Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 11.05.2005, Blaðsíða 60
„Blakið er að koma mjög sterkt inn hjá okkur, við urðum meðal annars Íslandsmeistarar í meist- araflokki karla. Í fyrra náðum við okkar besta árangri í knattspyrnu karla, þar sem við urðum í þriðja sæti í fyrstu deildinni,“ segir Elsa Hrönn Reynisdóttir, fram- kvæmdastjóri HK. „Við erum búnir að vera fram- arlega í handknattleik karla í mörg ár í meistaraflokki og sér ekki fyrir endann á því. Stefnt er að því að stofna meistaraflokk kvenna í handbolta og HK er í samstarfi við Víkinga í fótbolta kvenna. Þar hefur okkur gengið með miklum ágætum. HK opnaði nýja búnings- og vallaaraðstöðu í Fagralundi í Fossvogsdalnum síðastliðið sumar og þá vorum við meðal fyrstu félaga til að opna strandblakvöll, þannig að ljóst er að starfið er mjög blómlegt hjá HK um þessar mundir,“ segir Elsa. 24 11. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Opið: Mánud.-Föstudag 06:00 - 18:00 Laug. 06:00 - 17:00 Sunn. 07:00 - 17:00 Opið: Mánud.-Föstudag 08:00 - 18:00 Laug. 08:00 - 16:00 Sunn. 09:00 - 16:00 „Grunnskólar í Kópavoginum tóku stórtækum breytingum 1997 þegar þeir voru einsettir. Kópa- vogur var fyrsta stóra sveitar- félagið til að ljúka einsetningu grunnskólanna. Það var visst afrek að ná því um leið og byggð- ur var fjöldinn allur af öðrum grunnskólum vegna þess að Kópavogur var að stækka mjög hratt,“ segir Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar hjá Kópavogsbæ. „Við þurftum, jafnframt öðrum breytingum, að stækka eldri skólana og erum að ljúka því verki um þessar mundir. Allar þessar breytingar hafa gengið mjög vel og skólastjórnendur eru ánægðir að geta nú með mark- vissari hætti keypt sér þá þjón- ustu sem hver og einn skóli þarf á að halda. Við erum nú að byggja nýjan skóla upp í Vatnsenda- hverfi sem tekur til starfa nú í haust. Þar verður sérstök áhersla lögð á að nýta þá miklu náttúru sem umlykur skólann. Í upphafi þessa kjörtímabils vann skólanefnd að nýrri skóla- stefnu fyrir Kópavogsbæ sem tekur mið af auknu sjálfstæði skólanna. Má í því sambandi nefna að nú geta krakkar sótt skóla annað en í sitt eigið skólahverfi. Nú er til athugunar að stofna sér- stakt rekstrarfélag um einn af eldri skólum bæjarins (Kópavogs- skóla). Þá erum við að tala um að ganga skrefinu lengra þar sem skipuð yrði sérstök stjórn yfir skólanum sjálfum og foreldrar yrðu í stjórninni. Að mörgu leyti mætti líkja hlutverki stjórnarinn- ar við hlutverk stjórna í fyrirtækj- um,“ segir Ármann. „Iðkendafjöldinn í íþróttagrein- um á vegum Breiðabliks hefur tvöfaldast, t.d. er knattspyrnu- deildin með helmingi fleiri iðk- endur í dag heldur en árið 2001. Þeirri fjölgun má eflaust þakka Fífunni, hinu yfirbyggða knatt- spyrnuhúsi,“ segir Kristján Jón- atansson framkvæmdastjóri Breiðabliks. „Í Fífunni er nú mun betri að- staða fyrir alla, sérstaklega yngri flokkana og nú stendur til að fara að byggja nýja knattspyrnuhöll í Kópavogi í samvinnu við knatt- spyrnuakademíu Íslands. Ánægjulegt er hversu Kópavogs- bær hefur verið duglegur við uppbyggingu íþróttamannvirkja undanfarin ár. Geta má þess að í haust verður byrjað á því að nið- urgreiða æfingagjöld fyrir iðkendur íþróttagreina sem gæti numið allt að 10.000 krónum fyrir hverja grein. Íþróttafélagið Breiðablik er fimm árum eldra en bæjarfélagið. Breiðablik var stofnað árið 1950 og var sérstök afmælishátíð af því tilefni í febrúar síðastliðnum, en Kópavogur fékk kaupstaðarrétt- indi 1955,“ segir Kristján. ■ Fjölgun í öllum greinum HK stækkar me› hverju árinu. Löng hefð er fyrir kvennafótbolta í Breiðabliki. Salaskóli er nýjasti skólinn í Kópavogi. HK hefur verið meðal bestu liða í meist- araflokki í handknattleik undanfarin ár. KÓPAVOGUR Í 50 ÁR Ört vaxandi íflróttafélag Brei›ablik er me› á flri›ja flúsund skrá›a i›kendur. Þjóðsagan um slæmt gatnakerfi í Kópavoginum á engan veginn rétt á sér. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Slæmt gatnakerfi er gamall brandari Umfer›in gengur vel í Kópavogi. Langt er síðan umræða um slæmt gatnakerfi í Kópavoginum átti rétt á sér. Það er frekar að því sé öfugt farið í nýjum hverfum bæjarins þar sem lögð er rík áhersla á að leysa úr umferðar- vandamálum. Allt tal um slæmt gatnakerfi í Kópavoginum er gömul þjóðsaga sem er löngu útdauð, þetta er eins og gamall brandari sem á engan veginn við í dag. Segja má að miklar samgöngubætur hafi orðið þegar brýrnar voru byggðar í tengslum við gjána,“ segir Gunn- steinn Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar og formaður skipulags- nefndar í Kópavogi. „Flestir eru sammála um að gatnakerfið í nýjum hverfum sé til fyrirmyndar enda leggjum við mikla áherslu á að umferðin sé í góðu lagi við þéttingu byggðar í Kópavoginum. Í framtíðarsýn okkar hjá bæjarstjórn Kópavogs eru skoðaðar fjölmargar og nú- tímalegar aðferðir til að leysa úr vanda sem myndast við aukna um- ferð, áður en ákvörðun er tekin,“ segir Gunnsteinn. Auki› sjálfstæ›i skólanna Sjálfstæ›i skólanna í Kópavogi hefur markvisst veri› auki›, rekstrarsamningar ger›ir vi› hvern einstakan skóla, yfirbygging skólaskrifstofu Kópavogsbæjar minnku› og störf hennar fær› út til skólanna sjálfra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.