Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 8
1Hvaða sveitarfélag launaði fólki fyrirað fjölga sér? 2Hvað heitir Íslendingurinn semstarfar við öryggisstörf í Írak og slas- aðist í sprengingu á laugardag? 3Hvað heitir trillan sem sökk aðfara-nótt sunnudags? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 8 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Sameinuðu þjóðirnar: Vilja hindra vitnisbur› BANDARÍKIN, AP Bandarískur alrík- isdómari samþykkti í gær kröfu lögmanna Sameinuðu þjóðanna um tímabundið bann við því að maður sem átti þátt í að rannsaka svonefnda olíu-fyrir-mat-áætlun samtakanna mætti leggja fram trúnaðargögn úr rannsókninni fyrir bandarískar þingnefndir. Málið snýst um Robert Parton, fyrrverandi FBI-mann sem sat í rannsóknarnefnd á vegum SÞ sem vann að úttekt á áætluninni en hætti þátttöku í henni, að sögn vegna þess að hann taldi að aðrir nefndarmenn kusu að líta fram- hjá vísbendingum sem væru íþyngjandi fyrir Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Lögmenn SÞ vildu hindra að Parton yrði heimilað að afhenda rannsóknar- nefndum fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings trúnaðarskjöl sem hann tók með sér þegar hann hætti þátttöku í rannsókninni. Sonur Kofi Annans, Kojo, var viðriðinn stjórn áætlunarinnar fyrir hönd SÞ en hann vann jafn- framt fyrir svissneskt fyrirtæki sem fékk úthlutað stóru verkefni í tengslum við hana. Í formlegri niðurstöðu rann- sóknarnefndarinnar er Annan eldri ekki sakaður um alvarlega yfirsjón þótt hann hafi verið gagnrýndur fyrir að taka ekki fyrr í taumana en raunin varð, eftir að vísbendingar komu fram um misbresti í stjórnun áætlun- arinnar. ■ Félagsstofnun stúdenta: Byggir stúdentagar›a vi› Lindargötu STÚDENTAR Félagsstofnun stúdenta og Mótás undirrituðu í gær samn- ing um byggingu nýrra stúdenta- garða í miðborg Reykjavíkur. Garðarnir, sem hafa hlotið nafnið Skuggagarðar, munu rísa við Lindargötu þar sem Ríkið var áður til húsa. Húsin verða þrjú með samtals 98 einstaklingsíbúð- um. Heildarkostnaður er áætlaður 800 milljónir króna, þar af lánar Íbúðalánasjóður 90 prósent. Af- gangurinn er fjármagnaður með eigin fé Félagsstofnunar stúd- enta. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði teknar í notkun í ágúst á næsta ári og þær síðustu í ágúst 2007. Þá er verið að undir- búa í samráði við borgaryfirvöld frekari fjölgun stúdentaíbúða í miðbænum. Stefnt er að því að taka 200-300 nýjar stúdentaíbúðir í notkun í miðbænum á næstu þremur árum. Um svipað leyti og byggingu Skuggagarða lýkur munu höfuð- stöðvar Félagsstofnunar stúdenta, Bóksala stúdenta, Stúdentamiðlun og skrifstofa Stúdentagarða flytja í nýtt Háskólatorg. Félagsstofnun á og rekur í dag stúdentagarða sem hýsa um 1.000 íbúa. - ghs Heimsferðir bjóða vikuferð til Kúbu í beinu flugi 16. nóvember. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Þú velur hvort þú ert allan tímann í Havana eða ert þar í 4 daga og síðan 3 daga í strandparadísinni Varadero. Glæsileg gisting í boði. Síðustu sætin Kúba 16. nóvember frá kr.69.990 Havana - Varadero Verð kr. 69.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Frá kr. 84.990 Flug, skattar, gisting í tvíbýli á Hotel Occidental Miramar ****með morgunverði og fararstjórn. Netverð. Skráning er hafin í sumarnámskeiðin Öll börn fædd ´99 og fyrr velkomin REIÐSKÓLINN ÞYRILL Skráning í síma 896-1248 & 588-7887 SAMIÐ UM STÚDENTAGARÐA Félagsstofnun stúdenta hefur samið við Mótás um að byggja þrjú hús með 98 einstaklingsíbúðum fyrir stúdenta á lóðinni þar sem áður var Ríkið við Lindargötu. Skrifað var undir samningana í gær. KOFI ANNAN Deilan snýst um trúnaðargögn úr rannsókn á framkvæmd olíu-fyrir-mat- áætlun SÞ í Írak, en hún var á ábyrgðarsviði framkvæmdastjóra samtakanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ / AP Bush var fagna› sem bo›bera frelsis Georgíumenn fögnu›u George W. Bush sem bo›bera frelsis og l‡›ræ›is er hann heimsótti landi› í gær, rá›amönnum í Moskvu til lítillar ánægju. GEORGÍA, AP Við fagnaðarlæti tug- þúsunda heimamanna hvatti George W. Bush Bandaríkjafor- seti í ræðu í Tíflis, höfuðborg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu, í gær til útbreiðslu lýð- ræðis um öll þau lönd sem á dögum kalda stríðsins lutu stjórn kommúnista. Lýsti hann því yfir að kúgaðar þjóðir krefðust frelsis, og það skyldu þær fá. Bush sagði að þróunin í Georg- íu, þar sem hin friðsamlega „Rósabylting“ árið 2003 hrinti af stað keðjuverkun stjórnbreytinga í lýðræðisátt í þessum heims- hluta, væri lýðræðisumbótasinn- um víða um heim hvatning til dáða. „Frelsi mun verða framtíð hverrar þjóðar á jörðinni,“ lýsti Bush yfir. Víst er að þessi orð forsetans munu vekja litla gleði meðal ráða- manna í Moskvu, en þeir hafa þegar kvartað yfir því að Banda- ríkjamenn séu óumbeðnir að skipta sér af málum á áhrifasvæði Rússa. Kremlverjar höfðu þannig gert athugasemdir við að Bush skyldi koma við bæði í Georgíu og Lettlandi, öðru litlu grannlandi Rússlands sem áður tilheyrði Sovétríkjunum. Bush flaug til Tíflis beint frá Moskvu, þar sem hann var viðstaddur hátíðarhöld í tilefni af því að sextíu ár eru frá lokasigri bandamanna yfir herj- um Hitlers. Bush lýsti yfir fullum skilningi á því að Georgíustjórn skyldi ekki vilja fallast á að tvö héruð sem hafa sagt sig úr lögum við landið fengju sjálfstæði. Forsvarsmenn aðskilnaðarhreyfinganna í héruð- unum tveimur eru í góðum tengsl- um við rússnesk stjórnvöld og njóta herverndar rússneskra „friðargæsluhermanna“. „Full- veldi og landhelgi Georgíu verða allir að virða,“ sagði Bush. Mikhaíl Saakasvilí, forseti Georgíu, sagði mannfjöldann sem fagnaði Bush á Frelsistorginu í Tíflis vera stærri en komið hefði saman nokkru sinni áður í sögu landsins. Ágiskanir um fjöldann voru á bilinu 100.000 til 300.000 en víst er að þetta var ein fjölmenn- asta samkoma sem Bush hefur ávarpað. „Við bjóðum þig velkominn sem baráttumann fyrir frelsi,“ sagði Saakasvilí við Bush, en hann er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem heimsækir landið. ■ M YN D /AP TÍFLISBÚAR FAGNA BUSH Íbúar höfuðborgar Georgíu fjölmenntu í gær til að bjóða George W. Bush Bandaríkjaforseta velkominn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.