Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 11.05.2005, Qupperneq 25
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I2 83 03 0 5/ 20 05 7,6%* Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.04.2005–30.04.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Disney: Deilt um forstjóra Auglýsingastofur: Sundur og saman Michael Jackson: Stjarna í skuldafeni Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 11. maí 2005 – 6. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 DeCode hækkar | DeCode genetics hefur hækkað hressilega að undanförnu. Félagið hækkar meira en fimmtán prósent á einni viku. Netverjar fá bréf þar sem mælt er með kaupum í félaginu. Flagganir í Og | Norðurljós hafa selt tíu prósent í Og fjarskiptum. Kaupendur eru meðal annars Baugur, Fengur og félög í eigu Árna Haukssonar og Gunnars Smára Egilssonar. Fleiri uppgjör | Uppgjör Fjár- festingarfélagsins Atorku, Vinnslustöðvarinnar og Þormóðs ramma - Sæbergs birtust í síðustu viku. Þormóður rammi tapaði 27 milljónum króna en Vinnslustöðin hagnaðist um 459 milljónir og At- orka um 659 milljónir. Þormóður rammi | Þormóður rammi - Sæberg verður tekinn af markaði eftir að eigendur 65 pró- senta hlutafjár sammæltust um taka yfir stjórn þess. Aðeins tvö sjávarútvegsfélög verða eftir í Kauphöllinni þegar Þormóður rammi og Samherji hafa verið af- skráð. Mikil lækkun | Hlutabréf hafa lækkað samfellt undanfarna sjö viðskiptadaga. Lækkun Úrvals- vísitölunnar er um fjögur prósent frá því að hún náði hæstu hæðum. Allir bankarnir hafa lækkað en Ís- landsbanki þó sýnu mest. Nýtt dagblað | Blaðið hóf að koma út í síðustu viku. Því er dreift frítt í öll hús á höfuðborgar- svæðinu. Að því standa meðal annars Sigurður Guðjónsson lög- maður og Karl Garðarsson, fyrr- um fréttastjóri. Pólska farsímaleyfið | Netia Mobile hefur verið úthlutað fjar- skiptaleyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma í Póllandi. Félagið er að mestu leyti í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Moody's með óbreytt mat á KB banka: Lækkar Íslandsbanka Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur staðfest einkunn KB banka fyrir skuldbindingar til langs tíma en hún er óbreytt A-1. Einkunn fyrir skuldbinding- ar til skemmri tíma er P-1 og breytist ekkert. Einkunn á fjár- hagslegan styrk bankans er C+ og er því einnig óbreytt. Moody's hefur hins vegar lækkað einkunn Íslandsbanka fyrir fjárhagslegan styrk úr B- í C+. Einkunnir fyrir langtíma og skammtíma skuldbindingar eru óbreyttar, A1 og P-1. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar „Við höfum áhuga á að reisa eitt álver á Íslandi í við- bót,“ segir Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. Hann segir þó margt óljóst ennþá. Ekki sé vitað hvar næsta álver eigi að vera, hve stórt það verði og hvaðan ork- an verði fengin. Málið sé á hug- myndastigi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði á iðnþingi í mars að svigrúm væri til að reisa eitt álver til viðbótar hér á landi. Síðan hefur hún farið í fundarherferð um Norð- urland til að kanna jarðveginn fyr- ir byggingu nýs álvers. Í því sam- hengi skiptir samstaða sveitarfé- laga máli. Michael Dildine, yfirmaður fjárfestingatengsla Century Alu- minum, móðurfélags Norðuráls, segir þeim finnast mikið til viðskiptaumhverfisins á Íslandi koma. Það eigi við fjármálakerfið, tæknistig og vinnuafl. Því sé landið áhugaverður kostur og hægt að notast við inn- lent vinnuafl við verkfræðivinnu og uppbyggingu. Century Aluminum keypti Norðurál í apríl á síðasta ári. Í sama streng tekur Mark Lidiard, sem sér um fjárfestingatengsl BHP Billiton frá Ástralíu, fjórða stærsta álframleiðenda á vesturlöndum. Rekstrar- umhverfið hér sé hagstætt, nálægðin við meginland Evrópu mikilvæg og möguleikar á umhverfisvænum orkugjöfum. Hann segir helstu stjórnendur fyrirtækisins hafa heimsótt landið og haldi umræðum um byggingu álvers opnum. Málið sé á byrjunarstigi. Samkvæmt upplýsingum frá öðru áströlsku álfyrirtækinu, Rio Tinto, er verið að skoða fjárfest- ingatækifæri á Íslandi. Hefur Rio Tinto aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Rusal frá Rússlandi hefur aflað svipaðra upplýsinga frá íslenskum stjórn- völdum. Alcan og Alcoa, sem þegar eiga hér álver ásamt Century Aluminum, ætla ekki að sitja hjá í þessum hræringum. Er því ljóst að sex heimsþekkt álfyrir- tæki munu keppa um byggingu álvers náist sátt um málið. F R É T T I R V I K U N N A R 4 12 og 13 6 Dögg Hjaltalín skrifar Bakkavör tekur formlega yfir Geest föstudaginn 13. maí. Stjórn- endur Bakkavarar fá afhenta lykla að Geest og öllum forms- atriðum verður lokið. Ágúst Guð- mundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir fyrirtækið munu eignast Geest á föstudaginn en engar breytingar verði við af- hendingu. Nánari fyrirætlanir Bakkavarar hvað varðar framtíð- arhorfur og stefnu verða kynntar á fundi þann 27. maí. Heildarkaupverð Geest var 580 milljónir punda, um 70 millj- arðar íslenskra króna. Samanlögð velta félaganna var 122 milljarðar króna á síð- asta ári og verður velta samein- aðs félags sú mesta í Kauphöll- inni. Markaðsvirði þess er um 55 milljarðar. Á fimmtudaginn verður síð- asti viðskiptadagurinn með hlutabréf í Geest og viðmiðunar- dagur arðgreiðslu. Á föstudaginn verður hlutafé Geest fært niður en í lok maí greiðir Bakkavör fyrir bréfin í félaginu. Útrásarvísitalan hækkar: DeCode hækkar mest í vísitölunni Útrásarvísitala Markaðarins hækkaði um sex prósent milli vikna og hækkaði deCode mest eða um 27 prósent. Bæði hefur gengi félagsins hækkað töluvert og svo hefur gengi dollarans styrkst. Næst á eftir kemur 24 prósenta hækkun á NWF en At- orka er stærsti hluthafi félags- ins. Í vikunni hefur krónan styrkst og verður það til þess að Útrásar- vísitalan hækkar meira en ella. Aðeins tvö félög lækka milli vikna, Low & Bonar, sem Atorka á í, og Scribona sem Burðarás á í. Spennandi verður að fylgjast með þróun Útrásarvísitölunnar, sérstaklega í ljósi þess að innlend hlutabréf hafa verið að lækka að undanförnu. - dh Vilja reisa eitt álver til viðbótar Sex heimsþekkt álfyrirtæki íhuga byggingu álvers á Íslandi. Viðskiptaumhverfið og umhverfisvænir orkugjafar laða að. LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Verða stoltir eigendur Geest á föstu- daginn. M ar ka ðu rin n/ H ar i Bakkavör fær lyklana að Geest Veltumesta félagið í Kauphöllinni við sameiningu. HÁSTÖKKVARI VIKUNNAR Kári Stefáns- son forstjóri deCode. YFIRMENN CENTURY ALUMINUM Craig Davis forstjóri og Gerald Kitchen fram- kvæmdastjóri, skoða framkvæmdir við stækk- un Norðuráls á Grundartanga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.