Fréttablaðið - 14.05.2005, Qupperneq 48
Þ egar Íslendingar hugsa umJesúm Krist koma upp íhugann blíðar og fagrar
hugrenningar: trú, von og kær-
leikur. Undir niðri vita þó flestir
að ljótustu stríð mannkynssög-
unnar hafa verið háð vegna
ólíkra trúarbragða. Allt í nafni
Jesú Krists, þess sem fyrirgefur
allar syndir, þótt kristilegur kær-
leikur hafi verið víðs fjarri. Sag-
an endurtekur sig æ ofan í æ, og
skemmst er að minnast eilífs
ófriðar í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs, þar sem saklausir
borgarar eru drepnir á víxl í
Palestínu og Ísrael.
Trúarbragðastríð eru fjarri Ís-
lands ströndum og auðvelt að
gleyma því blóðbaði og hörmung-
um sem kristilegur kærleikur og
guðlegur friður kostaði kristinn
lýð. Um þessar mundir er tími
krossferða rifjaður upp, nú síðast
í stórmyndinni Kingdom of Hea-
ven sem sjá má í kvikmyndahús-
um landins.
Krossför kallaðist herför krist-
inna manna til landsins helga til
að frelsa það undan heiðingjum.
Krossferðir voru vilji Guðs, en
það var Urban II. páfi sem fyrstur
hvatti krossfara til dáða með
krossmerki á öxlum og brjósti,
fánum og vopnum til að tryggja
öruggan sigur eða vera tákn um
píslarvættisdauða. Í stað þess að
kynna Jesúm Krist fyrir fólki af
öðrum trúarbrögðum og þjóðern-
um beittu kristnir krossfarar
vopnum sínum til að eyða og tor-
tíma, en krossferðirnar eru með
hroðalegri styrjöldum sögunnar.
Ragnarök
Í haust kemur út bókin Ragnarök
– 10 örlagaríkustu orrustur verald-
ar eftir séra Þórhall Heimisson,
en bókin segir frá tíu miklum orr-
ustum sem breyttu gangi sögunn-
ar. Hér fyrir neðan er gripið í
kaflabrot sem lýsir falli Jerúsal-
em í hendur krossfara 1099:
Umsátrið um Jerúsalem stóð í
einn mánuð og átta daga. Reyndist
það krossförunum ákaflega erfið-
ur tími. Kæfandi hiti kvaldi þá og
þeim þótti lítið til landsins koma.
Heimamenn voru flestir kristnir
og tóku fagnandi mót krossfarar-
hernum. Mikill trúarhiti heltók
hermennina við að horfa upp á
turna borgarinnar helgu. Þetta var
í fyrsta sinn sem svo stór hópur
kom til Jerúsalem frá Vesturlönd-
um, og það eftir að hafa liðið ægi-
legar þjáningar og fært miklar
fórnir. Margir riddaranna bjugg-
ust meira að segja við heimsendi.
Jerúsalem var í huga þeirra
svo miklu meira en venjuleg borg.
Hún varð tákn himnaríkis á jörð
og krossfarar þráðu að deyja fyr-
ir hana. Í augum hermanna urðu
múslímar sem héldu borginni
óvinir Guðs í fyllstu merkingu
þess orðs. Þeir spilltu og menguðu
borgina sem var helgastur allra
heilagra staða. Og moskan mikla
sem gnæfði yfir borginni var tákn
alls þess sem krossfararnir voru
komnir til að sigra. En múslímar í
borginni gerðu sér enga grein fyr-
ir trúarhitanum sem rak þessa
menn áfram, trúaræðinu er
kannski nær að kalla það. Sjálfir
hefðu múslímar aldrei liðið að
nokkur her kristinna manna sett-
ist um Mekku.
Verkfæri Satans
Múslímar vörðust vel enda múrar
borgarinnar háir. Flestir kristinna
manna höfðu verið reknir úr borg-
inni til að koma í veg fyrir að nokk-
ur gæti svikið hana í hendur inn-
rásarmanna. Herstjóri borgarinn-
ar var hinn egypski ad-Daula og lét
hann menn sína hæða her krist-
inna manna með því að ræna
krossum úr kirkjum borgarinnar,
koma þeim fyrir efst á borgarmúr-
unum og svína þá til. Ærði það at-
ferli krossferðaherinn sem þótti
sem múslímar væru verkfæri
Satans að hæða sjálfan Jesúm
Krist.
Tíunda júlí hófst stórárás á
borgina og eftir mikið mannfall, um
hádegisbil 15. júlí 1099, brutust
krossfarar inn í borgina. Næstu tvo
daga lögðu þeir hana undir sig með
oddi og egg. Voru nú engin grið gef-
in, en borgarbúar myrtir án mann-
greinarálits. Fjöldamorðin í Jer-
úsalem eru meðal grimmilegustu
hermdarverka veraldarsögunnar.
Íbúar Jerúsalemborgar voru brytj-
aðir niður og krossfarar létu greip-
ar sópa um auðæfi hennar.
Fjöldamorðin í Jerúsalem
Slátrunin stóð yfir í þrjá daga. Á
hinum fjórða degi, sunnudegi, var
gefin hvíld frá manndrápum til
guðsþjónustu, en daginn eftir var
morðunum fram haldið. Engum
var sýnd miskunn, hvorki konum,
börnum né gamalmennum. Og það
voru ekki aðeins múslímar sem
fengu að kenna á æði krossfar-
anna. Öllum Gyðingum sem náðist
til var smalað saman í stærsta
samkunduhúsi borgarinnar. Síðan
var kveikt í og allir sem inni voru
brenndir lifandi, allt Gyðingasam-
félagið sem bjó í Jerúsalem. Segir
sagan að margir hafi kosið að
kasta sér fram af borgarmúrnum
frekar en að falla í hendur kross-
fara.
Lýsingarnar á morðunum eru
svo ægilegar að vart er hægt að
hafa þær eftir. Segja samtíma-
heimildir ægilegan daun hafi leg-
ið yfir borgina langt fram eftir
hausti, en eina þekktustu sam-
tímaheimild um fjöldamorðin í
Jerúsalem ritaði Raymond frá
Aguiles, sem fylgdi krossfarar-
hernum. Hann segir svo frá:
„Sumir manna okkar háls-
hjuggu óvinina, aðrir skutu þá með
örvum þannig að þeir féllu úr turn-
unum þar sem þeir höfðu leitað
skjóls. Öðrum var varpað í eldana
sem loguðu um borgina. Hrúgur af
föllnum lágu um alla borgina. Það
var erfitt að komast áfram á hest-
baki vegna líkanna. En þetta var
ekkert á móts við það sem gerðist í
musteri Salómons þar sem Gyð-
ingar voru vanir að tilbiðja. Hvað
gerðist þar? Ef ég segi sannleikann
mun hann fara langt fram úr öllu
því sem þér er fært að trúa. Látum
því nægja að segja að í musteri
Salómons riðu menn í blóði upp að
hnjám hestanna“.
Hefnd múslíma
Alls myrtu krossfarar 40.000
manns þessa þrjá daga sem blóð-
baðið stóð yfir. Í þeim hópi voru
bæði Gyðingar, múslímar og
kristnir sem bjuggu í borginni
helgu. Þar var enginn greinarmun-
ur gerður á. Öllum íbúum borgar-
innar var útrýmt. Yfirmenn hers-
ins gerðu ekkert til að koma í veg
fyrir eða stöðva slátrunina. Allir
lögðu sitt að mörkum. Og enginn
virðist hafa séð eftir gjörðum sín-
um, heldur fagnaði herinn því að
borgin hefði verið „hreinsuð“.
Þegar fréttir bárust af
fjöldamorðunum urðu margir
kristnir menn í Evrópu fyrir áfalli.
Þetta stríð var ekki lengur venju-
legt landvinningastríð heldur hafði
snúist upp í heilagt stríð þar sem
litið var á óvininn sem óvin krist-
innar trúar. Og þó voru aðrir sem
fögnuðu, meðan múslímar um all-
an hinn íslamska heim fylltust
skelfingu og hétu hefnda. ■
28 14. maí 2005 LAUGARDAGUR
fiegar Íslendingar hugsa um Jesúm Krist koma upp í hugann blí›ar og fagrar hugrenningar: trú,
von og kærleikur. Undir ni›ri vita fló flestir a› ljótustu strí› mannkynssögunnar hafa veri› há›
vegna ólíkra trúarbrag›a. Allt í nafni Jesú Krists, fless sem fyrirgefur allar syndir, flótt kristilegur
kærleikur sé ví›s fjarri. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir glugga›i í kafla úr óútkominni krossfer›abók
séra fiórhalls Heimissonar um tíu örlagaríkustu orrustur veraldar.
INNRÁSIN Í JERÚSALEM „Sumir manna okkar hálshjuggu óvinina, aðrir skutu þá með örvum þannig að þeir féllu úr turnunum þar sem þeir höfðu leitað skjóls. Öðrum var varpað í
eldana sem loguðu um borgina. Hrúgur af föllnum lágu um alla borgina. Það var erfitt að komast áfram á hestbaki vegna líkanna. „
M
YN
D
/Ú
R
KV
IK
M
YN
D
IN
N
I K
IN
G
D
O
M
O
F
H
EA
VE
N
Í blóði upp að hnjám
HER KROSSFARA VIÐ JERÚSALEM
Jerúsalem var í huga krossfara svo
miklu meira en venjuleg borg. Hún
varð tákn himnaríkis á jörð og krossfar-
ar þráðu að deyja fyrir hana.