Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 6
6 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Innflutningur á amerískum bílum: Losa› um stífluna me› aukaskipi EIMSKIP Eimskip hefur kallað inn leiguskipið MS Rebekku til að losa um stíflu sem hefur myndast í innflutningi á amerískum bílum. Skipið hefur farið eina ferð með bíla frá Bandaríkjunum og svo hafa bílar verið sendir með öðrum félögum til Evrópu. Forsvars- menn Eimskipa telja sig þar með hafa losað um stífluna. Í febrúar og mars var biðtím- inn eftir bílum til landsins sex til átta vikur en nú fá kaupendur amerískra bíla í flestum tilfellum bílana til landsins innan mánaðar. „Við önnum þessu þokkalega núna. Við höfum verið að skoða ástandið og niðurstaðan hefur verið sú að bæta eigi ekki við öðru aukaskipi. Við erum að reyna að láta þessar ráðstafanir duga,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, aðstoðarforstjóri Eimskipa. Eimskip og Atlantsskip flytja inn ameríska bíla með áætlunar- siglingum sínum, þar af sinnir Eimskip meirihlutanum en félag- ið hefur flutt um 120-130 bíla til landsins á viku upp á síðkastið. Búist er við að innflutningurinn dali á næstunni vegna hækkandi gengis og sumarlokana í verk- smiðjum. - ghs DÓMSMÁL Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer fram á að máli erfingja Halldórs Laxness gegn honum vegna brota á höfundar- rétti verði vísað frá dómi. Í greinargerð sem Hannes hefur sent frá sér segir að málinu beri að vísa frá dómi annars vegar sökum þess að málið sé vanreifað. Hins vegar sé réttum aðilum ekki stefnt þar sem útgefanda bókar Hannesar hafi ekki verið stefnt en atbeina hans þurfi til að brot á höfundarlögum verði fullframið. Til vara krefst Hannes þess að hann verði sýknaður af tæknileg- um ástæðum vegna þess að refsikrafa sé fyrnd, miskakrafa ranglega sett fram og skaðabóta krafist af röngum aðila. Halldór Þorgeirsson, tengda- sonur Halldórs Laxness, segir frá- vísunarkröfu Hannesar ekki koma á óvart, sú krafa komi upp í flest- um dómsmálum á Íslandi. „En ég er persónulega þeirrar skoðunar að þetta mál hafi gengið of langt og maðurinn hefði átt að biðjast af- sökunar og þá hefði málið verið dautt,“ segir Halldór. - ssal Struku saman af Litla-Hrauni Íslenski öryggisvör›urinn í Írak sat inni á Litla-Hrauni fyrir nau›gun og au›g- unarbrot. Hann reyndi a› strjúka fla›an me› núverandi yfirmanni sínum, Donald Feeney. Jón hefur fyrir löngu snúi› vi› bla›inu, a› sögn fö›ur hans. ÍRAK Jón Ólafsson, öryggisvörður sem særðist í bílsprengingu í Írak á laugardaginn var, og yfirmaður hans Donald Feeney sátu saman á Litla-Hrauni árið 1993. Jón af- plánaði þá dóm fyrir nauðgun og auðgunarbrot og átti þá að baki nokkra refsidóma fyrir ofbeldis- brot. Feeney fékk hins vegar tveggja ára dóm fyrir að reyna að smygla tveim ungum systr- um úr landi sem voru í umsjá móður sinnar en faðirinn fékk Feeney til verksins. Þá tók fyrir- tæki hans CTU Consulting að sér verk sem þessi en það er fyrir- tækið sem Jón vinnur nú fyrir í Írak. Í ágúst árið 1993 reyndu þeir svo að strjúka af Litla-Hrauni en voru handteknir á flugvellinum í Vestmannaeyjum, þaðan sem þeir ætluðu að fljúga til Færeyja. Morgunblaðið greindi ítarlega frá þessu á sínum tíma. Þar kemur fram að Jón, sem þá var 24 ára, komst úr klefa sínum með því að dirka upp lás, því næst opnaði hann fyrir Feeney og saman spenntu þeir upp lás með röri og komust þannig út. Líklegast er að þeir hafi farið til Reykja- víkur með leigubíl og þaðan fóru þeir með leiguflugvél frá Íslandsflugi til Vestmanna- eyja. Höfðu þeir þá gengið frá áframhaldandi flugi til Færeyja. Fram kom að tvímenningarnir sögðu við starfsfólk Íslands- flugs að þeim lægi á að komast til Færeyja, þaðan sem togar- inn þeirra væri að leggja úr höfn. Að sögn Ólafs E. Magn- ússonar, föður Jóns, lenti sonurinn í vandræðum vegna drykkju og komst þess vegna í kast við lögin. Hann hafi hins vegar fyrir löngu afplán- að sinn dóm og snúið frá villu síns vegar. Ólafur segist ekki vita til þess að Jón og Feeney hafi verið mikl- ir vinir. Jón hafi séð um öryggis- gæslu á stóru hóteli í Manila á Fil- ippseyjum í nokkur ár fyrir fyrir- tæki Feeneys en þeir séu ekki í persónulegum tengslum í dag svo hann viti til. – jse Dæmdur fyrir líkamsárás: Braust inn og bar›i konu DÓMSMÁL Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrver- andi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn. Maðurinn játaði brot sitt refja- laust og sagðist iðrast gjörða sinna og því þótti unnt að skilorðs- binda dóminn til þriggja ára. Eins var manninum gert að greiða kon- unni miskabætur vegna áverka sem hún hlaut við árásina. - oá ABU FARAJ AL-LIBBI Handtaka Faraj al-Libby: Ekki hátt settur HANDTAKA Vera má að Abu Faraj al-Libbi sem handtekinn var í síð- ustu viku í Pakistan sé ekki eins hátt settur innan al-Kaída eins og stjórnvöld halda fram. Í grein á vefútgáfu The Times er því haldið fram að al-Libbi hafi fram að þessu verið aðeins þekkt- ur fyrir tilræði við Pervez Mush- arraf, forseta Pakistans. Hins vegar er Anas al-Liby, sem eins og al-Libbi er frá Líbíu, eftirlýstur fyrir sprengjuárásir á bandarísku sendiráðin í Keníu og Tansaníu árið 1998 sem jafnan eru talin verk al-Kaída. Greinarhöfundar segja að Bandaríkjastjórn hafi viljandi ruglað þeim saman til sýna fram á árangur í „stríðinu gegn hryðju- verkum“. - shg Ferðalangur bíður dóms: Tekinn me› nammi TOLLUR Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló. Maðurinn bauðst til að borga toll af sælgætinu en það stóð ekki til boða heldur var fengurinn gerður upptækur og manninum rétt 7.500 króna sekt í staðinn. Undi hann því ekki og dró einnig í efa að rétt væri vigtað. Hann bíður þess því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir Héraðs- dómi Austurlands 30. maí næstkom- andi. – jse Höfuðborgarsamtökin: Hafna n‡rri flugstö› SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Höfuðborgar- samtökin hafna áformum um sam- göngumiðstöð í Vatnsmýri. Þau telja augljóst að framkvæmdin sé til þess fallin að festa flugstarfsem- ina þar í sessi. Í bréfi sem samtökin sendu frá sér nýverið kemur fram að stað- setning nýrrar samgöngumiðstöðv- ar, sem að mati samtakanna er ekkert annað en ný flugstöð, falli ekki vel að almenningssamgöngum í borginni og sé enn ein fram- kvæmdin þar sem óþarflega mikl- um fjármunum sé varið í fram- kvæmd sem ekki sé í neinum tengslum við borgarumhverfið. - mh Ætlar flú a› gerast áskrifandi a› enska boltanum á n‡rri sjónvarpsstö›? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hafa flingmenn sta›i› sig vel á li›num vetri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 86% 14% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN BÍÐA EIGANDA SÍNS Innflutningur amerískra bíla hefur verið svo mikill að Eimskip þurfti að kalla inn aukaskip til að anna flutningnum. R Á Ð G J A F A Þ J Ó N U S T A Hef opnað ráðgjafaþjónustu á Laugavegi 43, 3. hæð. Býð upp á almenna fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf. Tímapantanir milli kl. 13 og 15 daglega í síma 843 0640 eða sendið tölvupóst á netfangið kinchin@bellsouth.net með ósk um viðtalstíma. Karen Kinchin MS LMFT LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P EIGENDALAUS HROSS Sautján hrossa, sem var bjargað af Skeiðavegi rétt austan við Selfoss, virðist ekki vera saknað mikið. Eigandi þeirra hefur ekki enn haft samband við lögregluna á Selfossi til þess að vitja þeirra. Þau eru nú í girðingu í landi Bitru í Hraun- gerðishreppi. Eigandinn er vin- samlegast beðinn um að gefa sig fram við lögregluna á Selfossi eða oddvitann í Hraungerðishreppi. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Gæsalappir koma við sögu í dómsmáli erfingja Lax- ness gegn Hannesi. FERÐAMENN FORÐAST KRISTJANÍU Átök eiturlyfjasala og hertar að- gerðir lögreglu gegn Kristjaníu eft- ir morðárás í apríl hafa gert það að verkum að ferðamenn sniðganga nú fríríkið. Kristjanía hefur undan- farin ár verið mest sótti ferða- mannastaður Danmerkur á eftir Tívolí, en nú veigrar fólk sér við að heimsækja hippanýlenduna frægu. JÓN ÓLAFSSON OG DONALD M. FEENEY Jón lenti í sprengjutilræði á laugardag- inn var í Bagdad þar sem hann vinnur fyrir fyrirtæki Feeneys. Saman struku þeir af Litla-Hrauni fyrir tólf árum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B RY N JA R G AU TI S VE IN SS O N Mál vegna Laxnessbóka Hannesar Hólmsteins: Málinu ver›i vísa› frá dómi DANMÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.