Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 35
7FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 Töskurnar eru ekki ólíkar Spy Bag-töskunum, eða njósna- töskunum frá Fendi sem eru líka að gera allt vitlaust. Stórar töskur eins og Dior Detective voru aðalmálið þegar vor- og sumartískan var kynnt á síðasta ári. Fyrirmynd spæjaratöskunnar frá Dior er engin önnur en Jessica Fletcher í þáttunum Murder She Wrote sem leikin var af Angelu Lansbury. Spæjarataskan er til í nokkrum litum eins og hvítu, svörtu og blóðrauðu og verður til í verslunum í hinum stóra heimi í júlí. Stjörnur eins og Pen- elope Cruz, Julianne Moore, Elizabeth Hurley og Uma Thurman hafa sést með tösk- urnar en verðið á þeim er allt frá 845 pundum, eða rúmlega hund- rað þúsund krónum, og upp í 1.600 pund, eða tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Stjörnurnar eru spæjarar Nýjasta konfektið á hand- leggjum stærstu stjarna heims er Dior De- tective-töskur eða spæjaratöskur frá Christian Dior. Fatahönnuðir nota eitt og annað til að gefa fötum líflegt yfirbragð, skreyta þau og gera sérstakari. Til dæmis má nefna fjaðrir, málma og steina – mis- verðmæta. Með árunum hefur þeim fækkað hér í Frakklandi sem sérhanna og vinna til dæmis fjaðrir fyrir hin ýmsu tískuhús. Nú eru sárafáir sem kunna að nota fjaðrir sem auðvitað eru ekta þegar þær eru notaðar í há- tískunni (La Haute Couture), svo sem strútsfjaðrir. Daniel Swarovski byrj- aði að vinna steina í Austurríki árið 1985 sem hér eru kallaðir hálfverð- mætir, það er að segja ekki eðalsteinar heldur úr kristal, eftir uppskrift sem fyrirtækið fann upp og samanstendur af sextíu vinnsluþrepum. Áður höfðu lúxusskartgripir eingöngu verið gerðir úr eðalsteinum. Þetta fjölskyldufyrir- tæki, þar sem fimmta kynslóðin er nú við stjórn, er einstakt á sínu sviði. Varla er tískuhús sem ekki notar steina í föt eða fylgihluti, skartgripi eða skó og þá í anda Swarovski. Um 1900 voru kjólar Viktoríu Bretadrottingar með ísaumuðum steinum frá Swarovski. Chanel tískuhúsið notar Swarovski í sérstakan lýsandi þráð um 1920 og þegar Marilyn Monroe syngur „Diamonds are a girl’s best friend“ í „Gentlemen Prefer Blondes“ er hún alsett Swarovski-steinum en ekki demöntum! Og hvort sem við tölum um kjóla Ritu Hayworth, Marlene Dietrich eða sviðsbúninga Madonnu eða Britney Spears nú á dögum – þá er Swarovski hluti af sögunni. Á sjötta áratugnum eru það norðurljós fyrir Christian Dior, steinar sem skipta um lit eftir því hvernig ljósið skín á þá. Sumarið 2004 er það Tom Ford fyrir Yves Saint Laurent sem hannar skó úr satíni þakta litlum Swarovski-steinum og í stíl kvöldtaska sömuleiðis gerð úr steinum, mjög glamúr. Þetta rúmlega hundrað ára fyrirtæki sem hefur um 14 þúsund starfsmenn vinnur ekki að- eins fyrir önnur tískuhús heldur hefur frá 1989 framleitt sína eigin tískulínu í skartgripum, fylgihlutum og úrum. Sú nýjasta er tískulína sem heitir „Out of Africa“, með töskum og skartgripum sem eru á verði sem hentar öllum. Ný- verið var opnuð ný búð í verslunarmiðstöðinni undir glerpýramídanum við Louvre-safnið í París sem hægt er að heimsækja eftir að hafa horft á Mónu Lísu. Annars eru tvær aðrar, rue Bonaparte í sjötta hverfi og önnur rue Royale milli Concorde-torgsins og Madeleine-kirkjunnar. Það er því langt í frá að gerður sé greinarmunur á gervi eða ekta í steinum, kristallar frá Swarovski eru einfaldlega önnur tegund af steinum. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Swarovski-gull og kristalsgersemar Töskurnar eru til í ýmsum litum og gerðum. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Kínaskór! EITT PAR KR. 1290- TVÖ PÖR KR. 2000- Litir: rauðir, bleikir, túrkis, orange, grænir, svartir og hvítir. Einnig mikið úrval af skóm með kínamunstri Ný sending af blóma- skóm kr. 990- Barna- og dömustærðir Tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.