Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6
6 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Útlendingastofnun: Bretland álíka öruggt og Ísland FLÓTTAMENN Útlendingastofnun lítur á Bretland sem öruggt hæli fyrir flóttamenn og telur ekkert því til fyrirstöðu að senda hælis- leitendur þangað aftur. Rúmeni sem kom hingað í febr- úar og óskaði eftir dvalarleyfi af mannúðarástæðum var nýverið sendur aftur til Bretlands. Sál- fræðingur mannsins hafði ítrekað skrifað Útlendingastofnun með ósk um að jákvætt yrði tekið á máli mannsins, án árangurs. „Við störfum meðal annars eftir svokallaðri Dublin-reglu- gerð, sem sett var til að samræma aðgerðir Evrópulanda í málum hælisleitenda. Öll aðildarríki reglugerðarinnar hafa skuldbund- ið sig til að virða þá meginreglu að vísa fólki ekki brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. Það var því eðlilegt að stofnunin sendi umræddan hælisleitanda til Bretlands, þaðan sem hann kom,“ segir Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir, forstöðumað- ur stjórnsýslusviðs hjá Útlend- ingastofnun. Tæplega 400 manns hafa óskað eftir hæli hérlendis undanfarin sjö ár, 37 hafa fengið dvalarleyfi í lengri eða skemmri tíma af mann- úðarástæðum og einn fengið hæli sem flóttamaður. - ssal Hvannadalshnjúkur: Vara› vi› snjófló›um FERÐAFÓLK Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum á Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögu- lega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvör- un sem gildir fram yfir helgi. Horfur eru á ágætisveðri næstu daga með sæmilegri hlýju að deg- inum og ekki gert ráð fyrir úr- komu. Hörður Þór Sigurðsson á snjó- flóðadeild Veðurstofunnar sagði viðvörunina gefna út með það í huga að mikil ferðahelgi væri framundan og því brýnt að láta fólk sem hyggur á fjallgöngur á Hvannadalshnjúk vita af mögulegri hættu svo það geti haft allan vara á. - óká NÝTT 7UP FREE Laust við allt sem þú vilt ekki! Ekki kaloríur Ekki sykur Ekki koffein Ekki kolvetni Ekki litarefni PRÓFAÐUNÝTT SYKURLAUST7UP FREE Hafa flingmenn sta›i› sig vel á li›num vetri? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur›u hlusta› á n‡jan geisladisk Hildar Völu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 83% 17% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN VARNARMÁL Varnarmálaráðherrar Finnlands, Noregs og Svíþjóðar hafa ákveðið að koma á fót sam- eiginlegri norrænni herdeild, sem ætlað er að verða hluti af hraðliði Evrópusam- bandsins. Herdeildin á að verða klár í slaginn í ársbyrjun 2008, að því er greint er frá í sænska blaðinu Dag- ens Nyheter. Vegna undanþágu Dana frá þátttöku í varnarmálasamstarfi ESB, sem þeir sömdu um eftir að Danir höfn- uðu fyrst Maastricht- sáttmálanum á sínum tíma (árið 1993), leggja Danir nor- rænu herdeildinni ekki til neinn liðsafla. Svíar munu leggja til þorra hermannanna, eða 1.100 af 1.500 mönnum, en Finnar 200 og Eistar væntanlega 50 hermenn. Norðmenn, sem ekki eru í Evr- ópusambandinu, leggja til 150 hermenn. Að sögn Kristinar Krohn Devold, varnarmálaráð- herra Noregs, er norsk þátttaka í þessu verk- efni mikilvæg fyrir norska öryggishags- muni. „Við viljum eiga virkt samstarf við ESB. ESB á eftir að verða mikilvægur vettvangur varnarmálasamstarfs,“ sagði Devold eftir fund varnarmálaráðherr- anna í Joensuu í Finn- landi, þar sem áformin voru undirrituð á þriðjudag. Samkvæmt frétt AP-fréttastof- unnar af fundinum mun Ísland ákveða síðar með hvaða hætti það leggi verkefninu lið. En sam- kvæmt upplýsingum sem fengust í utanríkisráðuneytinu í gær kemur Ísland ekki nálægt þessu að neinu öðru leyti en því að sitja reglulega samráðsfundi varnarmálaráð- herra Norðurlandanna. Það er gert í nafni svonefndrar Nordcaps-bók- unar, sem Ísland varð aðili að árið 2003. Með aðild Svía, Norðmanna, Finna og Dana hófst þetta sam- starf árið 1997. Eistar hafa einnig tengst því síðan fulltrúar þeirra hófu að sækja fundi norrænu ráð- herranefndarinnar. Norræna herdeildin verður hluti af 14.000 manna hraðliði skipuðu vel þjálfuðum hermönn- um sem á að vera hægt að senda með mjög skömmum fyrirvara á vettvang á átakasvæði til að stilla til friðar eða til friðargæsluverk- efna. Þetta 14.000 manna hraðlið verður hluti 60.000 manna herliðs sem markmiðið er að Evrópusam- bandið geti, frá árinu 2007, ráð- stafað til ýmissa verkefna í nafni sameiginlegrar öryggis- og varn- armálastefnu þess. audunn@frettabladid.is RAGNHEIÐUR ÓLÖF BÖÐVARSDÓTTIR Hættulaust að senda flóttamenn aftur til Bretlands. Í SKAFTAFELLI Hvítasunnuhelgin er alla jafna vinsæl til ferðalaga og því var lögð áhersla á að koma út viðvörun vegna mögulegrar snjóflóðahættu á ákveðn- um gönguleiðum á Hvannadalshnjúk. Norrænni herdeild innan hra›li›s ESB komi› á fót Ísland tengist áformunum í gegnum öryggismálasamrá› Nor›urlandanna. A›ildin felst í a› sitja reglulega samrá›sfundi norrænna varnarmálará›herra. Svíar munu leggja til florra hermannanna. HERMENN ESB Frá athöfn í Sarajevo í Bosníu 2. desember sl., þar sem fulltrúar 7.000 manna friðargæsluliðs ESB, EUFOR, tóku við af gæsluliði NATO, SFOR. Nýja norræna herdeildin verður hluti af viðbragðsliði ESB. KRISTIN KROHN DEVOLD Varnarmálaráðherra Noregs. Starfsemi græðara: Vi›urkennt me› lögum ALÞINGI Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi græðara, í framhaldi af umræðu um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Margir hafa hingað til litið á óhefðbundnar lækningar sem kerlingabækur en nú hefur þessi geiri skýra lagalega stöðu. Að sögn Dagnýjar Elsu Einars- dóttur hómópata breyta lögin því helst að nú viti fólk hverjir í þessum geira séu lærðir og ekta og er það til þess að verja bæði neytendur og fagaðila. Samkvæmt skilgreiningu laganna er græðari sá sem starfar við heilsutengda þjónustu utan hins almenna heilbrigðiskerfis. - oá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.