Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16
16 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Patreksfirðingar taka forskot á sæluna: Heimsfrums‡na Stjörnustrí› „Það eru allir voða uppveðraðir af þessu og eldri íbúar bæjarins eru farnir að spyrja hvar þeir geti pantað miða,“ segir Geir Gestsson, bíóstjóri kvikmyndahússins Skjaldborgar á Patreksfirði. Pat- reksfirðingar taka forskot á sæl- una í næstu viku þegar sjötta og síðasta Stjörnustríðsmyndin verð- ur heimsfrumsýnd þar 18. maí. Al- menningur annars staðar í heimin- um fær hins vegar ekki að berja myndina augum fyrr en degi síðar. „Við vildum gera eitthvað sem vekti eftirtekt,“ segir Geir, sem er félagi í Lionsklúbbi Patreks- fjarðar, sem hefur séð um alla vinnu við kvikmyndahúsið í sjálf- boðaliðastarfi í hálft þriðja ár en sveitarfélagið sér um reksturinn að öðru leyti. Bíóið er rekið á núlli, sem þykir viðunandi. „Þetta rúllar, við náum að halda þessu gangandi og það er tak- markið,“ segir Geir, sem telur bíóið nokkuð gott enda er verið að setja upp stafrænt kerfi þar þessa dagana. Bæjarbúar nota salinn einnig fyrir aðrar uppá- komur, til dæmis til að horfa saman á enska boltann. „Þetta er að verða okkar annað félags- heimili,“ segir Geir, sem sjálfur verður af því að horfa á myndina á miðvikudaginn þar sem hann þarf að vinna í afgreiðslunni. Það er svekkjandi enda Stjörnustríðs- myndirnar í miklu uppáhaldi hjá Geir. Hann segir hins vegar svakalegan áhuga fyrir myndinni og býst við meiri öldu fólks en á sjómannadaginn, þegar mann- fjöldi í bænum margfaldast. ■ Á árunum 1995 til 2003 sátu að meðaltali 92,4 Íslendingar í fangelsi á ári. Heimild: Hagstofan SVONA ERUM VIÐ „Nú er ég á fullu í sumarverkefni velferðarsjóðs íslenskra barna,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, glöð í bragði. Hún vinnur sem fram- kvæmdastjóri velferðarsjóðsins og unir því starfi vel. Einnig er hún formaður dómnefndar nýfram- kvæmda á Landspítalalóð og segir spennandi verkefni bíða hennar þar. Ingibjörg nýtur þess að fylgjast með pólitíkinni úr fjarlægð þó að hún viðurkenni að stundum sé erfitt að vera ekki með í henni. „Ég þefa af henni þegar þannig stendur á.“ Hún fagnar komu sumarblíðunnar og segir hana vera aðeins fyrri til á Akranesi en í höfuðborginni, þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. „Vorblíðan er nú alltaf örlítið á undan uppi á Skaga heldur en í borginni,“ segir Ingibjörg og hlær. Ingibjörg er mikil fjölskyldumann- eskja og segist njóta þess að eyða tíma með sex barnabörnum sínum og reynir að nýta hverja stund til þess. Ingibjörg er annars afslöppuð og ánægð með lífið. Hún eyðir nú kröftum sínum í að undirbúa sumargjafir sem velferðarsjóður- inn styrkir með 10 milljónum króna. „Þeir peningar nýtast vel og munu vafalaust gleðja íslensk börn mikið,“ segir Ingibjörg að lokum. Vinnur a› velfer› íslenskra barna HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁSTKÆRA YLHÝRA Drullu- sokkatau Eitt þeirra litríku níðyrða sem lifa góðu lífi í íslenskunni er drullusokk- ur. Það er notað um illa innrættan mann, skíthæl, og varð meira að segja fleygt í pólitískri orðræðu fyrr á árum. Drullusokkur er reyndar þarfaþing til að hreinsa stíflu í nið- urfalli, en hljómfall orðsins virðist henta betur til að munnhöggvast en mæra hreinsunarhæfileika. Drullu- háleistur er skyldur drullusokki en hefur hins vegar enga jákvæða eig- inleika. Þar sem tískan tekur sífelldum breytingum verður hugs- anlega hægt í framtíðinni að níða skóinn af náunganum með fleiri tegundum af óhreinu sokkataui, svo sem sokkabuxum eða sokka- böndum. magnus@frettabladid.is Fundarö› um eflingu íbúal‡›ræ›is Reykjavíkurborg efnir til fundara›ar um eflingu íbúal‡›ræ›is flar sem öllum sem áhuga hafa á íbúal‡›ræ›i er bo›in flátttaka. Fundirnir ver›a haldnir í I‹NÓ, 2. hæ› og hefjast kl. 8:30 og l‡kur kl. 10:00. A›gangseyrir er kr. 1200 og er morgunver›ur innifalinn í ver›inu. Fyrsti fundurinn ver›ur haldinn n.k. föstudag, 13. maí og er yfirskrift hans: Almennar atkvæðagreiðslur Dagskrá Framsöguerindi: Ratsjá, villuljós e›a ney›arhemill: Er til skynsamleg regla um almennar atkvæ›agrei›slur? Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræ›i vi› Háskóla Íslands Vi›brög› vi› erindi Gunnars Helga: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Ólafur Stephensen, a›sto›arritstjóri Morgunbla›sins Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Dagur B. Eggertsson kynnir starf og tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar um eflingu íbúal‡›ræ›is Almennar umræ›ur Fundarstjóri: Eiríkur Hjálmarsson, a›sto›arma›ur borgarstjóra A›rir fundir í fundarö›inni ver›a: fimmtudaginn 19. maí – íbúal‡›ræ›i í skólamálum föstudaginn 20. maí – hverfal‡›ræ›i flri›judaginn 24. maí – íbúal‡›ræ›i í skipulagsmálum Áhugasamir geta kynnt sér ‡mis gögn og komi› sko›unum sínum á framfæri á heimasí›u Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is – sjá „Hver á a› rá›a?” HVER Á A‹ RÁ‹A? Frumkvöðull á Ísafirði: Tætir mosa me› götusópi Mosatæting þarf ekki alltaf að vera erfiðisverk. Það sýndi Rún- ar Þór Brynjólfsson, eigandi Vélaleigunnar Hnokka á Ísa- firði, fram á þegar hann notaði götu- sóparann sinn til að tæta mosa í garði þar í bæ. „Eigandinn spurði hvort ég gæti þetta og ég ákvað bara að prófa,“ segir Rúnar, sem segir þetta ágæta tilbreytingu frá því að sópa gangstéttir bæj- arins. Hann veit ekki til þess að þetta hafi verið reynt áður.Hann segir menn þegar hafa sýnt þessu áhuga og vonar að fleiri óski eftir stórvirkri mosatæt- ingu í sumar. ■ LIONS-FÉLAGAR Í BÍÓREKSTRI Rúnar H. Bollason sýningarstjóri, Geir Gestsson bíó- stjóri og Halldór Þórðarson, formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar. FRÁ ÍSAFIRÐI Stjórnarandstaðan raðaði sér í efstu sætin í ræðu- mennsku, að mati fag- manna. Mælsku þing- manna fer þó hnignandi að mati formanns JCI, sem finnst ekki vanþörf á að senda þingheim á ræðunámskeið. „Innblásinn af ferli ríkisstjórn- arinnar gat ég ekki annað en haldið kröftuga ræðu um þau mál sem hún hefur vanrækt,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og nýbakaður ræðuskörungur Alþingis. Össur segist vera í miklu stuði þessa dagana. „Ég kom mjög afslappaður í umræðuna. Tók langan göngutúr út í Gróttu og þaulhugsaði það sem ég ætlaði að segja. En ég held að það sem hafi fyrst og fremst gert þessa ræðu góða var að hún var málefnaleg.“ Össur fékk forláta styttu í verðlaun af ræðumanni sem hann segir að minni töluvert á Tony Blair, „formann Samfylkingarinnar í Bretlandi“. Styttuna gaf hann Birtu dóttur sinni, sem var afar stolt af pabba sínum. Spútnikræða kvöldsins kom hins vegar frá Sigurjóni Þórðar- syni, þingmanni Frjálslynda flokksins, sem rak lestina í fyrra en skaust upp í annað sæti í ár. „Hann hafði allt með sér,“ segir Ingimundur K. Guðmunds- son, formaður JCI á Íslandi og annar ræðudómara. „Þetta var kröftug og beitt ræða og hann notaði kímni á skemmtilegan máta þegar hann skaut aðeins á Guðna Ágústsson, sem flutti ræðu á undan.“ Sigurjón fór á námskeið hjá JCI í janúar og Ingimundur er ekki í nokkrum vafa um að það hafi skilað árangri. Keppnin var hins vegar hnífjöfn. Aðeins níu stig af 250 skildu Össur og Sigurjón að. Skammt á eftir Sigurjóni kom Ögmundur Jónasson úr Vinstri grænum, en fast á hæla honum fylgdi Dagný Jónsdóttir, þing- maður Framsóknar. JCI hefur boðið öllum þing- mönnum upp að fertugu að sækja hjá sér ræðunámskeið og Ingimundur segir að ekki sé vanþörf á. „Fjórir efstu ræðu- mennirnir voru í sérflokki en umræðurnar í ár voru slakari en í fyrra. Það voru allt of margir sem fluttu ekki ræðuna, heldur lásu hana bara upp.“ Ræðuskör- ungur Alþingis verður valinn ár- lega héðan í frá og nafn hans greipt í gjörvulegan skjöld. bergsteinn@frettabladid.is STYTTAN Í HÖFN Ingimundur K. Guðmundsson afhendir Össuri styttuna, sem Össur segir að minni töluvert á Tony Blair. Össur innblásinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B ER N H AR Ð B ER N H AR Ð SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.