Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 50
34 12. maí 2005 FIMMTUDAGUR 6. SÆTI KEFLAVÍK Stofnað: 1929 Íslandsmeistarar: 4 sinnum Bikarmeistarar: 3 sinnum Deildabikarmeistarar: Aldrei Í efstu deild síðan: 2004 Á topp 3 síðasta áratug: Aldrei Þjálfari: Guðjón Þórðarson Fyrirliði: Guðmundur Steinarsson HEIMALEIKIR SUMARSINS: Mán. 16. maí (19.15) FH Fim. 26. maí (19.15) KR Sun. 12. júní (17.00) Valur Fim. 23. júní (19.15) Fylkir Fim. 30. júní (19.15) Grindavík Mán. 18. júlí (19.15) ÍBV Sun. 7. ágúst (18.00) Þróttur Sun. 21. ágúst (18.00) ÍA Sun. 11. september (14.00) Fram Leikmenn Keflavíkur MARKIÐ 1. Ómar Jóhannsson (24) * 18 leikir 12. Magnús Þormar (21) Nýliði VÖRNIN 3. Guðjón Antóníusson (22) 19 4. Gestur Gylfason (36) * 209/4 mörk 13. Gunnar H. Kristinsson (22) Nýliði 14. Þorsteinn Atli Georgsson (19) Nýliði 15. Michael Johansson (21) * Nýliði 17. Ásgrímur Albertsson (24) * Nýliði 19. Ólafur Jón Jónsson (17) Nýliði MIÐJAN 2. Bjarni Sæmundsson (30) * Nýliði 5. Jónas Guðni Sævarsson (22) 27/1 6. Atli Rúnar Hólmbergsson (21)*Nýliði 7. Hólmar Örn Rúnarsson (23) 53/7 8. Ingvi Rafn Guðmundsson (21) 13 11. Baldur Sigurðsson (20) * Nýliði 21. Scott Ramsey (29) 98/9 SÓKNIN 9. Guðmundur Steinarss. (26) 109/30 10. Hörður Sveinsson (22) 34/7 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: HARALDUR GUÐMUNDSS. NOREGUR MAGNÚS ÞORSTEINSSON GRINDAVÍK ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON SKOTLAND SRETEN DJUROVIC VÖLSUNGUR ZORAN LJUBICIC VÖLSUNGUR STEFÁN GÍSLASON NOREGUR ÓLAFUR GOTTSKÁLKSSON HÆTTUR ÓLAFUR ÍVAR JÓNSSON HÆTTUR 5. SÆTI FYLKIR Stofnað: 1967 Íslandsmeistarar: Aldrei Bikarmeistarar: 2 sinnum Deildabikarmeistarar: Aldrei Í efstu deild síðan: 2000 Á topp 3 síðasta áratug: 2 sinnum Þjálfari: Þorlákur Árnason Fyrirliði: Valur Fannar Gíslason HEIMALEIKIR SUMARSINS: Þri. 17. maí (20.00) KR Fim. 26. maí (19.15) Valur Sun. 12. júní (19.15) Grindavík Fim. 16. júní (19.15) Fram Sun. 26. júní (19.15) FH Sun. 17. júlí (19.15) Þróttur Sun. 7. ágúst (18.00) ÍA Þri. 30. ágúst (18.00) Keflavík Lau. 17. september (14.00) ÍBV Leikmenn Fylkis MARKIÐ 1. Bjarni Þ. Halldórsson (22) 19 leikir 12. Jóhann Ólafur Sigurðss. (19) Nýliði VÖRNIN 2. Ragnar Sigurðsson (19) 3 4. Valur Fannar Gíslas. (28) 106/4 mörk 6. Helgi Valur Daníelsson (24) 50/3 9. Gunnar Þór Pétursson (33) 100/2 20. Arnar Þór Úlfarsson (25) 11/1 25. Kristján Valdimarsson (21) 22 MIÐJAN 3. Guðni Rúnar Helgason (29) 84/7 5. Ólafur Ingi Stígsson (30) 94/10 7. Hrafnkell Helgi Helgason (27) 57/6 8. Finnur Kolbeinsson (33) 128/8 10. Viktor Bjarki Arnarsson (22) 15/2 11. Kjartan Ágúst Breiðdal (19) 7/2 16. Eric Gustafsson (23) Nýliði 21. Eyjólfur Héðinsson (20) 19/1 SÓKNIN 15. Björn Viðar Ásbjörnsson (24) 38/9 19. Sævar Þór Gíslason (30) 98/41 22. Björgólfur Takefusa (25) 32/17 24. Albert Brynjar Ingason (19) 5 28. Jón B. Hermannsson (25) 23/2 * = Nýr leikmaður hjá liðinu FARNIR: ÞÓRHALLUR DAN JÓHANNSSON FRAM ÞORBJÖRN ATLI SVEINSSON FRAM ÓLAFUR PÁLL SNORRASON FH BJÖRGVIN VILHJÁLMSSON VÍKINGUR Tveir svart-hvítir risar í sérflokki? Keppni í Landsbankadeildinni í knattspyrnu hefst um hvítasunnuhelgina. Margir telja a› KR-ingar og Íslandsmeistarar FH séu líklegir til a› heyja einvígi um meistaratitilinn a› flessu sinni. FÓTBOLTI Nú eru aðeins fjórir dagar í fyrstu leiki Landsbankadeildar- innar í knattspyrnu sem hefst á mánudaginn kemur – annan í hvítasunnu. Það eru spilað þétt fyrstu tvær vikurnar og því mikið undir strax í upphafi mótsins. Fréttablaðið kynnir í dag liðin tíu sem skipa deildina í sumar. Íslandsmeistarar FH-inga unnu sinn fyrsta stóra titil í fyrra og eru því í þeirri stöðu í fyrsta sinn að mæta í mót sem meistarar. FH-ing- ar hafa styrkt liðið sitt, fengið með- al annars sterkan danskan miðvall- arleikmann og tvo menn heim úr at- vinnumennsku, þá Tryggva Guð- mundsson og Auðun Helgason. Það er vel hægt að stilla upp tveimur sterkum úrvalsdeildarliðum úr leik- mannahópi félagsins í ár. Risinn er vaknaður var mottó síðasta sumars og ef marka má spá spekinganna fyrir sumarið þá verða því tveir risar í deildinni í sumar því annar risi ætlar sér örugglega að standa upp eftir slæmt fall af toppnum síð- asta sumar. Aðeins tvisvar í neðri hluta KR-ingar hafa aðeins verið í neðri hlutanum tvisvar sinnum á síðustu 18 sumrum og annað þeirra sumra var í fyrra þegar liðið endaði í sjötta sæti og blandaði sér aldrei í toppbaráttuna. KR-ingar hafa styrkt liðið sitt mikið og ef ekki væri fyrir svipaða liðssöfnum í Krikanum þá væri flestir á því að titilinn væri örugglega á leiðinni í Vesturbæinn í fimmta sinn á sjö árum. Liðið hefur stykt sig mikið með mönnum eins og Grétari Hjartarsyni, Bjarnólfi Lárussyni og Rógva Jacobsen, allt lykilmönn- um hjá sínum fyrri félögum, sem segir mönnum það að ekkert annað sé ásættanlegt en að titilinn verði endurheimtur út í KR. Þegar er litið er yfir hin átta lið deildarinnar þá hefur undirbún- ingstímabilið verið opið og spenn- andi og liðin hafa verið að vinna hvert annað á víxl. Það er því margt sem bendir til þess að bar- áttan gæti orðið jöfn og spennandi um önnur sæti deildarinnar fari svo að svart-hvítu „risarnir“ stingi önnur lið af á toppnum. Flest liðin hafa verið að styrkja sig með er- lendum leikmönnum á lokasprett- inum sem gerir mótið enn opnara og óútreiknanlegra. Nýliðarnir sterkir Nýliðum Valsmanna er spáð góðu gengi, Willum Þór Þórsson hefur alltaf skilað góðum árangri og titli á sínu fyrsta ári með lið og Vals- menn hafa sankað að sér mörgum góðum leikmönnum. Það er ljóst að Valsmenn ætla sér að verða topplið á ný en Íslandsmeistaratitilinn kom síðast á Hlíðarenda 1987 og liðið hefur ekki verið meðal þeirra þriggja efstu síðustu fimmtán sumur. Skagamenn hafa orðið fyrir mikllri blóðtöku og nú reynir enn á ný á uppbyggingu Skagamanna sem verða seint vanmetnir þegar kemur að því að skila frá sér efni- legum knattspyrnumönnum. Liðið heldur áfram kjarna sinna reynslumiklu manna sem gæti verið drjúgt en mikið af stöðum liðsins verða skipaðar ungum og óreyndum leikmönnum. Fylkismenn hafa spilað undir mikillri pressu undanfarin ár en nú er eins og menn séu orðnir þreyttir á því að búast við góðum hlutum í Árbænum einungis til þess að vakna upp við vondan draum eftir Verslunarmannahelgi. Fylkismenn eru með svipað lið og undanfarin sumur og gætu kannski nýtt sér að titlapressunni sé aflétt í bili. Það er verst fyrir Framara og Fylkismenn að það sé ekki hægt að sameina liðin því Framarar hafa fyrst farið í gang undanfarin sum- ur í ágúst og september þegar Ár- bæjarliðið hefur verið að gefa eftir. Framarar hafa bjargað sér frá falli í 18. umferð sex ár í röð og Ólafur H. Kristjánsson mun reyna að beita allri sinni kunnáttu til þess að Safamýrarliðið detti ekki í sama farið enn eitt árið heldur fullnýti sér mannskapinn og komi sér upp töfluna. Keflvíkingar misstu marga lyk- ilmenn í vetur en fengu kannski stærsta liðstyrkinn í nýjum þjálf- ara – Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón Þórðarson hefur oft búið til sterk lið frá grunni og verkefnið í sumar er ekki af minni gerðinni. Keflvík- ingar þurfa á því að halda að ungu mennirnir sem hafa fengið dýr- mæta reynslu síðustu ár taki að sér burðarhlutverk í liðinu og að Guðjón finni þann leikstíl sem nær mestu út úr leikmannahópnum. Falldraugur aftur í Eyjum Eyjamenn hafa komið liða mest á óvart undanfarin tvö sumur, enduðu tveimur sætum ofar en þeim var spáð 2003 og börðust um titilinn við FH fram í lokaumferð í fyrra eftir að hafa verið spáð 8. sæti á kynning- arfundi fyrir sumarið. Nú hefur lið- ið misst mjög mikið og mun því reyna á góða gamla Eyjakarakter- inn til þess að halda liðinu meðal þeirra bestu. Eyjamenn hafa aðeins einu sinni endað í neðri hlutanum frá 1995 en nú stefnir í að Eyjamenn þurfi að kynnast falldraugnum á ný en hann sást síðast við Eyjar á árun- um 1992 til 1994 þegar liðið endaði öll árin í áttunda sætinu og rétt slapp við fall í lokaumferðinni öll árin. Grindvíkingum er spáð falli af flestum spekingum enda meðal ann- ars búnir að missa aðalsóknarmann sinn til KR. Liðið hefur gengið í gegnum súrt og sætt undanfarin ár en þurfa í sumar að einbeita sér að því að falla ekki úr efstu deild í fyrsta sinn en Grindvíkingar eru eina félagið sem hefur aldrei fallið úr úrvalsdeildinni. Draumur Köttaranna Þróttarar hafa verið að gera fína hluti á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að hafa verið mun ró- legri en Valsmenn að styrkja liðið. Þróttarar eru stemmningslið en það gæti samt orðið erfitt að uppfylla draum Köttaranna um að halda lið- inu í deildinni í fyrsta sinn síðan eitt litríkasta stuðningsmannafélag landsins var stofnað. Enginn ætti þó að vera svikinn af því að mæta á leiki liðsins, það spilar fínan fót- bolta og Köttararar skemmta sér og öðrum á pölllunum. Landsbankadeildin hefur sýnt það undanfarin sumur að spá spek- inganna hefur oftast lítið að segja þegar komið er út á grasið og það verða því örugglega lið sem koma á óvart á komandi tímabili, bæði fyrir slaka sem og óvenju góða frammi- stöðu. Það eru því örugglega marg- ar ástæður fyrir íslenska knatt- spyrnuáhugamenn til að bætast í hóp þeirra fjölmörgu áhorfenda sem streyma á völlinn næstu fimm mánuði og upplifa skemmtilegt Ís- landsmót. ooj@frettabladid.is MEISTARARNIR FAGNA Í FYRRA FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri á KA í síðustu umferð en leikurinn fór fram á Akureyrarvelli. Fjölmargir FH-ingar fjölmenntu á völlinn og studdu vel við bakið á sínum mönnum. Þeir fengu líka að snerta á Íslandsbikarnum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. KR-INGAR UNNU DEILDABIKARINN KR-ingar fagna hér sigri í deildabikarnum eftir 3–2 sigur á Þrótturum í hörkuleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÝLIÐARNIR STERKIR Sigurbjörn Hreiðarsson hefur fengið að lyfta nokkrum bikurum á undirbúningstímabilinu og Valsmönnum er spáð góðu gengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.