Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8
1Í hvaða landi var George W. Bushfagnað sem boðbera frelsis og lýðræðis á þriðjudag? 2Hvað eiga Íslendingar mörg hross? 3Hvað eru margir ellilífeyrisþegar semfá engar greiðslur úr lífeyrissjóði? Svörin eru á bls. 54 VEISTU SVARIÐ? 8 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR ÞJÓÐLENDUR Þingfest var í Héraðs- dómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi. Óskar Sigurðsson héraðsdóms- lögmaður, sem fer með málið, segir að beðið hafi verið eftir niðurstöðu í öðrum óbyggða- nefndarmálum í Hæstarétti. „Ef mál varðandi Biskupstungna- afrétt hefðu unnist hefði ríkið verið tilbúið að ganga til samn- inga, en þau töpuðust og því er lát- ið á þetta reyna,“ sagði hann og bætti við að um 1870 hefði hrepp- urinn látið af hendi eignarjörðina Kaldárhöfða, en fengið í staðinn landsvæðið umdeilda. „Sveitar- félagið er mjög ósátt við að hafa afhent eignarland og fengið svo eitthvað í staðinn sem nú er skil- greint sem þjóðlenda.“ Þá voru einnig þingfest á Suðurlandi í gær mál Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamanna- hrepps, Prestssetrasjóðs og Afréttarfélags Flóa og Skeiða- hrepps á hendur ríkinu vegna ann- arra mála tengdra óbyggðanefnd, svo sem álitaefnum um námurétt- indi, málskostnað og fleira slíkt. - óká Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Loftlei›um. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga í maí- júní; gistingu fylgir morgunver›ur, a›gangur a› sundlaug og rei›hjól í 3 klst. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. E N N E M M / S ÍA / N M 16 14 9 Á HÓTEL LOFTLEI‹UM Í MAÍ DRAUMADAGAR • Sundlaug og sána • Í grennd vi› útivistarparadís • Fyrsta flokks bar og veitingastofa • Frí akstursfljónusta til og frá mi›bæ • Vildarpunktar www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi, morgun- ver›ur, vínglas á barnum, a›gangur a› sundlaug og rei›hjól í 3 klst. á mann alla virka daga 5.500 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. SKJALDBREIÐUR Á VETRARDEGI Óskar Sigurðsson segist hæfilega bjartsýnn fyrir hönd Grímsness- og Grafningshrepps um niðurstöðuna í máli á hendur ríkinu því að í öðrum málum hafi dómstólar reynst hallir undir fyrri úrskurði óbyggðanefndar. BJÖRN Í VEGINUM Vegfarendur um veg nokkurn í Härjedalen í Svíþjóð vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar skógar- björn gekk í veg fyrir bíla þeirra og gerði sig líklegan til að ráðast til atlögu við þá. Birnir eru ekki vanir að ráðast á bíla en skýringin á þessu var sú að þetta var birna að verja húna sína sem voru að þvælast um í nágrenni vegarins. ATVINNULEYSI EYKST Atvinnu- leysi hefur aukist lítillega í Sví- þjóð að undanförnu og eru fimm af hundraði vinnufærra manna nú án atvinnu. Ef taldir eru með þeir sem eru atvinnulausir en þiggja laun frá ríkinu vegna ým- iss konar starfsþjálfunar er at- vinnuleysi í Svíþjóð nærri átta af hundraði. SVÍÞJÓÐ ÞRÆLDÓMUR Rúmar tólf milljónir manna um allan heim búa við þrælkun af einhverju tagi. Hagn- aður þeirra sem versla með þræla er talinn nema tæpum tvö þúsund milljörðum króna á ári. Stærstur hluti þrælanna er enn á barns- aldri. Alþjóðavinnumálastofnunin ILO kynnti í gær skýrslu sína um vinnuþrælkun og aðgerðir gegn henni en þetta er í annað skipti á þessari öld sem ILO gefur út slíka skýrslu. Þar kemur fram að 12,3 milljónir manna hafi verið hnepptar í þrældóm um allan heim. Verst er ástandið í Asíu þar sem 9,5 milljónir manna búa við þrælkun. Í Suður- og Mið-Amer- íku eru 1,3 milljónir þrælar, 660.000 í Afríku sunnan Sahara, 260.000 í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og 210.000 í gömlu austurblokkinni. 360.000 manns eru ánauðug á Vesturlöndum. Fimmtungur allra þræla gengur kaupum og sölum og er fluttur á milli staða. Í skýrslunni segir að þeir sem stundi slík við- skipti hafi sem nemur tvö þúsund milljörðum króna upp úr krafsinu, um 800.000 krónur á hvern þræl. Ekki er merkjanlegur kynja- munur í þeim störfum sem þræl- arnir verða að inna af hendi. Þetta á sérstaklega við greinar á borð við landbúnað, byggingarframkvæmd- ir, múrsteinagerð og verksmiðju- störf. Hins vegar eru nær ein- göngu konur og stúlkur þvingaðar í kynlífsánauð. Talið er að 40-50 pró- sent þeirra sem búa við þrælkun séu börn undir átján ára aldri. „Þrælkun sýnir verstu hliðar hnattvæðingarinnar enda er þeim sem eru hnepptir í þrældóm neit- að um lágmarksmannréttindi og reisn,“ segir Juan Somavia, fram- kvæmdastjóri ILO. „Til að mark- mið hnattvæðingar náist verður að uppræta þrælahald.“ Skýrsluhöfundar segja að hægt sé að uppræta þrælahald en að- eins ef ríkisstjórnir og alþjóða- stofnanir beiti markvissum að- gerðum, til dæmis með hertari löggjöf á þessu sviði. sveinng@frettabladid.is Í KLÆÐAVERKSMIÐJUNNI Þrælahald þekkist í öllum heimsálfum en verst er ástandið í Asíu og Suður-Ameríku. Tæpur helmingur þeirra sem hnepptir eru í þrældóm er börn. Tólf milljónir ánau›ugar N‡ sk‡rsla greinir frá flví a› hagna›ur af flrælasölu skipti flúsundum milljar›a króna. Verst er ástandi› í Asíu en flrælasala flekkist einnig í i›nríkjunum. M YN D /A P Þjóðlendur fyrir Héraðsdómi Suðurlands: Segjast eiga land vi› Skjaldbrei› BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, hitti þing- flokk Verkamannaflokksins bak við luktar dyr í gær, en nokkur órói hefur verið í flokknum eftir að ljóst varð hvaða menn Blair skipaði til liðs við nýja ríkisstjórn sína. Sumir eru óánægðir með að Blair skuli hafa gengið framhjá kjörnum fulltrúum flokksins er hann skipaði tvo utanflokksráð- gjafa sína í aðstoðarráðherrastöð- ur. Aðrir, sem kenna óvinsældum hans vegna Íraksstríðsins um það hve miklu fylgi flokkurinn tapaði í kosningunum nýafstöðnu, vilja að Blair hætti strax sem flokks- leiðtogi. Þeirri kröfu var klárlega hafnað af miklum meirihluta þingflokksins. Blair fullvissaði þingmennina um að hann myndi víkja fyrir næstu kosningar, en krafðist þess jafnframt að flokksmenn stæðu saman á þessu þriðja kjörtímabili hans við stjórnvölinn. Blair sagði að fjórði kosningasigurinn í röð væri innan seilingar, að því gefnu að flokkurinn héldi einingunni. ■ Tony Blair: Hvetur flokkinn til einingar BLAIR-HJÓNIN Tony og Cherie Blair í London í gær. Hann tjáði flokkssystkinum sínum að hann myndi víkja úr embætti á kjörtímabilinu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.