Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 28
Sumarparadís í uppgjöri Oft nýta markaðsaðilar tækifærið á uppgjörskynn- ingum til að spyrja ýmissa spurninga. Eftir að Frið- rik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, kynntu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs dundi spurningaflóðið á þeim félögum. Meðal annars var spurt um innleyst gengistap upp á hátt í fimm hundruð milljónir en það var sagt mjög dreift. Einnig var óinnleyst gengistap að upphæð um 1.600 milljónir en það má rekja að mestum hluta til eignarhlutarins í Carnegie og Skandia. Einnig var spurt um aukna skuldastöðu en skuldir fé- lagsins hafa aukist úr 28 milljörðum í 45 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Einnig kom fasteignafjárfesting á Spáni dálítið á óvart, nema að frístundaheimili fyr- ir forríka Íslendinga sé í far- vatninu. Alla vega hlýtur Björgólfur Thor að sjá tækifæri með kaupum á sumarhúsasvæði á Spáni. Samdráttur í Bretlandi Bresk smásala hefur verið að dragast saman að undanförnu. Hækkun fasteignaverðs hefur á undanförnum misserum drifið áfram kaup- kraft almennings í Bretlandi. Smásala dróst saman um fimm prósent í Bretlandi í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Meðal þeirra sem hafa birt uppgjör er Somerfield sem Baugur hyggst kaupa ásamt fjárfest- um. Uppgjör þess ber merki þessarar þró- unar og dróst salan saman. Matvæli verða síst fyrir minnkandi kaupgetu almennings, enda er hin ástæðan fyrir samdrættin- um sögð vera harðnandi sam- keppni og fara þar stórir keppinautar eins og Tesco fremstir í flokki. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.955 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 249 Velta: 2.658 milljónir -0,13% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... 28 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR Konur í atvinnulífinu bjóða í Símann. Þeir sem skila inn óbindandi til- boði í Símann á þriðjudaginn, þeg- ar tilboðsfrestur rennur út, eru ekki endilega þeir einu sem eiga þess kost að skila inn bindandi til- boði á seinna stigi útboðsferlisins, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðingarnefndar. Tveir að- ilar, sem óska eftir að kaupa meira en fimmtíu prósent hluta- fjár samanlagt, geta fengið þriðja aðilann til liðs við. Skiptir þá ekki máli þó að hann hafi ekki tekið þátt í fyrra stigi útboðsins. Jón segir ekki ljóst hvaða hóp- ar muni vinna saman að kaupum á Símanum. Það þurfi ekki heldur að vera ljóst eftir að fresturinn renni út á þriðjudaginn. Einka- væðingarnefnd yfirfari tilboðin og ákveði hverjir uppfylli skilyrði til að taka þátt í seinna stigi út- boðsins. Síðan þurfi þrír óskyldir aðilar að koma sér saman um sameiginlegt tilboð. Ekki sé enn ljóst hvenær þurfi að skila því. Það fari eftir því hversu vel gangi að fara yfir óbindandi tilboðin og þar ráði fjöldinn mestu. Engum, sem er trúverðugur tilboðsgjafi og tilbúinn að skrifa undir trúnaðarsamning, hefur verið neitað um útboðsgögn Sím- ans, segir Jón. Að minnsta kosti sjö hópar undirbúa tilboð í Símann. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa fjórar konur úr atvinnulífinu verið að undirbúa boð í Símann. Stefna þær á að kaupa allt að 45 prósenta hlut í samvinnu við er- lenda fagfjárfesta. Hefur Áslaug Magnúsdóttir, lögfræðingur og starfsmaður Baugs í Bretlandi, farið fyrir hópnum. Hún mun samt ekki taka sjálf þátt í tilboð- inu. Burðarás hefur líka verið að íhuga tilboð eins og margir aðrir. Friðrik Jóhannsson forstjóri segir félagið í góðri stöðu til að skuld- setja sig og kaupa hlut í Símanum. Hann vildi þó ekki staðfesta að það stæði til og sagði það koma í ljós á þriðjudaginn. – bg Peningaskápurinn… Actavis 40,30 – ... Atorka 5,95 -0,80% ... Bakkavör 33,70 +0,60% ... Burðarás 13,35 -1,10%... FL Group 14,35 - 0,40% ... Flaga 5,10 -1,00% ... Íslandsbanki 12,95 -0,40% ... KB banki 525 +0,60% ... Kögun 62,40 – ... Landsbankinn 15,80 -0,60% ... Marel 55,80 -0,20% ... Og fjarskipti 4,17 +0,50% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,40 -0,40% ... Össur 79,50 -0,60% Óbindandi tilboð ekki skilyrði fyrir þátttöku Bakkavör +0,60% KB banki +0,57% Og fjarskipti +0,48 Síminn -2,56% Nýherji -1,21% Burðarás -1,11% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Íslensk erfðagreining (ÍE) og samstarfsaðilar hafa birt niður- stöður prófana á hjartalyfinu DG031 í tímaritinu JAMA, sem bandarísku læknasamtökin gefa út. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að hjartalyfið DG031 dreg- ur úr þekktum áhættuþáttum hjá þeim sem hætt er við hjartaáföll- um.Niðurstaðan er ekki síður merkileg fyrir þær sakir að hjartalyfið er afrakstur mikilla rannsókna á erfðamenginu og gæti opnað leið að frekari fram- þróun við lyfjagerð fyrir þá sem haldnir eru einhvers konar erfða- göllum. Gengi hlutabréfa í deCode genetics, móðurfélagi ÍE, tók stórt stökk upp á við eftir að frétt- in birtist og hækkuðu bréfin um sjö prósent. Hluturinn fór yfir átta dali á hlut og hefur því hækk- að um 40 prósent frá síðustu mán- aðamótum. Gengi bréfa í deCode fór hæst í 9,25 dali á hlut á síðasta ári en lægst fóru þau niður í 5,09. Það vantar því lítið upp á að félag- ið nái hæsta verði á undanförnu ári. - eþa Vaxandi áhugi á sumar- húsum. Burðarás á 21 prósents hlut í AB Capital ehf. sem er fasteignafélag á Spáni. Kaupverð hlutarins var 12,5 milljónir evra eða um millj- arður íslenskra króna. Um er að ræða 190 hektara landsvæði sem stjórnendur Burðaráss segja bjóða upp á mikla möguleika. Landsvæðið er í héraðinu Murcia og er nálægt Mar Menor innhaf- inu. Áhugi á sumarhúsum á Spáni, sem annað heimili, hefur farið í vöxt. Á kynningu á uppgjöri Burðar- áss kom fram að félagið teldi AB Capital áhugavert fjárfestingar- verkefni til lengri eða skemmri tíma. - dh Rannsóknir á nýju hjartalyfi: Dregur úr hjartaáföllum ÍSLENSK ERFÐAGREINING Vísinda- menn frá Íslenskri erfðagreiningu og sam- starfsaðilar hafa birt rannsóknir á nýju hjartalyfi í tímariti bandarísku læknasam- takanna. Gengi deCode hefur rokið upp á síðustu dögum. Bur›arás á landsvæ›i á Spáni SUMARHÚS Á SPÁNI Annað heimili í suðrænum löndum lokkar. JÓN SVEINSSONFORMAÐUR EINKAVÆÐINGARNEFNDAR Tilboðsgjafar hafa sex daga til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann. Viðskiptahalli í Bandaríkjunum var 55 milljarðar dala í mars eða yfir 3.500 milljarðar króna. Þetta er mun minni halli en gert hafði verið ráð fyrir. Hefur innflutningur ekki verið minni í einum mánuði í fjög- ur ár. Tap Líftæknisjóðsins á fyrsta fjórðungi ársins nam 13,7 milljón- um króna samanborið við 12,9 milljón króna hagnað á sama tíma- bili 2004. Innleyst tap tímabilsins var 4,7 milljónir króna samanborið við 5,7 milljón króna tap á sama tíma í fyrra. Netia, fyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur frest til mánudags til að ákveða hvort það tekur við leyfi til rekstrar farsíma- nets fyrir þriðju kynslóð farsíma í Póllandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.