Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 22
Löggjöf eða eftirlit
Þingræði er ein leið til þess að starfrækja
lýðræði. Löggjafarsamkoman setur borg-
urunum lög, en á síðari árum hefur eftirlits-
hlutverk þingmanna orðið áberandi. Til þess
er ætlast að þingið hamli gegn spillingu,
eða stundi hreingerningar í nafni kjósenda.
Fyrirspurnir og utandagskrárumræða eru
eins konar skúringatæki þingmanna í þessu
tilliti. Þeir vekja athygli á eigin baráttu-
málum, veita ríkisstjórninni aðhald eða
koma einhverjum málum í sviðsljós fjöl-
miðlanna.
Nokkrar orðahnippingar urðu milli stjórnar-
andstæðinga og stjórnarliða á þingi um
daginn um þetta efni. Þótti Birki J. Jónssyni,
þingmanni Framsóknarflokksins, stjórnar-
andstæðingar orðnir full yfirgangssamir
þegar á þeim mátti skilja að fyrirspurnir
stjórnarliða væru orðnar margar og jafnvel
sviðsettar í auglýsingaskyni.
Stór mál og smá
Dæmi eru um fyrirspurnir sem litla athygli
vekja. Gunnar I. Birgisson spurði til dæmis um-
hverfisráðherra um fjölda mála hjá úrskurðar-
nefnd skipulags- og byggingarmála. Jafnframt
spurði hann um afgreiðslutíma slíkra mála.
Svar Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfis-
ráðherra var forvitnilegt en vakti ekki athygli.
Málin hjá nefndinni reyndust vera 77 talsins,
þar af 20 óafgreidd frá árunum 2002 og
2003. Af þessum 20 málum, sem nú hafa
legið tvö til þrjú ár hjá nefndinni, snertu 19
Reykjavíkurborg. Þau hefur ekki verið unnt að
afgreiða vegna þess að Reykjavíkurborg hefur
trassað að láta nefndinni í té gögn sem hún
verður að fá í hendur frá lægri stjórnsýslustig-
um. Fram kom í svari Sigríðar Önnu að gögn
hefðu ekki borist frá Reykjavíkurborg þrátt
fyrir að gengið hefði verið eftir þeim, nú
síðast með bréfi 12. apríl síðastliðinn. Af
þessum sökum velti umhverfisráðherrann því
fyrir sér hvort ástæða væri til þess að beita
einhverjum viðurlögum.
Vera má að lítil fyrirspurn verði til þess að
Reykjavíkurborg sjái sitt óvænna og skili
gögnum. Hver veit.
22 14. maí 2005 LAUGARDAGUR
Stjórnarskráin ver rétt
þingmanna til að fylgja
eigin sannfæringu en
kjósendur hafa vald og
segja sitt álit á stefnu-
málum og þingmönnum í
kosningum. Eftir er að
sjá hvort nýjum þing-
manni Sjálfstæðisflokks-
ins tekst að breyta sjáv-
arútvegsstefnu flokksins.
Svo getur líka verið að
hann sé orðinn henni
sammála.
Svikari var það orð sem einn af
kjósendum Frjálslynda flokks-
ins í Kópavogi notaði um Gunnar
Örlygsson þingmann, sem á síð-
asta degi þinghaldsins sagði sig
úr Frjálslynda flokknum og
gekk til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn. Umræddur kjósandi
bætti við, þar sem hann var ný-
stiginn út úr flugvél á Reykja-
víkurflugvelli, að hann hefði
kosið Frjálslynda flokkinn í síð-
ustu kosningum til þess að
styðja ákveðinn málstað sem
Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Frjálslynda flokksins,
stæði fyrir, en vegna búsetu
sinnar og kjördæmaskipunar-
innar hefði hann orðið að greiða
Gunnari Örlygssyni atkvæði sitt
eins og 2.889 aðrir kjósendur í
Suðvesturkjördæmi. „Er þetta
leyfilegt og hvað um trúverðug-
leikann hjá liðhlaupa sem fyrir
fáeinum dögum gagnrýndi
stjórnarliða hástöfum?“ spurði
kjósandinn úr Kópavogi.
Gunnar Örlygsson sagði sig
úr Frjálslynda flokknum og var
tekinn í þingflokk Sjálfstæðis-
flokksins seint síðastliðið mið-
vikudagskvöld. Davíð Oddsson
fagnaði liðsaukanum. Spurður
um harða gagnrýni Gunnars á
ríkisstjórnina og stjórnarliða
svaraði Davíð: „Ja, það er nú
hluti af því sem gerist að stjórn-
arandstöðuþingmaður gagnrýnir
stjórnarsinna. Þannig er það en
hins vegar ef menn hafa horft og
hlustað grannt á hans athuga-
semdir þá hafa þær nú fallið
nær okkur heldur en sumra af
hans fyrrum félögum í Frjáls-
lynda flokknum. Það er ekki
nokkur vafi að hann hefur staðið
nær okkur en þeir,“ sagði Davíð
að lokinni inntöku Gunnars í
þingflokk Sjálfstæðisflokksins
seint á miðvikudagskvöld.
Stundum segja íslenskir Evr-
ópusambandssinnar að áhrif Ís-
lendinga á ákvarðanir ESB verði
meiri ef þeir ganga í sambandið.
Utan þess séu þeir hins vegar
dæmdir til að taka við tilskipun-
um og regluverki Evrópusam-
bandsins án þess að hafa fengið
tækifæri til að móta tilskipanirn-
ar sjálfar. Vera má að Gunnar
Örlygsson hafi hugsað eitthvað á
þá leið að áhrif hans kynnu að
verða meiri með því að ganga
stjórnarliðum á hönd. Þannig
gæti hann til dæmis haft áhrif á
stefnumörkun í sjávarútvegi,
sem er sérstakt áhugamál hans.
„Í sjávarútvegsmálum hef ég tal-
að fyrir breytingum, sem einkan-
lega snúa að aukinni samkeppni
á vísindasviðinu sem er forsenda
árangurs. Frjáls samkeppni hug-
mynda er jafn eðlileg og sam-
keppni í atvinnulífinu,“ sagði
Gunnar í yfirlýsingu sinni
frammi fyrir þingheimi. Einar
Oddur Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur lengi
haft svipuð baráttumál. Hann
fagnar áreiðanlega liðsaukanum
enda hafa sjónarmið hans í þeim
efnum átt erfitt uppdráttar hjá
flokksforystunni.
En leyfist þingmanni að
skipta svona um flokk? Eru þetta
heilindi? Eru þetta svik?
Réttur þingmanna til þess að
fylgja sannfæringu sinni er var-
inn í stjórnarskrá lýðveldisins. Í
48. grein segir: „Alþingismenn
eru eingöngu bundnir við sann-
færingu sína og eigi við neinar
reglur frá kjósendum sínum.“
Gunnar Helgi Kristinsson,
stjórnmálafræðiprófessor við
Háskóla Íslands, segir þessa
reglu eiga við flest ef ekki öll
þjóðríki með lýðræðishefðir.
„Þetta getur varla öðruvísi verið
því ef þingmenn fylgja ekki
sannfæringu sinni heldur regl-
um flokks eða kjósenda verða
umræður á þingi marklausar. En
þetta er lögformleg hlið málsins
og pólítíska hliðin er önnur.
Gunnar Örlygsson þarf að sann-
færa kjósendur um að hann sé
trúverðugur í athöfnum sínum.
Þeir geta sagt sitt álit á honum í
næstu kosningum. Gunnar þarf
til dæmis að sannfæra kjósendur
um að að trúverðugt sé að ganga
úr flokki sem hefur á stefnuskrá
að hnekkja núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi og í flokk sem
komið hefur þessu sama kerfi á
og styður það í meginatriðum,“
segir Gunnar Helgi.
Í yfirlýsingu fyrir helgina
segir miðstjórn Frjálslynda
flokksins að það lýsi litlum
drengskap af hálfu Gunnars Ör-
lygssonar að nota fylgi kjósenda
Frjálslynda flokksins til þess að
styrkja ríkisstjórnina til verka
þvert á hans eigin málflutning.
johannh@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Löglegt en siðlaust
nánar á visir.is
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Samkeppnisstofnun gerði ríkisstjórninni það sem alls
ekki mátti gera. Hún snerti hina ósnertanlegu. Hún snerti
þá sem aldrei hafa þurft að bera ábyrgð á gerðum sínum.
Hún snerti þá sem hingað til hafa setið á fremsta bekk á
landsfundum stjórnarflokkanna og rakað saman fé í þeirra
þágu.“
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í
umræðum um samkeppnismál á Alþingi 11. maí.
Sauðburður er hafinn og 63 þingmenn eru farnir í 140
daga leyfi frá þingstörfum. Þeir koma aftur saman til
fundar við Austurvöll eftir fyrstu göngur, í byrjun október.
Kristinn H. Gunnarsson hóf umræðu í þinginu um
þetta langa hlé og starfshætti þingsins um hádegisbil á
miðvikudag. Hann uppskar litlar þakkir stjórnarliða fyrir
framtakið og vildu ýmsir meina að hann hefði með þessu
uppátæki tafið þinglokin ótæpilega.
Síðustu þingvikunni lauk seint á miðvikudagskvöld
með syrpu viðburða. Gunnar Örlygsson kvaddi Frjáls-
lynda flokkinn og var tekinn inn í þingflokk sjálfstæðis-
manna samdægurs. Athygli vakti fjarvera Gunnars við
atkvæðagreiðslu þennan dag í þinginu. Fjarveran er lík-
lega skiljanleg þegar betur er að gáð. Átti Gunnar að verja
síðustu tímunum í Frjálslynda flokknum til þess að greiða atkvæði gegn frum-
vörpum og tillögum Sjálfstæðisflokksins?
Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi sem forseti þingsins og setti
hraðamet í atkvæðagreiðslu. Halldór ætlar ekki að gefa kost á sér í forseta-
embættið á hausti komanda enda um samið að þá setjist Sólveig Pétursdótt-
ir flokkssystir hans í forsetastólinn. Halldór verður vitanlega áfram á þingi.
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, þakkaði Halldóri fyrir hönd
þingmanna en Halldór hefur stýrt þingfundum frá vormánuðum 1999. Eftirfar-
andi athugasemd Ögmundar vakti kátínu í þingsalnum: „Þótti mörgum vita á
stormasama sambúð hans við þingið hvernig hann handlék fundahamarinn í
upphafi forsetaferils síns fremur sem verkfæri til stórátaka en léttan smíðisgrip
úr trjáviði.“
Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, ætlar að hætta á þingi enda búin að
ráða sig til kennslu- og rannsóknastarfa við Háskólann á Bifröst. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir tekur sæti hennar í haust.
Gunnar I. Birgisson ætlar að hætta, en hann sest í stól bæjarstjóra í Kópa-
vogi 1. júní næstkomandi. Árni Mathiesen, Sigríður Anna Þórðardóttir og Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir eru í efstu sætum á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæminu ásamt Gunnari sem skipaði annað sæti. Öll
eru þau ráðherrar. Gunnar verður bæjarstjóri.
Verkfæri til stórátaka
VIKA Í PÓLITÍK
JÓHANN HAUKSSON
Markaðurinn
á mannamáli
Nýtt v
iðskip
tablað
frítt með Fr
éttablaðinu
á morgun
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
P
R
E
2
7
9
0
8
0
4
/2
0
0
5
Sögurnar • Tölurnar • Fólkið
Nú þarftu ekki lengur að vera sérfræðingur til að fá botn í markaðsmálin.
Hér eftir mun Markaðurinn fylgja Fréttablaðinu frítt alla miðvikudaga.
Í Markaðnum munum við leggja sérstaka áherslu á að fjalla á auðskilinn
hátt um íslenska og erlenda markaði og viðskiptalíf. Við munum ekki
einskorða okkur við stórviðburði heldur m.a. greina frá fólki sem vinnur
góð verk í misstórum fyrirtækjum víða í þjóðfélaginu.
GUNNAR ÖRLYGSSON, ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS-
INS Tekst Gunnari að hafa áhrif á sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins? Eða gekk hann í flokkinn vegna þess að hann er stefn-
unni sammála?
GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON, ÞINGMAÐUR FRJÁLSLYNDA
FLOKKSINS „Lítill drengskapur af hálfu Gunnars Örlygssonar að
nota fylgi okkar til að styrkja ríkisstjórnina.“