Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 18
14. maí 2005 LAUGARDAGUR
Gó›ir dagar í borginni – Listahátí›
Listahátíð er nú árlegur viðburður í
borginni og hefst um helgina með
miklum látum. Hátiðin er fjölbreytt
en meginþemað er myndlist í sam-
tímanum þar sem hæst rís stórmerk
sýning á verkum Dieters Roths sem
er nú talinn stór áhrifavaldur í sam-
tímalist síðari hluta 20. aldar. Roth
var lengi búsettur á Íslandi og mark-
aði djúp spor hér eins og víðar. Sýn-
ing á verkum hans í New York í
fyrra var mögnuð og er nú komin til
landsins. En allt í kring eru gallerí
og sýningarsalir sem steypa saman
stefnum og straumum svo úr verður
mikil næring fyrir myndlistarunn-
endur, en að auki koma frábærir
gestir utan úr heimi með tónlist og
sirkus, svo af nógu er að taka.
Hátíðin lýsir metnaði og öllum
sem komu að undirbúningi er hér
með þakkað fyrir hönd listunnenda
um land allt, þetta verður flott hátíð.
Í Viðey getur nú að líta listaverk
Ólafs Elíassonar, The Blind
Pavillion, Blindi skálinn, á Sjónar-
hóli. Þetta verk vakti mikla athygli á
Feneyjartvíæringnum 2003, og hef-
ur ekki verið sýnt aftur fyrr en nú í
Viðey. Ólafur bauð verkið fram end-
urgjaldlaust að láni í sumar og
styrkti Menningar- og ferðamálaráð
borgarinnar uppsetningu á verki
Ólafs ásamt öðrum. Ráðið lagði auk
þess fé til þess að skólabörn yrðu
virkir þátttakendur í undanfara há-
tíðarinnar með listamönnum sem
sýna á henni. Þetta samstarf er af-
rakstur samnings sem menntayfir-
völd í borginni gerðu við Listahátíð,
og hér er boðað að áfram verði hald-
ið á þessari gæfuríku braut – til að
færa listir og menningu til fólksins,
og með áþreifanlegum hætti til
yngstu borgaranna. Undanfarna
daga hafa tugir grunnskólabarna úr
fjölmörgum skólum borgarinnar
verið að störfum með listamönnum
sem fram koma á hátíðinni í sköpun-
arsmiðju í Viðey. Sköpunarferlið
sjálft með listamönnum hefur verið
lærdómsríkt og hvort sem litið er til
menningarhliðar málsins eða
menntaþáttarins þá er þetta gott í
alla staði. En listahátíð er byrjuð og
er fyrir alla – gleðilega hátíð. ■
Keypti
milljóna
BMW með sjónvarpi
Halldór og
Finnur klífa
Mont Blanc
Bls. 32–33
Bls. 4
BARNASPRENGJAÚr sviðsljósinu í barnauppeldi
Bls. 13
Sjónvarpsþulan Guðrún Erlings.
Ríkasta
kona
Íslands
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 103. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
Helgarblað
LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2005
Bls. 34
Frá Keflavík til sjöttalélegasta liðs Englands
Fitan var að drepa Helgu
SAFNAR FASTEIGNUM EINS OG AÐRAR KONUR SAFNA SKÓM
Selma vinnur
Eurovision
Guðjón Þórðarson svíkur Keflavík Missti 62 kíló
Bls. 18
Hamingjusöm með einum ríkasta gæjanum
RÍKASTA KONA
Safnar
fasteignum
eins og aðrar
konur safna
skóm
Gunnar Örn Örlygsson sagði skil-
ið við þingflokk Frjálslynda
flokksins í vikunni sem leið og
gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk-
inn. Sumir segja þetta svik við þá
sem kusu hann og við flokkinn.
Aðrir segja Frjálslynda flokkinn
hafa sveigt af braut og lofa þor
þingmannsins að yfirgefa flokk
sem hann telur sig ekki lengur
eiga samleið með. Enn aðrir
telja að sinnaskipti Gunnars
megi rekja til þess að hann
og varaformaður Frjáls-
lynda flokksins, Magnús
Þór Hafsteinsson, hafa
lengi eldað grátt silfur
saman.
Bandamenn Gunnars
segja hann vera fylginn
sér en andstæðingarnir
telja hann svikulan og
sumir ganga jafnvel
svo langt að kalla
hann siðblindan. Það
er óhætt að segja að
Gunnar sé frægur að
endemum. Það var tölu-
vert fjaðrafok í kringum
Gunnar Örn í upphafi þing-
ferils hans árið 2003. Þá
hlaut hann þann vafasama
heiður að vera fyrsti þing-
maðurinn í sögu Alþingis til
að sitja á bak við lás og slá
þegar þing var sett um
haustið. Hann afplánaði þá
dóm sem hann hlaut fyrir
bókhaldsbrot og brot á
lögum um stjórn fisk-
veiða.
Gunnar er fæddur
í Keflavík árið 1971,
sonur Örlygs Þor-
valdssonar flugumsjón-
armanns og Guðbjargar
Ernu Agnarsdóttur mat-
ráðskonu. Hann á átta systk-
in; fjóra bræður, þrjár systur
og einn hálfbróður. Hann var
fjörmikill krakki og fór
snemma að stunda íþróttir af
kappi, enda ber mönnum saman
um að hann hafi ætíð verið
keppnismaður mikill. Hann þótti
efnilegur knattspyrnumaður og
lék með liði Njarðvíkinga. Sumir
segja það synd að hann lagði
knattspyrnuskóna snemma á
hilluna. Hann á einnig glæstan
feril að baki sem körfuknatt-
leiksmaður en hann lék lengst af
með liði Njarðvíkur ásamt bróð-
ur sínum Teiti. Frægt er orðið
þegar honum var skipt inn á í úr-
slitaleik Íslandsmótsins gegn
Keflavík árið 1991. Þá gerði hann
sér lítið fyrir og skoraði 27 stig
og tryggði Njarðvíkingum Ís-
landsmeistaratitilinn.
Líkt og margir Suðurnesja-
menn stundaði Gunnar sjó-
mennsku á ýmsum fiskiskipum í
tæpan áratug. Því næst sneri
hann sér að fiskútflutningi. Þá
gerði hann út bátinn Örlyg KE 111
á árunum 1999 til 2000.
Gunnari er lýst sem miklum
ævintýramanni sem hiki ekki við
að hrinda hugdettum sínum í
framkvæmd. Hann fer oft ótroðn-
ar slóðir og þykir æði hugmynda-
ríkur. Til dæmis má nefna að í að-
draganda alþingiskosninga 2003
setti hann upp fiskmarkað við
tjörnina í Hafnarfirði og gaf kjós-
endum ferskan fisk í soðið.
Klæddur slorgallanum gaukaði
hann svo stefnumálum Frjáls-
lynda flokksins að þeim sem þáðu
af honum fisk.
Gunnar reynir eftir fremsta
megni að láta drauma sína rætast.
Hann skellti sér til dæmis í
spænskunám á Malaga á Spáni
árið 2000. Í beinu framhaldi flutti
hann út frystar afurðir frá Íslandi
til Spánar sem verktaki fyrir
spænskt félag. Hann hefur
einnig stundað nám við Den
Danske Exportskole í Dan-
mörku og lauk þaðan prófi í
markaðs- og útflutnings-
fræðum.
Þeim sem þekkja Gunn-
ar ber saman um að hann
sé harðduglegur. Hann
þykir skemmtilegur í um-
gengni; er iðulega hress í
bragði og hugmyndaríkur.
Hann er laus við snobb og
fer ekki í manngreinará-
lit. Sumum er það minn-
isstætt að hann kom
ávallt eins fram við
trillukarla og útgerðar-
menn.
Gunnar kemur vel
fyrir og þykir sjarmer-
andi við fyrstu kynni.
Andstæðingar hans segja
þó lítið búa þar að baki. Þeir
segja hann ekki orðheldinn og
lítið sé að marka það sem hann
segi. Hann noti klisjur og stagl til
að villa um fyrir viðmælendum
sínum og geti sjaldan fært mál-
efnaleg rök fyrir máli sínu.
Einnig þykir ýmsum dóm-
greind hans gloppótt, hann
sé tækifærismennskan
uppmáluð og sumir ganga
jafnvel svo langt að segja
hann siðblindan. Máli
sínu til stuðnings vísa
þeir til kæruleysislegra
yfirlýsinga hans um
sakamál sín. Þeir sem
best þekkja hann bera
hins vegar í bætifláka
fyrir Gunnar Örn og
segja hann hafa hlaupið
af sér hornin. Í dag sé
hann þroskaður maður
með breitt bak. ■
Duglegur
tækifærissinni
MAÐUR VIKUNNAR
GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ALÞINGISMAÐUR
TE
IK
N
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
. –
H
U
G
VE
R
K
A.
IS
LEIÐRÉTTING
Í umfjöllun um flokkaflakkara í
blaðinu í gær er missagt að
Þjóðvaki hafi fengið þrjá menn
kjörna á þing 1995. Hið rétta er
að þeir voru fjórir. Þá rann
Þjóðvaki ekki inn í Alþýðuflokk-
inn heldur sameinuðust þing-
flokkar flokkanna undir nafninu
Þingflokkur jafnaðarmanna.
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
FORMAÐUR MENNINGAR- OG FERÐA-
MÁLARÁÐS REYKJAVÍKUR
UMRÆÐAN
LISTAHÁTÍÐ