Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 62
> Plata vikunnar ... HILDUR VALA: Hildur Vala „Það á greinilega vel við Hildi Völu að syngja róleg lög þar sem gullfalleg rödd hennar nýtur sín svo vel. Þó að lögin á plötunni séu ekki öll jafngóð hífir Hildur Vala þau flest upp til skýjanna með söng sínum.“ FB 46 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Strákarnir í hljómsveit- inni Lokbrá eru skraut- legir félagar sem lýsa grúppunni sinni sem einu stóru hjónabandi. Með- göngutími fyrsta af- kvæmis þeirra er nú orð- inn alllangur og loksins er komið að fæðingunni. Borghildur Gunnarsdótt- ir spjallaði við Baldvin Albertsson hljómborðs- leikara. „Platan heitir Army of Soundwa- ves og er nafnið eins konar vís- bending að einhverju stóru sem er á leiðinni og kemur bara í ljós seinna,“ segir Baldvin Alberts- son dularfullur. „Tónlistin okkar er einhvers konar málamiðlun á milli eldri tónlistar og yngri. Það hefur oft verið sagt við okkur að við séum mikið að berjast á milli kynslóða í tónlistinni eins og einhvers kon- ar vitstola tímavél. Það mætti segja að tónlistin sé svona gamal- dags nútíma tölvuleikja hipparokk. Upptökustjórinn, Birgir Örn Steinarsson, vildi ná frekar hráu sándi á plötunni en samt eins konar framtíðarfílingi og ég held að það komist nokkuð vel til skila og við gætum ekki verið hamingjusamari með frum- burðinn.“ Fyrsta barnið fætt Hljómsveitin hefur í þrjú ár verið í samskonar mynd og hún er núna. „Við erum í rauninni búnir með stúdentinn núna þegar platan er komin út og höfum ver- ið að dimmitera í þrjú ár. Við erum allir orðnir rosalega góðir vinir og erum í rauninni eins og eitt stórt hjónaband og fyrsta barnið fæðist í dag,“ segir hann og á að sjálfsögðu við nýju plöt- una sem gefin er út af útgáfufyr- irtækinu MSK. „Þetta eru Þorkell Máni Pét- ursson og fleiri sem eru þarna með ekta lítið útgáfufyrirtæki sem er reiðubúið að taka áhættur. Platan mun fást í öllum betri hljómplötubúðum og kannski Hagkaup. Svo koma bráðum Lok- brár-dúkkur, við erum í samn- ingaviðræðum við japanska framleiðendur,“ segir Baldvin en því miður er lítil alvara í rödd- inni. Lýðræðið ríkir Strákarnir semja lögin í sam- einingu en það er Trausti Laufdal Aðalsteinsson, söngvari sveitar- innar, sem semur textana en auk þeirra Baldvins eru þeir Óskar Arngrímsson trommari og Oddur Ingi Þórsson bassaleikari í hljómsveitinni. “Það er mikið lýðræði sem ræður ríkjum hjá okkur og við gerum þetta allt í sameiningu. Lögin fæðast flest á æfingum í litla gluggalausa og loftlausa herberginu okkar uppi á höfða. Ef það koma fleiri en átta þangað inn þá verður alvarlega loftlaust og vanalega fer allavega einn aðili upp á sjúkrahús vegna súrefnisskorts. En þetta er það sem við viljum gera svo við lát- um okkur hafa það.“ Aðspurður hvort hann eigi eitthvert uppáhaldslag á plötunni segir hann: „Þetta er svolítið þannig að sum hjón eiga þrjú börn og halda upp á eitt en vilja ekki gefa það upp hvaða barn er í uppáhaldi. Það er líka þannig með okkur, við erum voðalega hjátrúarfullir og viljum ekki tala um svona lagað.“ Strákarnir fóru í myndatöku úti í hinni íslensku náttúru og prýðir afraksturinn af þeirri myndatöku plötuumslagið nýja. „Við fórum þarna með honum Sigurjóni Árna ljósmyndara og vorum pínu þunnir og kjánalegir að labba í blautum sandi og við- bjóði og urðum eiginlega allir kvefaðir eftir á. Þetta er nú ekki beinlínis landkynning en það sést þarna falleg íslensk náttúra á plötuumslaginu og útkoman er bara nokkuð töff.“ Stop the Music Fyrsta lag plötunnar er nú þegar farið í spilun og er það lag- ið Stop the music. „Lagið fór í spilun fyrir rúmlega mánuði og við reynum að troða fleiri lögum í spilun á næstunni. Myndbandið við lagið er líka farið að sjást á Popptíví. Þetta er okkar fyrsta myndband og fyrir það dressuð- um við okkur bara upp eins og fífl og mættum upp í Norðurljós með glimmervél og fullt af ljós- um og mæmuðum eins og vitleys- ingar. Við erum ánægðir með út- komuna og við erum líka orðnir rosalega góðir í að mæma.“ Aðspurður hver tilfinningin sé nú þegar platan er komin út seg- ir Baldvin: „Þetta er rosalega skrýtið því þetta eru búin að vera okkar lög í svo langan tíma en núna verður platan svona al- menningseign. En það er allt í lagi, við erum alltaf að vinna í nýrri músík hvort sem er.“ ■ Eins og vitstola tímavél HLJÓMSVEITIN LOKBRÁ Þeir félagar senda nú frá sér sína fyrstu breiðskífu sem nefnist Army of Soundwaves. Þeir félagar eru eitt stórt hjónaband sem að þeirra eigin sögn hefur nú fætt sitt fyrsta barn og nú tekur við heljarinnar uppeldi. Fyrsta lag plötunnar er nú þegar komið í spilun á öllum betri útvarpsstöðum og er það lagið Stop the Music. tonlist@frettabladid.is Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Hildur Vala: Hildur Vala, Weezer: Make Believe, Vax: EP, Svona er Eurovision: 44 vinsæl Euruvision lög, Eurovison Song Contest: Kiev 2005 og Pan: Virgins. > W ee ze r > H ildur Vala The Spell kemur út 30. maí > Popptextinn ... „Look at all those movie stars They’re all so beautiful and clean When the housemaids scrub the floors They get the spaces in between“ Rivers Cuomo, söngvari Weezer, öfundast út í hinar vel snyrtu Hollywood- stjörnur í laginu Beverly Hills af nýju plötunni Make Believe. BYRJAR AFTUR AF KRAFTI FÖSTUDAGINN ÞRETTÁNDA MAÍ Hljómsveitin Leaves sendir frá sér smá- skífuna The Spell 30. maí. Lagið er tekið af annarri plötu sveitarinnar, The Angela Test, sem kemur í búðir 15. ágúst. Á smáskífunni verður einnig að finna nýtt lag sem nefnist Do I Sink? og Till I Die sem er eftir gömlu popparana í Beach Boys. Tónleikaferð Leaves um Bretland hófst síðastliðinn laugardag í Bristol þar sem þeir hituðu upp fyrir Thirteen Senses. Tón- leikaferðin stendur yfir til 31. maí en frá hvíta- sunnudeginum 15. maí mun Leaves hita upp fyrir hina heimsfrægu hljómsveit Supergrass. Leaves opnaði fyrir skömmu nýja heimasíðu sem er afar vel úr garði gerð og sýnir svo ekki verður um villst að vel hefur verið hugsað um strákana eftir að þeir gerðu fimm plötu samning við Is- land/Universal í Bretlandi. Upptökustjóri Leaves á nýju plötunni var Marius Devries sem hefur áður unnið að plötunum Post og Debut með Björk og Protection með Massive Attack, auk þess sem hann var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir vinnu sína við plötuna Ray of Light með Madonnu. LEAVES Hljómsveitin Leaves er um þessar mundir í tónleika- ferð um Bretland. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.