Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 14. maí 2005 27 Landbúna›arháskóli Íslands starfar á svi›i hagn‡trar náttúrufræ›i. Megin vi›fangsefni hans er n‡ting og verndun náttúruau›linda á landi. Umsóknarfrestur um nám vi› LBHÍ er til 10. júní firjár námsbrautir til BS prófs Búvísindi Áhersla á undirstö›ugreinar í efnafræ›i, jar›vegsfræ›i og líffræ›i og sérhæf›ar greinar nytjajurta- og búfjárgreina auk rekstrar- og tæknigreina. Námi› gefur gó›an grundvöll fyrir rá›gjafastörf, kennslu og rannsóknir auk búrekstrar. Náttúru- og umhverfisfræ›i Vi›fangsefni› er náttúra Íslands, áhrif mannsins á hana og náttúruvernd. Námi› felur í sér mikinn sveigjanleika í vali, en hefur fló sameiginlegan grunn. fia› n‡tist vel fyrir margvísleg störf a› umhverfismálum, landn‡tingu, landgræ›slu og skógrækt. Umhverfisskipulag Námsgreinum á svi›um náttúruvísinda, skipulags, tækni og hönnunar er hér flétta› saman og megináhersla er lög› á samspil náttúru, manns og forma. Námi› gefur gó›a undirstö›u til fekara náms í landslagsarkitektúr, skipulagsfræ›i, umhverfisfræ›i og tengdum greinum. Almenn inntökuskilyr›i - fia› sama gildir um allar námsbrautirnar a› umsækjandi flarf a› hafa loki› stúdentsprófi e›a ö›ru jafngildu framhaldsskólaprófi. Námi› tekur a› lágmarki flrjú ár til BS prófs (90 einingar). A›sta›a til náms A›setur háskólanáms LBHÍ er á Hvanneyri í Borgarfir›i. fiar hefur á undanförnum árum risi› myndarlegt háskólaflorp, me› nemendagör›um flar sem í eru bæ›i einstaklingsherbergi og fjölskylduíbú›ir. Leikskóli, grunnskóli og verslun eru á sta›num. Landbúna›arháskóli Íslands A›alstö›var: Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland Sími: 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Ljósmynd : A u› ur S ve in sd ó tt ir – H ö nn un : N æ st SPURNING: ER ANDEFNIÐ Í ENGLUM OG DJÖFLUM EFTIR DAN BROWN TIL Í ALVÖR- UNNI? Svar: Í spennusögunni Englar og djöflar segir frá dularfullu leyni- félagi sem felur tæpt gramm af andefni í Vatíkaninu og hótar að sprengja Páfagarð í loft upp. Þeg- ar líða tekur á söguna kemur í ljós að nánasti aðstoðarmaður páfa og uppeldissonur er höfuðpaurinn í leynifélaginu og ætlun hans er í raun að bjarga Vatíkaninu á síð- ustu stundu, fljúga á brott í þyrlu með andefnið og snúa síðan aftur líkt og fyrir kraftaverk. Trú og vísindi Í sögunni takast á einfaldar and- stæður trúar og hátæknivísinda. Eitt markmið leynifélagsins er að sýna fram á yfirburði trúarinnar og efla hlut hennar í flóknum nú- tímaheimi. Vísindunum í bókinni er bæði teflt fram sem andstæð- ingi trúarinnar og sem banda- manni hennar. Andefnisrannsókn- irnar eru til að mynda stundaðar með mikilli leynd af kaþólskum vísindamanni sem hefur í hyggju að komast til botns í því hvernig Guð skapaði heiminn. Yfirmaður rannsóknastöðvarinnar er hins vegar „hreinræktaður“ vísinda- maður, andsnúinn öllu trúarlegu og minnir eflaust suma eilítið á breska vísindamanninn Stephen Hawking, því hann er lamaður og ekur um í hjólastól. Hvað er andefni? Í sögunni er andefninu stolið frá Evrópsku rannsóknastöðinni í ör- eindafræði, CERN, en hún er skammt frá borginni Genf í Sviss. Margir vita að Veraldarvefurinn á rætur að rekja þangað en þar var fyrsta vefsíðan birt í ágúst 1991. Við höfum fjallað nokkuð um andefni á Vísindavefnum, meðal annars í svörum við spurningun- um Hvað er andefni? og Hvað felst mikil orka í andefni? Þar kemur fram að andefni er eins konar spegilmynd venjulegs efn- is. Þegar öreind og samsvarandi andeind koma saman eyða þær hvor annarri og orkan sem fólgin var í massa þeirra losnar úr læð- ingi. Hálft gramm = kjarnorkusprengja Ef hálft gramm af andefni kæmist í snertingu við hálft gramm af venjulegu efni mundi orkan sem losnar samsvara orkunni í kjarnorkusprengjunni sem lagði Hiroshima í rúst í lok seinni heimsstyrjaldar. Andefni í óvinahöndum hljóm- ar því ekkert sérstaklega gæfu- lega og það er skiljanlegt að það fari hrollur um menn þegar þeir frétta af andefnisverksmiðjunni í CERN sem framleiðir andefni á hverjum degi. En það er samt engin ástæða fyrir almenning að örvænta því þótt vísindamenn séu orðnir nokkuð góðir í að framleiða andefni er afar erfitt að geyma það nema í örstutta stund. Öreindahraðlar Andefnið sem um ræðir í Englum og djöflum er nákvæmlega eins og andefnið sem framleitt er í ör- eindahröðlum í CERN, en þeir eru geysistórir og notaðir til að skyggnast inn í smæstu eindir efnisins. Það sem er óvenjulegt í bókinni er hvernig andefnið er geymt og hvað það er í miklu magni. Geymsla á andefni Skipta má geymslu á andefni í tvö tilvik. Ef andefnið er óhlaðið eru engar aðferðir þekktar til að halda því frá venjulegu efni og því eyðist það samstundis. Ef andefnið er rafhlaðið eins og til dæmis jákvætt hlaðin and- rafeind (líka kölluð jáeind) eða neikvætt hlaðin andróteind, er hægt að geyma það í svokölluðum „rafsegulflöskum“ svipuðum þeim sem lýst er í bókinni. Gald- urinn er sá að rafhlaðnar agnir komast ekki beint áfram í segul- sviði heldur fara þær í hringi. Með því að stilla rafsegulsviðið rétt má neyða agnirnar til þess að hreyfast í spíral fram og til baka án þess að snerta veggi ílátsins og eyðast. Vandamál við geymslu á and- rafeindum Gallinn við þessa aðferð er hins vegar sá að á milli hleðslna með sama formerki verkar fráhrindi- kraftur og því er ekki hægt að geyma mikið magn af andrafeind- um í sama íláti. Rafkrafturinn á milli þeirra verður of sterkur til að segulsviðið geti haldið þeim frá veggjum ílátsins. Það er ekki hægt að leysa vandann með því að blanda saman andrafeindum og andróteindum því þær myndu bindast saman í andvetni sem er óhlaðið. Fjöldaframleiðsla á andróteindum Í andefnisverksmiðjunni í CERN eru framleiddar um það bil tíu milljónir andróteinda á hverri sek- úndu. Þetta gæti hljómað eins og há tala en hafa verður í huga að í einu grammi af andvetni eru 6 .1023 andróteindir svo það myndi taka milljarð ára að framleiða andróteindir í hálft gramm og þar að auki yrði ómögulegt að halda slíku magni af neikvætt hlöðnu andefni í skefjum. Þótt bókin Englar og djöflar byggi að hluta til á staðreyndum um andefni verður hún samt að flokkast sem vísindaskáldsaga þar sem höfundurinn fer frjálslega með þekkingu vísindanna þegar honum býður svo við að horfa vegna bókmenntalegra sjónarmiða. Kristján Rúnar Kristjánsson, doktorsnemi í eðlisfræði, og Jón Gunnar Þorsteinsson bókmenntafræðingur. Andefni me›al engla og djöfla Í ár fékk Vísindavefurinn styrk frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til að vinna samstarfs- verkefni með grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu. Starfsmenn vefjarins svöruðu ný- lega, því sem næst jafnóðum, spurningum frá tæplega 80 nemendum í Húsaskóla. Flestir krakkarnir spurðu um stjarnvísindi, dýrafræði, mannslíkamann og jarðvísindi. Laugalækjarskóli hefur einnig tekið þátt í sama verkefni. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS ÖREINDAHRAÐALL Horft inn eftir göngum í nýjum öreindahraðli sem verið er að smíða í CERN. Göngin eru 27 km löng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.