.
Einungis um 60 arnarpör verpa
hér við land ár hvert og því alvar-
legt ef par missir úr varp, sérstak-
lega ef það er af manna völdum.
- oá
Ólöglegum aðferðum beitt til að verja æðarvarp:
Skoti› á erni me› loftdælu
LÍFEYRISMÁL Alls 1.594 ellilífeyris-
þegar fá engar greiðslur úr lífeyr-
issjóði og eru makar þeirra einnig
utan lífeyrissjóðs, samkvæmt upp-
lýsingum frá Tryggingastofnun
ríkisins. Alls eru 472 ellilífeyris-
þegar með minna en 5.000 krónur í
árstekjur. Þar af eru 387 algjör-
lega tekjulausir og er þá einungis
um ellilífeyrisþega að ræða, ekki
örorkulífeyrisþega. Almanna-
tryggingakerfinu er þannig háttað
að þegar fólk á bótum fer að vinna
skerðast bæturnar.
„Meðal þeirra sem fá engar líf-
eyrissjóðsgreiðslur er fólk sem er
orðið það aldrað að lífeyrissjóð-
irnir voru ekki einu sinni byrjaðir
þegar það var komið á eftirlauna-
aldur,“ sagði Ágúst Þór Sigurðs-
son, forstöðumaður lífeyristrygg-
ingasviðs Tryggingastofnunar.
„Svo eru hópar sem hafa unnið
svart eða hjá sjálfum sér, eins og
til dæmis verktakar.“
Ágúst sagði að þeir hópar sem
fengju engar lífeyrissjóðsgreiðsl-
ur lifðu á bótum almannatrygg-
inga. Hann kvaðst efast um að
þeir lifðu á fjármagnstekjum, þótt
það hefði ekki verið skoðað sér-
staklega.
„Þetta er fólk sem er með
strípaðan ellilífeyri, tekjutrygg-
ingu og tekjutryggingarauka og
fær hámarksgreiðslur hjá Trygg-
ingastofnun. Einhleypingur fær
um 93 þúsund í vasann eftir
skatta. Hjón fá hvort um sig um 79
þúsund eftir skatta.“
Um þá 387 sem engar tekjur
hafa sagði Ágúst Þór að fram-
færsla þeirra væri með sama
hætti og hinna sem væru án líf-
eyrissjóðs. Þeir lifðu á strípuðum
bótum almannatrygginga.
„Um leið og ellilífeyrisþegar
fara að vinna, þótt ekki sé nema í
litlum mæli, skerðast bæturnar
við fyrstu krónu sem lífeyris-
þeginn vinnur sér inn,“ sagði
Ágúst Þór. -jss
77%
fólks í úthverfum lesa
Fréttablaðið daglega.*
Ekki missa af fólkinu
í stærstu hverfunum.
*Gallup febrúar 2005
AÐGERÐALÍTIÐ VEÐUR Víðast skýjað
með köflum og úrkomulítið. Dálítill vindur
suðvestan til, annars hægur. Hiti 5-10 stig.
Þykknar smám saman upp, einkum vestan til.
VEÐUR 4
MIÐVIKUDAGUR
Chelsea setti stigamet
Eiður Smári
skoraði gegn
Man. Utd. á Old
Trafford þegar
Chelsea setti
stigamet í ensku
úrvalsdeildinni.
ÍÞRÓTTIR 20
11. maí 2005 - 125. tölublað – 5. árgangur
Koma skemmtilega á
óvart
Hljómsveitin The Doors
Tribute Band held-
ur tvenna
tónleika í
kvöld og á
morgun á
Gauki á
Stöng.
TÓNLIST 28
FORSALAN ER HAFIN!
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Að muna og gleyma
Jón Ormur Halldórsson segir
kvikmyndir en ekki staðreyndir
hafa gefið kynslóðum Vestur-
landabúa mynd af
síðari heimsstyrj-
öld. Hann telur að
menn ættu að taka
Þýskaland sér til
fyrirmyndar til að
horfast í augu við
drauga fortíðar.
SKOÐUN 18
KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR ER 50 ÁRA Í DAG Hér horfir Magni smiður yfir nýjustu hverfi Kópavogs en mikið verður um dýrðir þar í dag í til-
efni 50 ára afmælis kaupstaðarins. Hröð uppbygging hefur verið þar undanfarin ár og nú er svo komið að Kópavogur nær því sem næst
saman við Breiðholt og Vatnsenda í nýju Kórahverfi, þar sem myndin er tekin. Hátíðadagskrá verður í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs,
með tónlist og ræðuhöldum, bæjarstjórn heldur hátíðafund og leikskólabörn ætla að syngja í Smáralindinni og sýna gestum og gang-
andi listaverk sem þau hafa unnið í tilefni afmælisins. Er þá fátt eitt nefnt úr hátíðadagskránni, sem varir út maí.
Fá engar lífeyrisgrei›slur
Nær 1.600 ellilífeyrisflegar fá engar grei›slur úr lífeyrissjó›i, samkvæmt uppl‡singum frá Tryggingastofn-
un. Einn hópurinn fór á ellilaun á›ur en lífeyrissjó›irnir tóku til starfa, í ö›rum eru verktakar og sá flri›ji
hefur alltaf unni› svart. fietta fólk greiddi ekki í lífeyrissjó›i flegar fla› var útivinnandi.
Saumar húfur á
stúdenta landsins
PÉTUR J. EYFELD:
Í MIÐJU BLAÐSINS »
» nám
Ætlar a› sty›ja vi›
baki› á Selmu
RÚNAR FREYR GÍSLASON:
▲
fólk 62
VEÐRIÐ Í DAG
HJÓN
Ellilífeyrir á mann 21.993
Tekjutrygging á mann 43.113
Tekjutryggingarauki á mann 17.065
Heimilisuppbót 0
EINHLEYPINGUR
Ellilífeyrir 21.993
Tekjutrygging 43.113
Tekjutryggingarauki 21.258
Heimilisuppbót 18.080
FULLAR BÆTUR ALMANNATRYGGINGA
Könnun Fréttablaðsins:
Sjálfstæ›is-
flokkur
stærstur
SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur mest fylgi samkvæmt
nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins, eða 36,2 prósent. Samfylking-
in fær næstmest fylgi, 34 af
hundraði. Vinstri grænir fengu
stuðning 14,1 prósenta þeirra sem
tóku afstöðu, Framsóknarflokkur-
inn er með 9,9 prósenta fylgi og
4,7 prósent segjast styðja Frjáls-
lynda flokkinn.
Samkvæmt þessu fengju
stjórnarflokkarnir ekki nægjan-
legan fjölda þingmanna til að
halda meirihluta á þingi, yrði kos-
ið til Alþingis nú. Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi fá 23 þingmenn
og Framsóknarflokkurinn sex.
Það gerir einungis 29 þingmenn
núverandi stjórnarflokka, sem
dugar ekki til að ná meirihluta á
þingi.
Samkvæmt könnnuninni myndi
Framsóknarflokkur tapa mestu,
miðað við núverandi stöðu, sex
þingmönnum. - ss / sjá síðu 4