Fréttablaðið - 14.05.2005, Side 10

Fréttablaðið - 14.05.2005, Side 10
14. maí 2005 LAUGARDAGUR BÍLAR Bílasalan Sparibíll býður nú til sölu bíl af gerðinni Rolls Royce Phantom árgerð 2005. Bíllinn sem um ræðir er stað- settur í Bandaríkjunum og kost- ar hingað kominn litlar 42 millj- ónir. Þó skal tekið fram að að- flutningsgjöld og tollar reiknast sem að minnsta kosti helmingur upphæðarinnar og vilji kaup- andi bruna um þjóðvegi Amer- íku á kagganum þá þarf ekki að borga nema rétt um 20 milljónir fyrir hann. Bíllinn er heil 450 hestöfl og slagrými vélarinnar er 6800 rúmsentimetrar. Þetta afl skilar 2,5 tonna þungum bílnum upp í 100 kílómetra hraða á aðeins 5,9 sekúndum. Leðurklætt áklæðið er handsaumað og bíllinn settur saman samkvæmt kúnstarinnar reglum, engir róbótar þar á ferð. Eins gott er líka að eiga smá afgang fyrir bensíni því bíllinn eyðir nær 25 lítrum á hverja 100 kílómetra, sannkall- aður hákur. Eitt er þó víst; flest- ir mundu líta við og horfa á eft- ir þessum á rúntinum og skiptir þá engu máli hvort fólk hefur nokkurn sérstakan áhuga á bíl- um yfirleitt. Samkvæmt upplýs- ingum frá bílasölunni hafa þó engar alvöru fyrirspurnir borist enn í bílinn. - oá Umferðarstofa hefur áhyggjur af símanotkun: Hjólrei›afólk talar í farsíma á fer› HJÓLREIÐAFÓLK Það færist í vöxt að hjólreiðafólk taki upp símann á meðan það er á ferð. Þetta tel- ur Sigurður Helgason hjá Um- ferðarstofu fara illa saman. „Þótt það sé leyfilegt, lögum samkvæmt, að tala í síma á hjóli þá er krafan um fulla einbeit- ingu við akstur alveg jafn mikil- væg hjólreiðafólki og ökumönn- um vélknúinna ökutækja,“ segir Sigurður og leggur á það áherslu að það verði að hafa auga með þessu, sérstaklega þegar vinsældir hjólreiða aukast nú dag frá degi. Sólver H. Sólverss, formaður Fjallahjólaklúbbsins tekur und- ir þetta og segir mikilvægt fyrir hjólreiðafólk að koma sér upp búnaði sem komi í veg fyrir að það skapi hættu með því að taka upp símann á ferð. „Það er alveg eins með hjólin og bílana, hand- frjáls búnaður er það eina sem getur tryggt það að báðar hend- ur séu á stýrinu,“ segir Sólver og hvetur hjólreiðafólk til þess að verða sér úti um slíkan bún- að. -mh Vogur sérhæfi sig í morfínfíkn Lag›ar eru til ellefu breytingar á fljónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytend- ur í sk‡rslu sem lög› hefur veri› fyrir á Alflingi. Heilbrig›isrá›herra telur til- lögu um mi›læga innlagnarstö› mjög athygliver›a. SKÝRSLA Kallað er á viðamiklar breytingar á þjónustu fyrir áfeng- is- og vímuefnaneytendur á Ís- landi í skýrslu sem starfshópur á vegum trygginga- og heilbrigðis- ráðuneytis hefur unnið og lögð hefur verið fyrir Alþingi. Skýrsl- an er hluti af undirbúningi að mót- un heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana sem samþykkt var á Alþingi vorið 2002. Í skýslunni eru lagðar fram ell- efu tillögur til að bæta þjónust- una. Meðal annars er lagt til að sett verði á fót miðlæg innlagnar- miðstöð og skráning, sem gæfi möguleika á stýringu í úrræði við hæfi hverju sinni. Einnig að Sjúkrahúsið Vogur sérhæfi sig í meðferð við fíkn í morfín og skyld efni. „Það hefur verið lögð mikil vinna í þetta og menn hafa lagt sig mjög eftir að greina þennan geira sem er því miður stór og vax- andi,“ segir Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sem telur margar tillögur starfshópsins athygli- verðar, sérstaklega um miðlæga innlagnarmiðstöð. Farið verði yfir tillögurnar en ekki hafi verið tek- in ákvörðun um það enn hverju verði hrint í framkvæmd. „Ég reikna nú með að þingið muni láta sig skýrsluna einhverju varða,“ segir Jón en það verði þó að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta þingi í haust. „Það skýrist á næstu mánuðum hvað við treystum okk- ur í af þessu.“ Aðrar tillögur starfshópsins miðuðu að því að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, að fjár- veitingar verði bundnar við mála- flokk en ekki stofnanir og að rekstrarleyfi verði einungis veitt að uppfylltum skilyrðum. Bent var á að starfsemi sé of bundin við höfuðborgarsvæðið og að sveitarfélög gætu komið öflugar að málaflokknum. Of mikil áhersla sé lögð á innlagnir á stofn- anir, en of lítil að sama skapi á vægari meðferðarúrræði, heilsu- gæslu og göngudeildarþjónustu. Úrræði þurfi að vera fjölbreyttari með tilliti til þarfa mismunandi hópa. Starfshópurinn leggur enn fremur áherslu á að rannsókna sé þörf á sviðinu. solveig@frettabladid.is HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Jón Kristjánsson segir skýrsluna vel unna og margt í henni athyglivert. Hins vegar skýrist ekki fyrr en á næstu mánuðum hvað af tillögum starfs- hópsins verði að veruleika. ROLLS ROYCE PHANTOM Hugsanlegur kaupandi þarf að reiða fram 42 milljónir til að kaupa bílinn sem yrði væntanlega einn sá glæsilegasti ef ekki sá glæsilegasti sem sæist á götum landsins. HJÓLREIÐAMAÐUR Á FERÐ Það getur verið hættulegt að taka upp símann á fullri ferð. SJÚKRAHÚSIÐ VOGUR Sjúkrahúsið Vogur hefur starfað í meira en tuttugu ár. Sjúkrahúsið sinnir vímuefnaneytendum og öðrum fíklum. Íslensk bílasala auglýsir glæsikerru til sölu: Rolls Royce á 42 milljónir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.