Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 35

Fréttablaðið - 12.05.2005, Side 35
7FIMMTUDAGUR 12. maí 2005 Töskurnar eru ekki ólíkar Spy Bag-töskunum, eða njósna- töskunum frá Fendi sem eru líka að gera allt vitlaust. Stórar töskur eins og Dior Detective voru aðalmálið þegar vor- og sumartískan var kynnt á síðasta ári. Fyrirmynd spæjaratöskunnar frá Dior er engin önnur en Jessica Fletcher í þáttunum Murder She Wrote sem leikin var af Angelu Lansbury. Spæjarataskan er til í nokkrum litum eins og hvítu, svörtu og blóðrauðu og verður til í verslunum í hinum stóra heimi í júlí. Stjörnur eins og Pen- elope Cruz, Julianne Moore, Elizabeth Hurley og Uma Thurman hafa sést með tösk- urnar en verðið á þeim er allt frá 845 pundum, eða rúmlega hund- rað þúsund krónum, og upp í 1.600 pund, eða tæplega tvö hundruð þúsund krónur. Stjörnurnar eru spæjarar Nýjasta konfektið á hand- leggjum stærstu stjarna heims er Dior De- tective-töskur eða spæjaratöskur frá Christian Dior. Fatahönnuðir nota eitt og annað til að gefa fötum líflegt yfirbragð, skreyta þau og gera sérstakari. Til dæmis má nefna fjaðrir, málma og steina – mis- verðmæta. Með árunum hefur þeim fækkað hér í Frakklandi sem sérhanna og vinna til dæmis fjaðrir fyrir hin ýmsu tískuhús. Nú eru sárafáir sem kunna að nota fjaðrir sem auðvitað eru ekta þegar þær eru notaðar í há- tískunni (La Haute Couture), svo sem strútsfjaðrir. Daniel Swarovski byrj- aði að vinna steina í Austurríki árið 1985 sem hér eru kallaðir hálfverð- mætir, það er að segja ekki eðalsteinar heldur úr kristal, eftir uppskrift sem fyrirtækið fann upp og samanstendur af sextíu vinnsluþrepum. Áður höfðu lúxusskartgripir eingöngu verið gerðir úr eðalsteinum. Þetta fjölskyldufyrir- tæki, þar sem fimmta kynslóðin er nú við stjórn, er einstakt á sínu sviði. Varla er tískuhús sem ekki notar steina í föt eða fylgihluti, skartgripi eða skó og þá í anda Swarovski. Um 1900 voru kjólar Viktoríu Bretadrottingar með ísaumuðum steinum frá Swarovski. Chanel tískuhúsið notar Swarovski í sérstakan lýsandi þráð um 1920 og þegar Marilyn Monroe syngur „Diamonds are a girl’s best friend“ í „Gentlemen Prefer Blondes“ er hún alsett Swarovski-steinum en ekki demöntum! Og hvort sem við tölum um kjóla Ritu Hayworth, Marlene Dietrich eða sviðsbúninga Madonnu eða Britney Spears nú á dögum – þá er Swarovski hluti af sögunni. Á sjötta áratugnum eru það norðurljós fyrir Christian Dior, steinar sem skipta um lit eftir því hvernig ljósið skín á þá. Sumarið 2004 er það Tom Ford fyrir Yves Saint Laurent sem hannar skó úr satíni þakta litlum Swarovski-steinum og í stíl kvöldtaska sömuleiðis gerð úr steinum, mjög glamúr. Þetta rúmlega hundrað ára fyrirtæki sem hefur um 14 þúsund starfsmenn vinnur ekki að- eins fyrir önnur tískuhús heldur hefur frá 1989 framleitt sína eigin tískulínu í skartgripum, fylgihlutum og úrum. Sú nýjasta er tískulína sem heitir „Out of Africa“, með töskum og skartgripum sem eru á verði sem hentar öllum. Ný- verið var opnuð ný búð í verslunarmiðstöðinni undir glerpýramídanum við Louvre-safnið í París sem hægt er að heimsækja eftir að hafa horft á Mónu Lísu. Annars eru tvær aðrar, rue Bonaparte í sjötta hverfi og önnur rue Royale milli Concorde-torgsins og Madeleine-kirkjunnar. Það er því langt í frá að gerður sé greinarmunur á gervi eða ekta í steinum, kristallar frá Swarovski eru einfaldlega önnur tegund af steinum. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Swarovski-gull og kristalsgersemar Töskurnar eru til í ýmsum litum og gerðum. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Kínaskór! EITT PAR KR. 1290- TVÖ PÖR KR. 2000- Litir: rauðir, bleikir, túrkis, orange, grænir, svartir og hvítir. Einnig mikið úrval af skóm með kínamunstri Ný sending af blóma- skóm kr. 990- Barna- og dömustærðir Tilboð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.