Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 25
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
B
I2
83
03
0
5/
20
05
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
B
I2
83
03
0
5/
20
05 7,6%*
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta.
Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf Landsbankans
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar-
sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð-
bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í
afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
Disney:
Deilt um
forstjóra
Auglýsingastofur:
Sundur
og saman
Michael Jackson:
Stjarna í
skuldafeni
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 11. maí 2005 – 6. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
DeCode hækkar | DeCode
genetics hefur hækkað hressilega
að undanförnu. Félagið hækkar
meira en fimmtán prósent á einni
viku. Netverjar fá bréf þar sem
mælt er með kaupum í félaginu.
Flagganir í Og | Norðurljós hafa
selt tíu prósent í Og fjarskiptum.
Kaupendur eru meðal annars
Baugur, Fengur og félög í eigu
Árna Haukssonar og Gunnars
Smára Egilssonar.
Fleiri uppgjör | Uppgjör Fjár-
festingarfélagsins Atorku,
Vinnslustöðvarinnar og Þormóðs
ramma - Sæbergs birtust í síðustu
viku. Þormóður rammi tapaði 27
milljónum króna en Vinnslustöðin
hagnaðist um 459 milljónir og At-
orka um 659 milljónir.
Þormóður rammi | Þormóður
rammi - Sæberg verður tekinn af
markaði eftir að eigendur 65 pró-
senta hlutafjár sammæltust um
taka yfir stjórn þess. Aðeins tvö
sjávarútvegsfélög verða eftir í
Kauphöllinni þegar Þormóður
rammi og Samherji hafa verið af-
skráð.
Mikil lækkun | Hlutabréf hafa
lækkað samfellt undanfarna sjö
viðskiptadaga. Lækkun Úrvals-
vísitölunnar er um fjögur prósent
frá því að hún náði hæstu hæðum.
Allir bankarnir hafa lækkað en Ís-
landsbanki þó sýnu mest.
Nýtt dagblað | Blaðið hóf að
koma út í síðustu viku. Því er
dreift frítt í öll hús á höfuðborgar-
svæðinu. Að því standa meðal
annars Sigurður Guðjónsson lög-
maður og Karl Garðarsson, fyrr-
um fréttastjóri.
Pólska farsímaleyfið | Netia
Mobile hefur verið úthlutað fjar-
skiptaleyfi fyrir þriðju kynslóð
farsíma í Póllandi. Félagið er að
mestu leyti í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar.
Moody's með óbreytt
mat á KB banka:
Lækkar
Íslandsbanka
Alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody's hefur staðfest einkunn
KB banka fyrir skuldbindingar
til langs tíma en hún er óbreytt
A-1. Einkunn fyrir skuldbinding-
ar til skemmri tíma er P-1 og
breytist ekkert. Einkunn á fjár-
hagslegan styrk bankans er C+
og er því einnig óbreytt.
Moody's hefur hins vegar
lækkað einkunn Íslandsbanka
fyrir fjárhagslegan styrk úr B- í
C+. Einkunnir fyrir langtíma og
skammtíma skuldbindingar eru
óbreyttar, A1 og P-1. - eþa
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í við-
bót,“ segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst
ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera,
hve stórt það verði og hvaðan ork-
an verði fengin. Málið sé á hug-
myndastigi.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra sagði á iðnþingi í mars að
svigrúm væri til að reisa eitt álver
til viðbótar hér á landi. Síðan hefur
hún farið í fundarherferð um Norð-
urland til að kanna jarðveginn fyr-
ir byggingu nýs álvers. Í því sam-
hengi skiptir samstaða sveitarfé-
laga máli.
Michael Dildine, yfirmaður
fjárfestingatengsla Century Alu-
minum, móðurfélags Norðuráls, segir þeim finnast
mikið til viðskiptaumhverfisins á Íslandi koma. Það
eigi við fjármálakerfið, tæknistig og vinnuafl. Því sé
landið áhugaverður kostur og hægt að notast við inn-
lent vinnuafl við verkfræðivinnu og uppbyggingu.
Century Aluminum keypti Norðurál í apríl á síðasta
ári.
Í sama streng tekur Mark Lidiard, sem sér um
fjárfestingatengsl BHP Billiton frá Ástralíu, fjórða
stærsta álframleiðenda á vesturlöndum. Rekstrar-
umhverfið hér sé hagstætt, nálægðin við meginland
Evrópu mikilvæg og möguleikar á umhverfisvænum
orkugjöfum. Hann segir helstu
stjórnendur fyrirtækisins hafa
heimsótt landið og haldi umræðum
um byggingu álvers opnum. Málið
sé á byrjunarstigi.
Samkvæmt upplýsingum frá
öðru áströlsku álfyrirtækinu, Rio
Tinto, er verið að skoða fjárfest-
ingatækifæri á Íslandi. Hefur Rio
Tinto aflað sér upplýsinga um
rekstrarskilyrði hér á landi. Rusal
frá Rússlandi hefur aflað svipaðra
upplýsinga frá íslenskum stjórn-
völdum.
Alcan og Alcoa, sem þegar eiga hér álver ásamt
Century Aluminum, ætla ekki að sitja hjá í þessum
hræringum. Er því ljóst að sex heimsþekkt álfyrir-
tæki munu keppa um byggingu álvers náist sátt um
málið.
F R É T T I R V I K U N N A R
4 12 og 13 6
Dögg Hjaltalín
skrifar
Bakkavör tekur formlega yfir
Geest föstudaginn 13. maí. Stjórn-
endur Bakkavarar fá afhenta
lykla að Geest og öllum forms-
atriðum verður lokið. Ágúst Guð-
mundsson, stjórnarformaður
Bakkavarar, segir fyrirtækið
munu eignast Geest á föstudaginn
en engar breytingar verði við af-
hendingu. Nánari fyrirætlanir
Bakkavarar hvað varðar framtíð-
arhorfur og stefnu verða kynntar
á fundi þann 27. maí.
Heildarkaupverð Geest var
580 milljónir punda, um 70 millj-
arðar íslenskra króna.
Samanlögð velta félaganna
var 122 milljarðar króna á síð-
asta ári og verður velta samein-
aðs félags sú mesta í Kauphöll-
inni. Markaðsvirði þess er um 55
milljarðar.
Á fimmtudaginn verður síð-
asti viðskiptadagurinn með
hlutabréf í Geest og viðmiðunar-
dagur arðgreiðslu. Á föstudaginn
verður hlutafé Geest fært niður
en í lok maí greiðir Bakkavör
fyrir bréfin í félaginu.
Útrásarvísitalan hækkar:
DeCode hækkar
mest í vísitölunni
Útrásarvísitala Markaðarins
hækkaði um sex prósent milli
vikna og hækkaði deCode mest
eða um 27 prósent. Bæði hefur
gengi félagsins hækkað töluvert
og svo hefur gengi dollarans
styrkst. Næst á eftir kemur 24
prósenta hækkun á NWF en At-
orka er stærsti hluthafi félags-
ins.
Í vikunni hefur krónan styrkst
og verður það til þess að Útrásar-
vísitalan hækkar meira en ella.
Aðeins tvö félög lækka milli
vikna, Low & Bonar, sem Atorka
á í, og Scribona sem Burðarás á í.
Spennandi verður að fylgjast
með þróun Útrásarvísitölunnar,
sérstaklega í ljósi þess að innlend
hlutabréf hafa verið að lækka að
undanförnu. - dh
Vilja reisa eitt
álver til viðbótar
Sex heimsþekkt álfyrirtæki íhuga byggingu álvers á Íslandi.
Viðskiptaumhverfið og umhverfisvænir orkugjafar laða að.
LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR
Verða stoltir eigendur Geest á föstu-
daginn.
M
ar
ka
ðu
rin
n/
H
ar
i
Bakkavör fær lyklana að Geest
Veltumesta félagið í Kauphöllinni við sameiningu.
HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR Kári Stefáns-
son forstjóri deCode.
YFIRMENN CENTURY ALUMINUM Craig
Davis forstjóri og Gerald Kitchen fram-
kvæmdastjóri, skoða framkvæmdir við stækk-
un Norðuráls á Grundartanga.