Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 4
Vinstri grænir: Fallin stjórn SKOÐANAKÖNNUN „Þetta er nokkuð í samræmi við kannanir að undan- förnu. Stjórnarandstaðan er í meiri- hluta og stjórnin væri fallin ef þetta væru úrslit í alþingiskosningum. Það sem máli skiptir er það sem gerist í næstu kosningum, því það er orðið mjög brýnt að lofta út í Stjórnarráðinu,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna. - oá KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,53 64,83 121,38 121,98 82,86 83,32 11,13 11,20 10,23 10,29 9,00 9,05 0,61 0,61 97,24 97,82 GENGI GJALDMIÐLA 10.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 114,59 +0,15% 4 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Samstarfssamningur endurnýjaður: Tengslin bætt milli Rússlands og ESB Ríkisstjórnin héldi ekki meirihlutanum Samkvæmt n‡rri könnun Fréttabla›sins myndu ríkisstjórnarflokkarnir fá 29 flingmenn af 63 ef bo›a› yr›i til kosninga nú. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæ›isflokkur bæta a›eins vi› sig frá sí›ustu könnun. SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðisflokk- urinn hefur mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. 36,2 prósent af þeim sem gáfu upp hvað þeir myndu kjósa sögðust myndu kjósa þann flokk. Sam- kvæmt því myndi flokkurinn fá 23 þingmenn, einum fleiri en þeir hafa nú. Ef úrslit kosninga færu eins og könnunin myndu stjórnarflokkarnir þó ekki ná að halda meirihluta sín- um, því einungis 9,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn. Með slíkt fylgi fengi flokkurinn sex þing- menn, sem er helmingurinn af fjölda framsóknarþingmanna nú. Samanlagt fengju stjórnarflokkarn- ir því 29 þingmenn af 63. Framsókn- arflokkurinn réttir þó aðeins hlut sinn frá síðustu könnun, þegar átta prósent sögðust myndu kjósa flokk- inn, sem gerir fimm þingmenn. Samfylkingin er samkvæmt könnuninni næststærsti flokkurinn, eftir að hafa mælst stærri en Sjálf- stæðisflokkurinn í könnunum Fréttablaðsins síðan í nóvember á síðasta ári. 34 prósent sögðust myndu kjósa Samfylkinguna og fengi flokkurinn samkvæmt því 22 þingmenn. Þingmenn Samfylking- arinnar eru 20 nú. Vinstri grænir eru á svipuðu róli og í síðustu könn- un Fréttablaðsins, hafa stuðning 14,1 prósents þeirra sem tóku af- stöðu, sem gerir níu þingmenn. Frjálslyndir dala nokkuð frá síðustu könnun og segjast 4,7 prósent styðja þann flokk. Hringt var í 800 manns 8. maí, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosn- inga nú? 53,3 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is Framsóknarflokkurinn: Framsóknar- hógvær›in SKOÐANAKÖNNUN Hjálmar Árnason segist ekki lítast vel á niðurstöður könnunarinnar og lítur þær alvar- legum augum. Þó gildi enn gamla framsóknarhógværðin enda hafi dæmi sannað að þótt flokkurinn komi oft illa út úr skoðanakönnun- um nái gamla Framsókn yfirleitt vopnum sínum og komi vel út úr kosningum. Hann segir hart hafa verið sótt að flokknum og forystu- sveit hans, jafnvel á óvæginn hátt, og geti það að hluta skýrt niðurstöð- urnar. - oá Sjálfstæðisflokkurinn: Vi›unandi SKOÐANAKÖNNUN „Þessi niðurstaða er ekki langt frá því sem við höfum verið að sjá í skoðanakönnunum Gallup en þó heldur slakari. Auðvit- að hefðum við kosið að standa betur að vígi en erum þó að bæta við okk- ur fylgi miðað við síðustu kosning- ar. Athyglisvert er að miðað við þá miklu fjölmiðla- umfjöllun sem S a m f y l k i n g i n hefur fengið vegna formannskjörsins er það ekki að skila flokknum u m t a l s v e r ð u m breytingum frá síðustu kosningum. Miðað við þess- ar aðstæður getur Sjálfstæðisflokk- urinn vel við unað,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. -oá EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON Sýnt í Samkomuhúsinu, Akureyri Fös. 13/5 og lau. 14/5 Aðeins þessar tvær sýningar! FYLGI STJÓRN- MÁLAFLOKKANNA Taflan sýnir þróun fylgis stjórnmála- flokkanna frá kosningum 2003 til dagsins í dag samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. B D F S U 6 23 22 20 54 3 22 9 FJÖLDI ÞINGMANNA Í síðustu kosningum og samkvæmt könnun 8. maí 2005. Skv. könnun 8. maí 2005 Eftir kosningar 2003 12 Samfylkingin: Flokkurinn ekki ska›ast SKOÐANAKÖNNUN „Ég er náttúrlega mjög ánægð með þessa stöðu og þetta er í samræmi við það sem ég finn bæði hér á höfuðborgarsvæð- inu og á lands- byggðinni,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkarinnar. Aðspurð um það hvort hún hefði ekki búist við betri niðurstöðum vegna mikillar umfjöllunnar um Samfylkinguna undnafarið sagði Margrét: „Vafa- laust eru einhverjir sem bíða eftir því að þessu kjöri ljúki enda hefur aðdragandi þess verið langur. Niðurstöður könnunarinnar sýna að það hefur ekki skaðað flokkinn á nokkurn hátt og ég hef trú á því að það eigi eftir að styrkja hann.“ -oá EINAR K. GUÐFINNSSON MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR RÚSSLAND, AP Ekki náðist samkomu- lag um að Evrópusambandið slakaði á reglum um vegabréfsáritanir fyrir rússneska ríkisborgara á leið- togafundi Rússlands og ESB í Moskvu í gær. En endurnýjuðum samstarfs- og viðskiptasamningi Rússa og sambandsins var þó fagn- að sem stórum áfanga að bættum tengslum. Þessi tengsl gengu undir mikla prófraun er fyrrverandi austantjaldslönd gengu í sambandið í fyrra. Samstarfssamningurinn snýr aðallega að efnahags- og viðskipta- málum. Hann endurspeglar annars vegar mikla eftirspurn Evrópusam- bandslandanna eftir ódýrum orku- gjöfum í formi jarðgass og olíu frá Rússlandi, og fjárfestingarþörf Rússa hins vegar. „Markmið okkar er að skapa sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði í þágu allra borgara í löndum okkar. Sameiginleg gildi og sam- eiginlegir hagsmunir eru kjarninn í tengslum okkar,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, á blaðamannafundi með Vladimír Pútín Rússlands- forseta. ■ HORFT FRAM Á VIÐ Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eftir viðræðurnar í Moskvu í gær. Frjálslyndi flokkurinn: Stór óvissu- pottur SKOÐANAKÖNNUN „Mér sýnist að við höldum okkar fylgi. Það sem vekur athygli mína er það hve margir kjósendur virðast hvergi eiga heima. Í landi þar sem kosninga- þátttaka er upp undir 90 prósent segir þetta manni það að margir eru óvissir um það sem þeir mundu gera í kosningum. Við höldum okkar kjarnafylgi og vitum að í kosninga- baráttu myndum við fiska nokkur aukaprósent úr óvissupottinum,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslyndra. -oá Dvalarheimilið Höfði: Óska› eftir rökstu›ningi AKRANES Brynja Þorbjörnsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri, hefur ósk- að skriflega eftir rökstuðningi stjórnar fyrir ráðningu Guðjóns Guðmundssonar í starf fram- kvæmdastjóra Dvalarheimilisins Höfða með tilliti til stjórnsýslu- og jafnréttislaga. „Ég er búin að leita mér ráða og kynna mér mína stöðu. Þetta er í samræmi við það sem mér var ráðlagt,“ segir Brynja. Stjórn Höfða hefur tvær vikur til að svara. Fundargerð stjórnar Höfða var lögð fyrir bæjarstjórn Akraness í gær án athugasemda bæjarfull- trúa. - ghs VEÐRIÐ Í DAG HJÁLMAR ÁRNASON Samkvæmt könnun Fréttblaðsins myndi Framsóknarflokkurinn tapa sex þingmönnum ef korið yrði nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.