Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 64
Hljómsveitin The Doors Tribute Band heldur tvenna tónleika á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld á Gauki á Stöng. Þetta verður í fimmta sinn sem sveit- in kemur fram, en hún hélt sína fyrstu tónleika í ágúst í fyrra. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð og komið fólki skemmtilega á óvart,“ segir Björgvins Franz Gíslason leik- ari, sem mun bregða sér í líki Jim Morrison á tónleikunum. „Flestir hafa ekki búist við miklu en það hefur verið gaman að heyra góð viðbrögð frá þess- um sömu aðilum. Gleðifréttirn- ar fyrir þá sem eru aðdáendur gömlu sveitarinnar og hafa haft gaman af okkur eru þær að við ætlum að bæta við lögum. Við höfum reynt að hafa það sem ákveðið markmið.“ Á síðustu tónleikum var Love Street með- al annars bætt við dagskrána en ekkert verður gefið upp núna hvaða nýju lög verður boðið upp á. Björgvin Franz segir það afar ánægjulegt s að ákveðinn kjarni komi nú til að fylgjast með hverjum tónleikum auk þess sem þekkt nöfn á borð við upptökustjórann Al Stone og söngkonuna Pink hafi látið sjá sig og haft gaman af. Hann vill ekki viðurkenna að hann sé bú- inn að ná töktum Jim Morrison algjörlega en gerir sitt besta. „Maður passar að hárið sé aldrei of stutt og síðan geymi ég leður- buxurnar fyrir þessi sérstöku tækifæri, ég fer aldrei í þær annars,“ segir hann. The Doors Tribute Band ætl- ar að leggja land undir fót í sumar og halda meðal annars tónleika á Seyðisfirði. Hugsan- lega verður farið á fleiri staði en það á eftir að koma betur í ljós. ■ 28 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR EKKI MISSA AF… ... Vodkakúrnum með Helgu Brögu og Steini Ár- manni í Austurbæ. ... öllum þeim ótalmörgu viðburðum sem verða á Listahátíð í Reykjavík nú í vor. Hátíðin hefst um næstu helgi og stendur til 5. júní. ... tónleikum söngkonunn- ar Fabúlu í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöldið. Fabúla snýr nú aftur eftir nokkurra ára hlé og hefur tekið hönd- um saman við Helenu Jóns- dóttur dansmyndahöfund. Tónleikarnir verða ekki að- eins fyrir eyrað heldur sjón- ræn upplifun. Messan Misa Criolla eftir argentínska tón- skáldið Ariel Ramirez verður flutt í Seltjarnar- neskirkju í kvöld. Flytjendur eru VÍS-kórinn ásamt Snorra Wium einsöngvara, en stjórn- andi kórsins er Björn Thorarnesen. Einnig syngja nokkrir kórfélagar minni einsöngshlut- verk. Söngfólkinu til fulltingis er 6 manna hljóm- sveit, sem samanstendur af þrem slagverks- leikurum, sembal, kontrabassa og charango- gítar, og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem þessi suður-amerísk-ættaði gítar hljómar á tónleikum hér á landi. Á efnisskránni verða einnig lög frá Kúbu, Venesúela og víðar. Misa Criolla hefur notið mikilla vinsælda um allan heim frá því hún var frumflutt í Buenos Aires árið 1964. Hún var fyrst flutt í Evrópu, nánar tiltekið í Hollandi árið 1965. Ástæðurnar fyrir vinsældum hennar eru marg- ar. Hún er afar rytmísk og er byggð á taktgerð- um og dönsum frá ýmsum svæðum Argentínu og Bólivíu. Tónmálið er frekar einfalt og að- gengilegt en um leið afar einlægt og innilegt. Kl. 20.00 Raddbandafélag Reykjavíkur er hópur þrettán ungra karla sem syngja eins og englar undir stjórn Sigrúnar Grendal pí- anóleikara. Þau halda vortónleika í Laugarneskirkju í kvöld og líta meðal annars á lífsins björtustu hlið að hætti Monty Python hópsins... menning@frettabladid.is Argentínsk og innileg BJÖRGVIN FRANZ Leikarinn og söngvar- inn Björgvin Franz þykir fara á kostum í gervi Jim Morrison, söngvara The Doors. Koma skemmtilega á óvart ! UPPSELT var á allar sýningar í apríl UPPSELT er á flestar sýningar í maí. Miðasala er hafin á sýningar í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega í Borgarleikhúsinu. STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Síðustu sýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 - Síðasta sýning KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 14/5 kl 14 - UPPS. Su 22/5 kl 14 - UPPS., Lau 4/6 kl 14 UPPS. Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU Margrét Kristín Sigurðardóttir Fi 12/5 kl. 21:00 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Falk Richter og Theresia Walser Þri 17/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Mið 18/5 kl 17 Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur. TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fi 12/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 - UPPS., Lau 14/5 kl 20 - UPPS., Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 UPPS., Lau 21/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS. Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20 - Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S K AR I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N N á tali hjá Hemma Gunn Sunnudaga kl.16-18:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.