Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 27
Landsbyggðin og höfuðborgin Jóhanna B. Jónsdóttir skrifar Enn á ný er okkur Íslendingum att saman í fáránleika skoðanakönnunar um Héðinsfjarðargöng. Höfuðborgar- búar vilja sitt, hér býr jú helmingur landsmanna og óþarfi að vera að „puðra“ peningum í landsbyggðar- menn. Þvílík skömm! Eflaust hefði verið rétt að leggja Siglu- fjörð bara niður þegar síldin hvarf og búið var að mergsjúga allt sem hægt var þar og flytja suður. Á sínum tíma fengu líka nokkrir sérvaldir „gæða“- menn fiskinn okkar gefins og allt í einu var enga vinnu að hafa á mörgum stöðum á landinu. Varla hafa þeir legið andvaka „kvótakóngarnir“ þess vegna. Hefði ekki verið réttast að leggja þessa staði bara niður? En nú fer eflaust að fara um höfuð- borgarbúa, því nú á tölvu- og tækniöld er hægt að flytja flest fyrirtæki og þjón- ustu ríkisins út á landsbyggðina og rétt að gera það, því með bættum sam- göngum ættu höfuðborgarbúar að geta skroppið „út á land“ eftir þjónust- unni, eins og landsbyggðamönnum hefur verið gert „auðvelt“ hingað til að skreppa „suður“ eftir allri þjónustu. Rangfærslur húsfriðunarsinna Frank Ú. Michelsen, úrsmíðameistari og stjórnarmaður í Þróunarfélagi miðborg- arinnar skrifar Ég vil mótmæla óvönduðum vinnu- brögðum þeirra sem standa fyrir svörtu borðunum á húsum við Laugaveg. Mikl- ar rangfærslur einkenna mjög málflutn- ing þeirra sem eru á móti uppbyggingu Laugavegar allt frá upphafi og þrátt fyrir leiðréttingar hirða þeir lítt um sannleik- ann í málinu. EKKI hefur verið gefin heimild til að rífa 25 hús við Laugaveg- inn í nýju deiliskipulagi. Hægt er að sækja um að fjarlægja megi allt að 25 hús ef hægt er að sýna fram á að ný hús falli vel að umhverfi sínu. Það er ljóst að sum þessa húsa verða ekki fjarlægð, m.a. „Brynju“húsið að Laugavegi 29 þar sem eigandi þess húss hefur lýst því yfir að það verði ekki fjarlægt. Einnig er hús- ið að Laugavegi 17 alltaf talið með þrátt fyrir að margbúið sé að leiðrétta „mis- skilning“ þeirra sem á móti eru uppbygg- ingu Laugavegar. Þegar þetta er skrifað blakta svartir borð- ar á Laugavegi. Í mínum augum blakta þeir til „skammar“ þeim sem víla ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum í blekkingum sínum til að ná sínu fram. Sameiginleg viljayfirlýsing rektors Viðskiptaháskólans á Bifröst og forsætisráðherra um stofnun nýrrar prófessorsstöðu í samvinnufræðum við skólann og sameiginlega fjármögnun henn- ar hafa enn á ný vakið umræður um sambúð ríkisvalds og fræði- manna. Ekki eru nema nokkrir mánuðir síðan slík mál voru síð- ast í brennidepli í kringum út- gáfu bókar um ráðherra Íslands og önnur hátíðahöld vegna 100 ára heimastjórnar Íslendinga sem voru á forræði þáverandi forsætisráðherra. Önnur dæmi hafa verið nefnd um tilhneig- ingu ráðamanna til að stýra þeirri stefnu sem rannsóknar- starf í landinu tekur hverju sinni og á sviði hug- og félagsvísinda er nærtækt að nefna Kristnihá- tíðarsjóð og landafundaafmæli. Ég hef sjálfur, eins og að ég held margir aðrir, reynt það á eigin skinni hvernig er að elta slíka strauma og beygja rann- sóknarefni undir þær línur sem lagðar eru. Áhyggjuefnið er e.t.v. ekki fyrst það að reynt sé að hafa áhrif á niðurstöður einstakra rannsókna heldur fremur hvern- ig því takmarkaða fjármagni sem varið er til rannsókna sé beitt til að ýta undir rannsóknir sem eru stjórnvöldum á hverjum tíma þóknanleg. Þá hætta rannsóknir að vera á forræði fræðasamfé- lagsins sjálfs og færast inn á borð þeirra sem eiga einungis að leggja almennar línur og skapa umgjörð fyrir öflugt vísinda- starf. Ekki er nema eðlilegt að skóli sem stendur á gömlum grunni eins og Viðskiptaháskólinn á Bif- röst vilji halda minningu frum- kvöðuls og stjórnanda til ára- tuga á lofti og leiti til ríkisvalds- ins með styrk til þess. Munurinn á því að minnast stofnanda skól- ans með opnun nýs tölvuvers eða bókasafns og því að stofna og kenna við hann prófessors- stöðu kemur hins vegar skýrt fram í þeim drögum að starfs- lýsingu sem lesa má í viljayfir- lýsingu rektors og ráðherra: „Markmiðið með því að setja á fót ofangreinda prófessors- stöðu verði að efla rannsóknir og vitneskju um sögulegar rætur samvinnuhugsjónarinnar, um sögu og feril samvinnustarfs á Íslandi og þann skerf sem sam- vinnan hefur verið í framförum og þjóðlífi, en ekki síður um það hvernig samvinnufélagsformið hefur verið að ryðja sér til rúms á ný í auknum mæli í ýmsum löndum. Þá verði rannsakað sér- staklega hvernig samvinnufé- lagsformið geti nýst í íslensku atvinnulífi á 21. öld. Enn fremur verði rannsakaður skerfur Jónasar Jónssonar frá Hriflu til stjórnmálaþróunar, samskipti við aðrar þjóðir, framfara, menningar og þjóðlífs.“ Það sem er merkilegt hér er að hér er verið að stofna prófessors- stöðu um hugmyndafræði, pólitík jafnvel, sem er arfleifð jafnt Við- skiptaháskólans og þess stjórn- málaflokks sem núverandi foræt- isráðherra tilheyrir. Mig grunar að hér sé nánast um einsdæmi að ræða í opinberum stuðningi af þessu tagi við æðri menntastofn- anir hér á landi, að beinlínis sé ætlunin að stofna prófessorsstöðu í hugmyndafræðilegri arfleifð stjórnmálaflokks, eins og Guð- mundur Jónsson prófessor orðaði það svo ágætlega í bréfi á Gammabrekku póstlista sagn- fræðingafélagsins. Ef við gerum ráð fyrir að Við- skiptaháskólinn á Bifröst hafi haft frumkvæði að þessu samkomulagi vakna ýmsar spurningar: Hvers vegna sækist skólinn eftir sér- stakri fjármögnun til að stofna þessa stöðu? Hefði hún verið stofnuð án stuðnings forsætis- ráðuneytisins eða hefði annað fræðasvið haft forgang? Er hún stofnuð vegna þess að þarna var sóknarfæri, fjárhagslegt fremur en fræðilegt, og ræður fjármögn- unin þannig hvers konar staða er stofnuð. Geta skólar, ríkis- eða einkareknir, rannsóknarstofnanir og einstaklingar aukið möguleika sína á fjármögnun með því að höfða beint til hagsmuna þeirra sem ráða fjárveitingum opinberra fjármuna og hvaða áhrif hefur slíkt á vísindastarf í landinu? Í öllu falli finnst mér áhyggju- efni hvernig hugmyndin á bakvið þessa stöðu er kynnt í viljayfirlýs- ingu rektors og ráðherra sem ber óneitanlega brag einhvers konar fagnaðarerindis framsóknar. Þessi grein birtist áður á vefrit- inu kviksaga.is. Fagna›arerindi Framsóknarflokksins 27FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU DAVÍÐ ÓLAFSSON SAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN NÝ PRÓFESSORS- STAÐA VIÐ BIFRÖST Hjá símaveri Reykjavíkurborgar fær› flú allar uppl‡singar um fljónustu og starfsemi borgarinnar og samband vi› flá starfsmenn sem flú flarft a› ná í. 4 11 11 11F fiJÓNUSTA FYRIR fiIG! fiorgeir verkfræ›ingur Gu›rún sjúkrali›i Dagbjartur umsjónarma›ur umfer›arljósa Halldóra hjá Vinnuskóla Reykjavíkur Lifi byltingin Á námsárum mínum í Bretlandi var t.d. móðins meðal stúdenta að vera róttæk- ir. Lýsti það sér m.a. í því að stúdenta- hreyfingar hétu ekki geldum nöfnum eins og Vaka eða Röskva (svo ekki sé minnst á Háskólalistann) heldur Róttæki byltingarsinnaði kommúnistaflokkurinn, Ennþá róttækari og ennþá byltingarsinn- aðri kommúnistaflokkurinn eða jafnvel Alþjóðlegi róttæki og byltingarsinnaði kommúnistaflokkurinn. Sumir náðu þó aldrei svo langt að verða aðili að slíkri hreyfingu heldur töldu sig hafa sýnt rót- tækni í verki með því að fara sjaldan í bað. Afar sjaldan. Sverrir Jakobsson – murinn.is Þeir missa þá varla niður um sig Það virðist því sem það sé verið að bjóða bæði upp á belti og axlabönd fyrir lög- regluna í þessum málum. Lögregla hefur nægan tíma að fá upplýsingar um IP töl- ur frá dómara, án þess að eiga á hættu að verða af einhverjum upplýsingum, þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að upplýsingar verði skráðar í hálft ár. Það hefur ekki verið hægt að benda á eitt einasta dæmi þar sem þarf að hafa hraðari hendur í þessum málum en öðr- um málum þar sem þarf að fá dómsúr- skurð t.d. til hlerunar eða húsleitar. Hérna er þó allt skráð og auðvelt að skoða á eftir! Tómas Hafliðason – frelsi.is fia› sem er merkilegt hér er a› hér er veri› a› stofna prófessorsstö›u um hugmynda- fræ›i, pólitík jafnvel, sem er arfleif› jafnt Vi›skiptaháskól- ans og fless stjórnmálaflokks sem núverandi forætisrá›- herra tilheyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.