Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 12
12 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA Fer me› skvísur í fer›alög „Það er allt frábært að frétta,“ segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona og grínisti, sem leikur meðal annars í aukasýningu á Vodkakúrnum í Austurbæ á föstudag. „Það er allra síðasti séns fyrir Íslendinga að sjá sýn- inguna.“ Aðalstarfið hjá Helgu þessa dagana er þó að undirbúa kvennaferðir.is ásamt Eddu Björgvins, en þær stöllur eru í samstarfi við Icelandair. „Við förum með skvísur í ferðalög víða um heim á næstunni,“ segir Helga, en ferðirnar sem farnar verða í sumar bera allar heitið „Hlæjum saman“. Tvær óvissu- ferðir verða farnar nú í júní og segir Helga konur þegar bíða titrandi eftir að fá að skrá sig. „Þetta verður skemmtun frá a til ö. Unnið er að því að láta konur hlæja eins mikið og mögulegt er,“ segir Helga en heimasíðan kvenna- ferdir.is verður opnuð á næst- unni. Edda og Helga verða farar- stjórar og aðalhláturpúkar. Í för með þeim verður „Eva skvísa, master of fashion“, sem leiðir konurnar í heima tískunnar. Í júlí verða þær Edda með fimm daga námskeið á Heilsustofnun- inni í Hveragerði. „Þetta verður spa, dekur, hlæjum saman nám- skeið,“ segir Helga, sem ætlar bæði að ferðast með konum og ferðast sjálf í sumar. ■ Ræðuhæfni þingmanna: Össur talinn bestur ræ›umanna Össur Skarphéðinsson var metinn besti ræðumaður þingmanna í eldhúsdagsumræðum í gær- kveldi. Sigurjón Þórðarson, sem þótti slakasti ræðumaðurinn í fyrra, varð nú í öðru sæti. Reyndir ræðumenn innan JCI- samtakanna fjölmenntu á þing- palla í gær og fylgdust með eld- húsdagsumræðum til að meta hæfni alþingismanna við ræðu- höld. Tilefnið var að velja besta ræðumanninn. „Við lítum til tækninnar, hvernig þeir koma frá sér efninu, við viljum fá örlítinn húmor og horfum á hvernig hann kemur fyrir í púltinu,“ segir Ingi- mundur K. Guðmundsson, for- maður JCI. Þetta er í annað sinn sem félag- ið tekur að sér að meta frammi- stöðu þingmanna í pontu. Í fyrra var Steingrímur J. Sigfússon val- inn besti ræðumaðurinn en frammistaða Sigurjóns Þórðarson- ar þótti sú slakasta. Í kjölfarið var honum boðið að sækja námskeið hjá JCI, sem hann og gerði í janú- ar, og Ingimundur er sannfærður um að það hafi borið árangur. „Við höfum fylgst mikið með honum í framhaldinu og ég hef séð fram- farir. Ég átti ekki von á því að hann yrði aftur neðstur.“ ■ Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað R V 20 39 Rekst rarvö rulist inn er ko minn út Sumarið í uppsiglingu: Pöddurnar vakna af dvala HLÝINDI Þegar hlýnar í veðri fara pöddurnar á stjá. Kóngulær spinna vefi, mýflugur suða í eyrum og járnsmiðir tölta um blómabeð. En hvar var allur þessi fjöldi í vetur? Hvert fór hann og hvaðan kom hann? Erling Ólafs- son, skordýrafræðingur á Nátt- urufræðistofnun Íslands, segir ekkert eitt svar til við þessum spurningum. Á landinu séu um 2.000 tegundir af pöddum sem hver hafi sinn háttinn á. Reglan sé hins vegar sú að þær liggi í dvala sem egg, lirfa, púpa eða fullorðið dýr. Meira að segja inn- an köngulóa er allur hátturinn á, sumar eru meira að segja á ferð- inni um hávetur. Langalgengast er þó að kvikindin liggi í dvala í jarðvegi úti við. Ekki þarf því að hafa áhyggjur af því að þau liggi í dvala inni í sófum eða stólum enda kuldi þeim nauðsynlegur. Mikið er talað um hlýnandi veðurfar á jörðinni. Erling telur það hafa áhrif á skordýralíf á Ís- landi. „Skordýr eru miklir tæki- færissinnar og eru fljót að bregð- ast við þegar færi gefst,“ segir Erling, spurningin sé bara hvort þau nái að berast til landsins. „Við erum nú dugleg við að bera ýmislegt með varningi,“ segir Erling. Alltaf eru einhver skordýr að bætast við fánuna sem fyrir er, segir Erling. Einnig finnast teg- undir sem ekki var vitað um að væru á Íslandi en hafa verið þar lengi, enda segir Erling að ýmis- legt nýtt komi í ljós eftir því sem meira er rannsakað. solveig@frettabladid.is SKORDÝRASÉRFRÆÐINGUR Erling Ólafsson segir allan háttinn á hvernig skordýrin verji vetrinum. DONALD FEENEY KYNNTIST JÓNI ÓLAFSSYNI Í FANGELSI Á ÍSLANDI: Strauk með Feeney af Litla- Hrauni Íslenski málaliðinn nauðgaði sextán ára stúlku í partíi í Reykjavík – hefur þú séð DV í dag? ÍSLENDINGAR EIGA 89.376 HROSS. Heimild: Bændasamtök Íslands SVONA ERUM VIÐ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Var valinn besti ræðumaðurinn í fyrra. Hann gat ekki varið titilinn, þar sem hann var ekki meðal ræðumanna í eldhúsdagsumræðum í gær. SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Frammistaða Sig- urjóns þótti sú slakasta í eldhúsdagsum- ræðunum í fyrra. Formaður JCI taldi ekki líklegt að hann yrði valinn aftur í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.