Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 64
48 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR „Þetta er bara rosalega góð til- finning,“ segir Frosti Logason dagskrárstjóri X-sins 97.7 að- spurður um tilfinninguna að vera kominn aftur í loftið. X-ið hefur verið endurvakið eftir þriggja mánaða fjarveru. „Ég sagði þegar ég hætti að ég ætlaði að taka mér allavega árs frí og jafnvel rúm- lega það. Mér finnst því hæfilegt að koma aftur núna og ég er vel undir það búinn.“ Að sögn Frosta mun X-ið ekki taka neinum stórkostlegum breyt- ingum og verður áfram rokkút- varp með áherslu á nýlega rokktónlist. „Við erum alltaf á tánum þegar kemur að því að koma auga á nýtt efni og við stíl- um aðallega inn á rokkheiminn og það sem unga fólkið hlustar á.“ Auk Frosta er Þorkell Máni Pét- ursson, sem sást síðast í sjón- varpsþættinum Ying Yang, starf- andi á útvarpsstöðinni nýju og ef- laust bætast fleiri í hópinn fljót- lega. Dagskrá stöðvarinnar er ekki alveg komin á hreint en að sögn Frosta verður áherslan lögð á nýja og ferska þætti. Einhverjir munu kannski sakna Tvíhöfðans á morgnana og segir Frosti útilokað að þeir félagar mæti aftur í loftið. „Þeir eru ekkert á leiðinni í út- varpið aftur og eru núna að vinna sjónvarpsþátt og eru á fullu í því. Málið er að við viljum frekar reyna að byggja eitthvað nýtt og spennandi upp en að halda okkur við gamla þætti. Nú þegar er það komið á hreint að Máni mun verða með morgunþátt frá níu til tólf og ég verð með þátt frá eitt. Svo verður eitthvað rosalega sniðugt í hádeginu sem kemur í ljós seinna. Öll dagskráin verður tilkynnt í loftinu á föstudeginum þrett- ánda.“ Frosti og Máni eru báðir rót- grónir starfsmenn útvarpsstöðv- arinnar og hafa starfað á X-inu frá árunum 1997 og 1998. Þótt stöðinni hafi nýlega verið kippt úr loftinu fara þeir ótrauðir af stað á ný og eru hvergi bangnir. „Við erum ekkert smeykir um að stöð- inni verði lokað aftur. Við teljum okkur vita hvernig er hægt að reka þetta þannig að það gangi. En við vitum sosum að það er ekkert endanlegt í þessum fjölmiðla- og útvarpsgeira og við gætum alltaf lent í einhverjum tilfæringum. En það verður bara að koma í ljós.“ Aðdáendur X-sins eru fjöl- margir og dyggir og segir Frosti þá hafa fengið mikil viðbrögð frá útvarpshlustendum sem fagna endurkomu stöðvarinnar. „Það er mikið búið að hringja og hrósa okkur sem er alveg frábært. Ég vil líka endilega að fólk sé sem duglegast við að koma með hug- myndir að þáttum og bara hverju sem er. Einnig er mikilvægt að ís- lenskar hljómsveitir séu duglegar við að senda okkur upptökur ef þær vilja fá tónlistina sína spilaða á stöðinni. Við erum rétt að dusta rykið af græjunum núna og það er mikilvægt fyrir okkur að komast aftur í samband við íslensku tón- listarmennina. Stöðin hefur alltaf lagt mikið upp úr því að kynna nýja íslenska rokktónlist og við munum að sjálfsögðu halda því áfram.“ ■ Þungarokksveitin Megadeth heldur tón- leika í Kaplakrika hinn 27. júní næstkomandi. Forsprakki sveitarinnar er fyrrum meðlimur Ís- landsvinasveitarinnar Metallica. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir tæpum tveimur vikum mun bandaríska þungarokksveitin Megadeth halda tónleika hér á landi hinn 27. júní. Um tíma virtist sem sveitin hefði hætt við komu sína hingað þar sem tilkynningin um tónleik- ana var dottin út af heimasíðu hennar en nú er ljóst að tónleik- arnir verða í Kaplakrika. Miða- sala hefst 22. maí og er miðaverð 4.500 krónur. Tónleikarnir eru hluti af Blackmail the Universe, tónleika- ferð sveitarinnar sem hófst í Bandaríkjunum í október í fyrra. Evróputúr Megadeth hefst 3. júní og verða tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í þeirri reisu. Sveitin er að fylgja eftir sinni tíundu hljóðversplötu, The System Has Failed, sem kom út á síðasta ári og hefur fengið góðar viðtökur. Áður en platan kom út hafði Megadeth verið í pásu, meðal annars vegna handarmeiðsla forsprakkans Dave Mustaine. Megadeth var stofnuð árið 1983 af Mustaine, David Ellefson, Kerry King og Lee Rausch. Must- aine hafði ári áður verið rekinn sem gítarleikari Metallica, sem hélt einmitt eftirminnilega tón- leika í Egilshöll síðasta sumar. Í hans stað var ráðinn Kirk Hammett, sem er enn í sveitinni. Þrátt fyrir að vera ekki lengur í Metallica átti Mustaine þátt í að semja fjögur lög á fyrstu plötu sveitarinnar, Kill 'em All, en var rekinn rétt áður en upptökur á henni hófust. Auk þess var hann meðhöfundur tveggja laga á næstu plötu sveitarinnar, Ride the Lightning, þar á meðal titillags- ins. Liðsskipan Megadeth hefur breyst mikið í gegnum tíðina og núna er Mustaine eini uppruna- legi meðlimurinn sem eftir er. Þeir sem nú starfa með honum eru Glen Drover, James MacDonough og Shawn Drover. Plöturnar Rust in Peace og Count- down to Extincition eru af mörg- um taldar bestu plötur Megadeth og hafa þær jafnframt verið nefndar meðal bestu þungarokks- platna sögunnar. ■ NR. 18 - 2005 • Verð kr. 599 11.-17.maí Besta dagsk ráin! Unnur Birna, Ungfrú Reykjavík: ÞOKKAFULL Í BLÁA LÓNINU! Sjáið myndirnar! Barna- spreng ja! Jónsi, Hreimur og Magni eiga allir von á bö rnum: ALSÆL MEÐ FYRSTA BARN! Þórunn Clausen: FRJÓSAMIR POPPARAR! Frú Sigríður vill dekra við Jóa Fel: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 BÝÐUR HONUM Í FREYÐIBAÐ! BÆÐI KOMIN Á FAST! Djúpulaugar-parið Helgi og Gunnhildur: GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! Evróputúrnum l‡kur hér á landi HLJÓÐVERSPLÖTUR MEGADETH: Killing Is My Business... -1985 Peace Sells...But Whoís Buying? -1986 So Far, So Good...So What! - 1988 Rust in Peace - 1990 Countdown to Extinction - 1992 Youthanasia - 1994 Cryptic Writings - 1997 Risk - 1999 The World Needs a Hero - 2001 The System Has Failed - 2004 MEGADETH Þungarokksveitin Megadeth heldur tónleika í Kaplakrika 27. júní. Rokkið er ekki dautt Útvarpsstöðin X-ið 97,7 hefur verið endurvakin. Margir syrgðu dauða rokkstöðvarinnar en nú er komið í ljós að ekki var um dauða að ræða heldur einungis þriggja mánaða blund. Borghildur Gunn- arsdóttir spjallaði við rokkarann og dagskrárstjór- ann Frosta Logason sem er síður en svo svefn- drukkinn eftir lúrinn. STARFSMENN X-SINS Frosti Logason og Þorkell Máni munu leiða dagskrá X- sins til að byrja með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.