Fréttablaðið - 14.05.2005, Side 8
1Úr hvaða skipi er skrúfan sem Land-helgisgæslan náði upp í fyrradag?
2Hverju mótmæla stuðningsmennManchester United þessa dagana?
3Hvaða lag söng Selma á blaðamanna-fundi í Kænugarði?
SVÖRIN ERU Á BLS. 50
VEISTU SVARIÐ?
8 14. maí 2005 LAUGARDAGUR
Fjallgöngumenn fari að öllu með gát og fylgist með verðurhorfum um hvítasunnuhelgina:
Snjófló›ahætta í Öræfajökli
HVÍTASUNNUFERÐIR Merki eru þess
að snjóflóð hafi fallið á Virkisjök-
ulsleið uppi á Öræfajökli í vik-
unni, að sögn Einars Sigurðssonar
fjallaleiðsögumanns, en hann hef-
ur farið 190 ferðir upp á Hvanna-
dalshnúk.
Á annað hundrað manns hyggj-
ast ganga á Hvannadalshnúk nú
um hvítasunnuhelgina, þar af um
eitt hundrað manns á vegum
Ferðafélags Íslands.
Einar segir að mjög hafi rignt
síðastliðinn sunnudag en þá snjó-
ar og skefur uppi á jöklinum.
„Þarna var um 50 sentímetra ný-
fallinn snjór ofan á harðri fönn
um síðustu helgi,“ segir Einar og
bendir á að mesta hættan á snjó-
flóðum sé þegar hitnar vel eða í
miklum rigningum. „Full ástæða
er til þess að fara að öllu með gát
þegar lagt er á tindinn. Ef veður
og skilyrði verða heppileg ætla ég
með hóp upp Sandfellsleið, en
varla er hægt að mæla með því að
tugir manna fari upp Virkisjök-
ulsleið um hvítasunnuna,“ segir
Einar.
Myndin sýnir snjóflóð sem
féllu í sjálfum Hvannadalshnúk
um hvítasunnuna fyrir ári ör-
skammt frá uppgöngunni. Þótt
flóðið virðist ekki stórt er brún
þess um tveggja metra há.
- jh
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Skarst frá nefi
ni›ur í munn
DÓMSMÁL 22 ára gamall maður var
á fimmtudag dæmdur í hálfsárs
fangelsi fyrir að slá annan mann,
25 ára að aldri, með glerflösku í
andlitið þannig að hún brotnaði og
sá hlaut djúpan 5 sentimetra lang-
an skurð frá nefi og niður að vör.
Maðurinn var einnig dæmdur til
að greiða hinum 200 þúsund krón-
ur í bætur, en krafist hafði verið
1,2 milljóna. Refsingin var skil-
orðsbundin í þrjú ár.
Árásin átti sér stað fyrir utan
skemmtistaðinn Glaumbar í
Reykjavík 19. desember árið
2003, en árásarmaðurinn bar við
nauðvörn og sagði hinn hafa kall-
að sig „helvítis útlending“. Hann
sagði kærustu sína og vinkonu
hennar hafa „lent í veseni“ þar
innandyra. - óká
edda.is
„Blóðug, fyndin og töff“
„Bók í anda Tarantinos, hæfilega
blóðug og hæfilega fyndin. En
umfram allt töff.“
Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntir.is
„Það er kraftur í bókinni.“
Björn Þór Vilhjálmsson, Mbl.
„Skyldulesning ... Fantavel
skrifuð.“
Páll Baldvin Baldvinsson,
Ísland í dag.
„Mjög vel skrifuð bók.“
Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós
3. sæti
Skáldverk - kiljur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
4. – 10. maí
Nú í kilju
DANMÖRK
HVANNADALSHNÚKUR Einar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður var með í för þegar snjóflóð
féllu skammt frá uppgöngunni á hvítasunnu fyrir ári. Hann segir merki þess að mikið
snjóflóð hafi fallið á Virkisjökulsleið í gær eða fyrradag. Sú leið er falleg og brött og vinsæl
til uppgöngu. Myndina tók Vilhjálmur Ari Arason.
STRANDAÐI Í FASTASVEFNI Flutn-
ingaskipið Munsu strandaði í gær
við eyna Piparhólma í Kattegat
en þessi eyja er uppfylling gerð
af mannahöndum. Í ljós kom að
skipstjórinn var einn í brúnni
steinsofandi en syfjuna mátti
rekja til þess að hann hafði verið
að drekka áfengi. Skipið sem er
skráð í Beliz var á leið frá Lett-
landi til Noregs.
GRUNSAMLEGT DUFT Í BRÉFI
Dönsku ræðismannsskrifstofunni
í New York barst í vikunni bréf
sem innihélt grunsamlegt duft.
Starfsmenn óttuðust að duftið
væri eitrað en efnagreining
leiddi í ljós að svo var ekki. Ný-
lega bárust svipuð bréf, með
dönsku frímerki, til sendiráðanna
í Vín og Stokkhólmi. Eftir að
miltisbrandi var dreift með pósti
eftir árásirnar 11. september
2001 óttast menn óþekktar
sendingar.
SEYÐISFJÖRÐUR Olíudreifing er með
olíuafgreiðslu í einu elsta bryggju-
húsi Íslendinga á minjasvæði
Tækniminjasafns Austurlands á
Seyðisfirði. Um er að ræða stórt og
mikið bryggjuhús, Þórshamarshús-
ið sem er eitt af síðustu bryggjuhús-
unum á Íslandi. Það er töluvert illa á
sig komið en talið vel viðgerðar-
hæft. Húsið er í eigu Hettu, dóttur-
félags Kers.
Þórshamarshúsið stendur á
stólpum úti í sjó og er með áfasta
bryggju sem er við það að falla í sjó-
inn. Bryggjan er vel viðgerðarhæf
með nýju dekki. Inni í húsinu er ol-
íudæla og utan á húsinu hangir
slangan. Olíu er dælt á olíubíl með
tengivagni að meðaltali einu sinni á
dag.
„Þetta er með ólíkindum. Það
hangir slanga í fjöruborðinu utan á
húsinu. Ef eitthvað gerist þá rennur
olían beint í sjóinn,“ segir Pétur
Kristjánsson, forstöðumaður
Tækniminjasafns Austurlands.
Pétur kveðst hafa reynt að fá
Ker til samstarfs en það hafi gengið
erfiðlega.
„Þetta er ekki einhver kofi held-
ur menningarverðmæti. Stórfyrir-
tæki hefur hagnast á starfseminni á
þessu svæði og það er skylda þess
að sinna þessum menningarverð-
mætum og varðveita bæði sína eig-
in sögu og sögu þjóðarinnar. Þetta
er eitt af fáum bryggjuhúsum sem
eftir eru á Íslandi,“ segir hann.
Hörður Gunnarsson, forstjóri
Olíudreifingar, segir að samkvæmt
lögum hafi félagið svigrúm út þetta
ár til að færa olíudæluna og efla
mengunarvarnir. Stefnt sé að því að
hætta starfsemi í húsinu og byggja
nýjan olíugeim nær loðnubræðsl-
unni í september. „Við verðum réttu
megin áramóta með þessar úrbætur
á staðnum,“ segir hann.
Á Seyðisfirði er flotgirðing til að
bregðast við mengun í sjó og í bílun-
um sjálfum eru áfyllivarnir.
„Við erum með efni til að bregð-
ast við ef eitthvað stórkostlegt ger-
ist,“ segir Hörður. „Það eru eins
miklar varnir og hægt er miðað við
að það er ekki búið að uppfæra stöð-
ina.“
ghs@frettabladid.is
SEYÐISFJÖRÐUR Guðmundur Hjaltason, forstjóri
Kers, segir að áætlanir geri ráð fyrir að það kosti
60-70 milljónir króna að gera við Þórshamarshúsið
á Seyðisfirði. Ekki hafi tekist að finna því hlutverk
og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um viðgerð-
ir eða framtíð hússins.
„Við erum tilbúin til að gefa húsið þeim sem
vilja taka það til varðveislu en kostnaðurinn við að
gera við það er bara mjög hár. Það hefur verið erf-
iðleikum bundið að finna því hlutverk og engin
heildarlausn fundist. Það er vandamálið,“ segir
hann. -ghs
Vandamál a› finna húsinu hlutverk
MENGUNARVARNIR ERU LITLAR Olíuafgreiðsla er á vegum Olíudreifingar í einu elsta
bryggjuhúsi Íslendinga sem sjá má á þessari mynd. Það er inni á minjasvæði Tækniminja-
safns Austurlands á Seyðisfirði. Ef slys verður þá rennur olían beint í sjóinn því að slangan
hangir utan á húsinu og varnir eru litlar.
Olíuafgrei›sla í ver›-
mætu bryggjuhúsi
Olíudreifing er me› olíuafgrei›slu í einu elsta bryggjuhúsi Íslendinga. Olíu er
dælt úr slöngu sem liggur utan á húsinu, tíu metra frá fjörubor›inu, og eru
varnir litlar. Olían rennur beint út í sjó ef slys ver›ur.
VARNARMÁL Bandaríkjamenn hafa
ákveðið að flytja 13 þúsund her-
menn frá Þýskalandi og Suður-
Kóreu. Þetta er liður í allsherjar-
niðurskurði þar sem til stendur að
loka um 150 herstöðvum. Um
þetta var tilkynnt í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu í gær.
Þegar tilkynnt var um fyrirhugað-
ar breytingar í fyrra sagði George
W. Bush forseti að til stæði að
flytja 70 þúsund hermenn heim á
næsta áratugnum. Meira en 200
þúsund bandarískir hermenn eru
nú í herstöðvum víða um heim,
flestir í Evrópu. Tilgangurinn
með þessum aðgerðum er að gera
herinn sveigjanlegri og stytta við-
bragðstíma hans ásamt því sem
kostnaður lækkar.
Illugi Gunnarsson, aðstoðar-
maður utanríkisráðherra, segir að
varnarmál Íslands séu í ákveðn-
um farvegi eftir fundi Davíðs
Oddssonar með George Bush og
Colin Powell fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna.
Ekki sé búist við því að Banda-
ríkjamenn dragi herlið sitt héðan
án þess að hafa um það samráð
við hérlend stjórnvöld.
- oá
Bandaríkjamenn flytja hermenn heim:
Engin fækkun á Íslandi
BUSH BANDARÍKJAFORSETI Bandaríkin ætla að fækka hermönnum erlendis.