Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 32
Sú kenning að svokölluð sind- urefni séu helsta orsök öldr- unar hefur fengið enn meiri byr undir vængi en ný rann- sókn á músum leiddi í ljós að mýs sem framleiða meira af andoxunarefnum lifa allt að fimmtungi lengur en aðrar. Sindurefni eru rafhlaðnar efniseindir sem geta skemmt DNA í frumum líkamans. Lík- aminn vinnur gegn þessum árásum en eftir því sem aldur færist yfir reynist líkamanum erfiðara að halda uppi vörnum. Andoxunarefni gagnast í þess- ari baráttu þar sem þau geta breytt hleðslu sindurefnanna þannig að þau verði hlutlaus, þ.e. hafi hvorki jákvæða né nei- kvæða hleðslu. Í tilraunum á músunum hafði þeim verið erfðabreytt til þess að framleiða aukið magn andoxunarefnis. Andoxunar- efni er hins vegar einnig að finna í ýmsum matvælum og vítamínum. - þk MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Þórlindur Kjartansson skrifar Fimm af hverjum sex heim- ilum á Íslandi eru net- tengd og stærsti hlutinn er með háhraðatengingu í gegnum ADSL. Þetta kemur fram í könnun sem Póst- og fjarskiptastofnun lét Gallup gera. Íslending- ar hafa því margfaldað hraða sinn á netinu á síðustu misserum. Mikil fjölgun hefur orðið á ADSL-tengingum frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan. Þá voru tæp- lega sextíu prósent með ADSL- tengingu en nú er hltufallið 75,4 prósent. Að sama skapi fækkar þeim sem nota hefð- bundið upphringisamband veru- lega. Í fyrra notaðist tæplega þriðjungur netverja við þá að- ferð en í könnuninni í ár sögðust aðeins tæplega fimmtán prósent tengjast netinu í gegnum módem. Gera má ráð fyrir að stærstur hluti aukningar í ADSL-tengingum skýrist af því að fólk hafi skipt úr upphringi- sambandi í ADSL. Þá fjölgar mjög þeim sem not- ast við þráðlausa senda til að fá netsamband. Tvö fyrirtæki bjóða upp á svokölluð loftnet, eMax og Skýrr, en notendum þeirrar þjónustu fjölgaði úr um einu prósenti í ríflega fimm pró- sent á milli ára. ADSL-tengingar eru mun al- gengari á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni; í Reykjavík eru 85 prósent nettengdra heim- ila með ADSL-tengingu en utan höfuðborgarsvæðisins er hlut- fallið 67 prósent. Stærstur hluti er með áskrift hjá Símanum, um 63 prósent, en 22 prósent eru í áskrift hjá Og Vodafone. Bæði hlutföllin hækka milli ára en hlutur annarra þjónustuaðila lækkar. Það skýrist að líkindum af yfirtöku Og Vodafone á Marg- miðlun sem hafði þó nokkra hlut- deild á markaðnum. Könnunin leiddi einnig í ljós að stór hluti viðskiptavina fjar- skiptafyrirtækja hefur litla hug- mynd um hvað þjónustan kostar. Aðeins ríflega tíundi hver við- skiptavinur segist í könnuninni vita hvað það kostar að hringja á milli GSM-síma sem ekki eru innan sama kerfis. Næstum þrír af hverjum fjórum segjast fylgj- ast illa eða ekkert með nýjum til- boðum frá símafyrirtækjum og tæpur helmingur telur upplýs- ingar frá fjarskiptafyrirtækjum vera frekar flóknar eða mjög flóknar. Aðeins rúm fimm pró- sent telja hins vegar að upplýs- ingarnar séu mjög einfaldar. Ríflega sextíu prósent Íslendinga með ADSL Ný könnun Póst- og fjarskiptastofnunar og Gallup leiðir í ljós að Íslendingar juku hraðann á netinu verulega á síðasta ári. Nú eru um 75 prósent netverja með ADSL. Apple-fyrirtækið hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að hafa slegið gjörsamlega í gegn með iPod-spilurunum á síð- ustu árum. Spilarinn er talinn vera einhver best heppnaða tækninýjungin síðan Sony kynnti kassettuspilarann Walk- man til sögunnar undir lok áttunda áratugarins. Nýjasta viðbótin hjá Apple er iPod Shuffle sem ólíkt fyrri iPod-tækjum er ekki með harðdisk heldur svipar honum meira til eldri gerða af mp3-spilurum. Shuffle var settur á markað fyrir um hálfu ári og hefur nú þegar náð 58 prósent markaðshlutdeild. Yfirburðir Apple í stærri spilurum eru ennþá meiri en markaðshlutdeild iPod í spilurum með hörðum diski er nær níutíu prósent. - þk Andoxunarefni sigra öldrun GÓÐLEGIR GAMLINGJAR Með nægu magni andoxunarefnis í líkamanum verða þeir líkari laglegum unglingum. Í gegnum árin hefur mikið gaman verið hent að þeirri fullyrðingu Al Gore, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, að hann hafi skipt sköpum um tilurð internetsins. Nú ætla skipuleggjendur Webby-verðlaunanna að gera tilraun til að gefa Gore þann sess sem þeir telja hann eiga skilið og vilja veita honum sérstök heiðursverðlaun. Rökstuðn- ingurinn er sá að Gore hafi verið lykilmaður í að gera Internetið að tæki sem allur almenningur gæti notið. Hann átti frumkvæðið að því í öldungadeild Bandaríkjaþings að internetið var gert aðgengilegt fyrir almenning en lengi vel var netið aðeins notað af bandaríska hernum og útvöldum rannsóknarstofnunum. Það var frumvarp frá Al Gore sem varð til þess að farið var að líta á inter- netið sem tækifæri fyrir almenning en áður höfðu vísindamenn talið að engir aðrir en þeir sjálfir gæti haft minnsta áhuga eða gagn af tækninni. Apple með yfirburði Gore heiðraður fyrir internetið HÁMARKSRHAÐINN Á UPPLÝSINGAHRAÐBRAUTINNI EYKST Nú eru næstum tveir af hverjum þremur Íslendingum með ADSL- tengingu. Ekki var hægt að komast inn á vinsælustu leitarsíðuna á netinu, Google, í um stundarfjórðung síðasta laugardag. Forsvarsmenn Google segja að ástæðan hafi ekki verið netárás og að öryggismál séu í góðu lagi. Grunur leikur hins vegar á að hvarf Google tengist veikleikum í grundvallarkerfinu sem internetið byggist á. Netið byggist á svokölluðu DNS-nafnakerfi og margir hafa áhyggjur af því að nú- verandi kerfi muni ekki anna aukinni umferð á netinu. Aðeins þrettán tölvur í heiminum hafa það grundvallarhlutverk að leysa úr því hvaða síður verið er að sækja þegar vef- föng eru stimpluð inn. Þessar þrettán tölvur gegna lykilhlutverki á internetinu og bilanir í þessum grunnstoðum kerfisins kynnu að valda stórfelldum vandræðum fyrir netnotendur. Google datt út Sérfræðingar á fjarskiptamarkaði spá því að árið 2007 verði fleiri en hundrað GSM-símar í notkun fyrir hverja hundrað íbúa í Vestur Evrópu. Miðað er við síma sem hafa verið notaðir eitthvað síðustu þrjá mánuði þegar tölur um útbreiðslu GSM síma eru teknar saman. Nú þegar eru farsímar orðnir fleiri en fólk í nokkrum ríkjum Evrópu, meðal annars á Bretlandi, Ítalíu og í Svíþjóð. Meðal þess sem drífur þessa þróun er aukin notkun á fyrirframgreiddum símakortum sem gera notendum kleift að skipta á milli kerfa eftir því hvar ódýrast er að hringja. Símafyrirtækin vilja þó frekar eiga tryggari viðskiptavini og leggja áher- slu á að binda þá í lengri tíma. Þetta er talið draga úr fjölgun farsíma á næstu árum. - þk Fleiri símar en fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.