Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða sveitarfélag launaði fólki fyrirað fjölga sér?
2Hvað heitir Íslendingurinn semstarfar við öryggisstörf í Írak og slas-
aðist í sprengingu á laugardag?
3Hvað heitir trillan sem sökk aðfara-nótt sunnudags?
SVÖRIN ERU Á BLS. 34
VEISTU SVARIÐ?
8 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
Sameinuðu þjóðirnar:
Vilja hindra vitnisbur›
BANDARÍKIN, AP Bandarískur alrík-
isdómari samþykkti í gær kröfu
lögmanna Sameinuðu þjóðanna
um tímabundið bann við því að
maður sem átti þátt í að rannsaka
svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun
samtakanna mætti leggja fram
trúnaðargögn úr rannsókninni
fyrir bandarískar þingnefndir.
Málið snýst um Robert Parton,
fyrrverandi FBI-mann sem sat í
rannsóknarnefnd á vegum SÞ
sem vann að úttekt á áætluninni
en hætti þátttöku í henni, að sögn
vegna þess að hann taldi að aðrir
nefndarmenn kusu að líta fram-
hjá vísbendingum sem væru
íþyngjandi fyrir Kofi Annan,
framkvæmdastjóra SÞ. Lögmenn
SÞ vildu hindra að Parton yrði
heimilað að afhenda rannsóknar-
nefndum fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings trúnaðarskjöl sem
hann tók með sér þegar hann
hætti þátttöku í rannsókninni.
Sonur Kofi Annans, Kojo, var
viðriðinn stjórn áætlunarinnar
fyrir hönd SÞ en hann vann jafn-
framt fyrir svissneskt fyrirtæki
sem fékk úthlutað stóru verkefni
í tengslum við hana.
Í formlegri niðurstöðu rann-
sóknarnefndarinnar er Annan
eldri ekki sakaður um alvarlega
yfirsjón þótt hann hafi verið
gagnrýndur fyrir að taka ekki
fyrr í taumana en raunin varð,
eftir að vísbendingar komu fram
um misbresti í stjórnun áætlun-
arinnar. ■
Félagsstofnun stúdenta:
Byggir stúdentagar›a vi› Lindargötu
STÚDENTAR Félagsstofnun stúdenta
og Mótás undirrituðu í gær samn-
ing um byggingu nýrra stúdenta-
garða í miðborg Reykjavíkur.
Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið
Skuggagarðar, munu rísa við
Lindargötu þar sem Ríkið var
áður til húsa. Húsin verða þrjú
með samtals 98 einstaklingsíbúð-
um.
Heildarkostnaður er áætlaður
800 milljónir króna, þar af lánar
Íbúðalánasjóður 90 prósent. Af-
gangurinn er fjármagnaður með
eigin fé Félagsstofnunar stúd-
enta.
Gert er ráð fyrir að fyrstu
íbúðirnar verði teknar í notkun í
ágúst á næsta ári og þær síðustu í
ágúst 2007. Þá er verið að undir-
búa í samráði við borgaryfirvöld
frekari fjölgun stúdentaíbúða í
miðbænum. Stefnt er að því að
taka 200-300 nýjar stúdentaíbúðir
í notkun í miðbænum á næstu
þremur árum.
Um svipað leyti og byggingu
Skuggagarða lýkur munu höfuð-
stöðvar Félagsstofnunar stúdenta,
Bóksala stúdenta, Stúdentamiðlun
og skrifstofa Stúdentagarða flytja
í nýtt Háskólatorg.
Félagsstofnun á og rekur í dag
stúdentagarða sem hýsa um 1.000
íbúa.
- ghs
Heimsferðir bjóða vikuferð til Kúbu í beinu
flugi 16. nóvember. Kúba er ævintýri sem
lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist
maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar,
heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu
tilliti. Þú velur hvort þú ert allan tímann í
Havana eða ert þar í 4 daga og síðan 3
daga í strandparadísinni Varadero.
Glæsileg gisting í boði.
Síðustu sætin
Kúba
16. nóvember
frá kr.69.990
Havana - Varadero
Verð kr. 69.990
Flugsæti báðar leiðir með sköttum.
Netverð.
Frá kr. 84.990
Flug, skattar, gisting í tvíbýli á Hotel
Occidental Miramar ****með
morgunverði og fararstjórn. Netverð.
Skráning er hafin í
sumarnámskeiðin
Öll börn fædd ´99 og fyrr
velkomin
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
Skráning í síma
896-1248 & 588-7887
SAMIÐ UM STÚDENTAGARÐA Félagsstofnun stúdenta hefur samið við Mótás um að
byggja þrjú hús með 98 einstaklingsíbúðum fyrir stúdenta á lóðinni þar sem áður var
Ríkið við Lindargötu. Skrifað var undir samningana í gær.
KOFI ANNAN Deilan snýst um trúnaðargögn úr rannsókn á framkvæmd olíu-fyrir-mat-
áætlun SÞ í Írak, en hún var á ábyrgðarsviði framkvæmdastjóra samtakanna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
AP
Bush var fagna›
sem bo›bera frelsis
Georgíumenn fögnu›u George W. Bush sem bo›bera frelsis og l‡›ræ›is er
hann heimsótti landi› í gær, rá›amönnum í Moskvu til lítillar ánægju.
GEORGÍA, AP Við fagnaðarlæti tug-
þúsunda heimamanna hvatti
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti í ræðu í Tíflis, höfuðborg
fyrrverandi Sovétlýðveldisins
Georgíu, í gær til útbreiðslu lýð-
ræðis um öll þau lönd sem á
dögum kalda stríðsins lutu stjórn
kommúnista. Lýsti hann því yfir
að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis,
og það skyldu þær fá.
Bush sagði að þróunin í Georg-
íu, þar sem hin friðsamlega
„Rósabylting“ árið 2003 hrinti af
stað keðjuverkun stjórnbreytinga
í lýðræðisátt í þessum heims-
hluta, væri lýðræðisumbótasinn-
um víða um heim hvatning til
dáða.
„Frelsi mun verða framtíð
hverrar þjóðar á jörðinni,“ lýsti
Bush yfir.
Víst er að þessi orð forsetans
munu vekja litla gleði meðal ráða-
manna í Moskvu, en þeir hafa
þegar kvartað yfir því að Banda-
ríkjamenn séu óumbeðnir að
skipta sér af málum á áhrifasvæði
Rússa. Kremlverjar höfðu þannig
gert athugasemdir við að Bush
skyldi koma við bæði í Georgíu og
Lettlandi, öðru litlu grannlandi
Rússlands sem áður tilheyrði
Sovétríkjunum. Bush flaug til
Tíflis beint frá Moskvu, þar sem
hann var viðstaddur hátíðarhöld í
tilefni af því að sextíu ár eru frá
lokasigri bandamanna yfir herj-
um Hitlers.
Bush lýsti yfir fullum skilningi
á því að Georgíustjórn skyldi ekki
vilja fallast á að tvö héruð sem
hafa sagt sig úr lögum við landið
fengju sjálfstæði. Forsvarsmenn
aðskilnaðarhreyfinganna í héruð-
unum tveimur eru í góðum tengsl-
um við rússnesk stjórnvöld og
njóta herverndar rússneskra
„friðargæsluhermanna“. „Full-
veldi og landhelgi Georgíu verða
allir að virða,“ sagði Bush.
Mikhaíl Saakasvilí, forseti
Georgíu, sagði mannfjöldann sem
fagnaði Bush á Frelsistorginu í
Tíflis vera stærri en komið hefði
saman nokkru sinni áður í sögu
landsins. Ágiskanir um fjöldann
voru á bilinu 100.000 til 300.000 en
víst er að þetta var ein fjölmenn-
asta samkoma sem Bush hefur
ávarpað.
„Við bjóðum þig velkominn
sem baráttumann fyrir frelsi,“
sagði Saakasvilí við Bush, en hann
er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem
heimsækir landið. ■
M
YN
D
/AP
TÍFLISBÚAR FAGNA BUSH Íbúar höfuðborgar Georgíu fjölmenntu í gær til að bjóða George W. Bush Bandaríkjaforseta velkominn.