Fréttablaðið - 14.05.2005, Síða 50
30 14. maí 2005 LAUGARDAGUR
Markaðshyggja
í boltanum
firátt fyrir a› samkomulag hafi or›i› milli félaga í
Landsbankadeildinni um a› sama mi›aver› gildi á
öllum leikjum deildarinnar er mikil samkeppni um
áhorfendur og ‡mis sérkjör og tilbo› í bo›i.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
PR
E
28
28
5
5
/2
00
5
ERTU BÚINN
AÐ STILLA UPP
DRAUMALIÐINU
ÞÍNU Á VISIR.IS?
Stigahæstu liðin eftir 6, 12 og 18 umferðir fá veglega vinninga:
Ferð fyrir tvo á leik á Englandi - PSP, nýja leikjatölvan frá Playstation
Gjafabréf frá Landsbankanum - Áskrift að Sýn
Aukavinningur fyrir öflugasta hópleikinn
Þjálfarar í Landsbankadeildinni eru búnir að vinna heimavinnuna sína.
Ný þjónusta fyrir Draumaliðsþjálfara:
BOLTAVAKTIN - allt beint af
vellinum á visir.is
Sama miðaverð á leiki Landsbankadeildar karla:
Hugmyndin frá félögunum
NEYTENDUR „Hugmyndin er gömul og kemur ekki nema að litlu leyti frá okk-
ur hjá knattspyrnuforystunni,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Knattspyrnusambands Íslands, vegna þeirrar ákvörðunar að láta
sama miðaverð gilda á alla leiki í Landsbankadeildinni sem hefst eftir
helgina.
Geir segir forráðamenn félaganna hafa tekið þetta upp og frumkvæð-
ið komi því þaðan. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um
þetta félaganna á milli en um þetta var kosið og
þetta samþykkt. Mín persónulega skoðun er sú að í
framtíðinni muni miðaverð miðast við aðstöðu þá
sem stuðningsmönnum er boðið upp á. Á því er
mikill munur í dag. Stöku félög bjóða stúkur og
sæti meðan önnur gera það ekki.“
Aðspurður um hvort sama hugmynd ætti ekki
að gilda um Landsbankadeild kvenna segir Geir að
það komi vel til greina en það sé erfiðara þar sem
sum félögin taki gjald fyrir meðan önnur
gera það ekki. „Það má kannski segja að
það sé hugsunarleysi hjá okkur að hafa
ekki farið fram á slíkt hjá stelpunum. Ég
er nokkuð viss um að Landsbankinn
tæki vel í þá hugmynd að niðurgreiða
miða á leiki þeirra þannig að ókeypis
yrði á þá alla.“ -aöe
FRAMKVÆMDASTJÓRI KSÍ Segir þá
ákvörðun að láta sama verð gilda á alla leiki
koma frá félögunum sjálfum. Vel komi til
greina að láta slíkt einnig gilda um kvenna-
leikina í framtíðinni.
Landsbankadeild karla
og kvenna:
Baráttan
hefst eftir
helgina
LEIKIR KARLA:
Mánudagur 16. maí
Valur – Grindavík að Hlíðarenda
ÍA – Þróttur á Akranesvelli
Fram – ÍBV á Laugardalsvelli
Keflavík – FH á Keflavíkurvelli
Þriðjudagur 17. maí
Fylkir – KR á Fylkisvelli
LEIKIR KVENNA:
Mánudagur 16. maí
KR – Stjarnan á KR-velli
Þriðjudagur 17. maí
Breiðablik – Valur á Kópavogsvelli
Keflavík – FH á Keflavíkurvelli
ÍBV – ÍA á Hásteinsvelli
NEYTENDUR Tólf hundruð krónur
mun kosta fyrir fullorðna að
sækja leiki í Landsbankadeild
karla þetta sumarið samkvæmt
sameiginlegri ákvörðun Knatt-
spyrnusambands Íslands og fé-
laganna sjálfra. Enn verður þó
frítt á meginhluta leikja í Lands-
bankadeild kvenna eins og verið
hefur undanfarin ár.
Þetta er í fyrsta sinn sem fé-
lögin ákveða sameiginlega gjald-
skrá en það hefur þó ekki komið
í veg fyrir að hörð samkeppni
ríkir um að fá sem flesta á völl-
inn. Flest félögin bjóða upp á árs-
kort með ýmsum fríðindum og
geta áhugasamir sparað sér tals-
vert á að nýta sér slík tilboð. Enn
fremur mun Landsbankinn selja
miða á alla leiki í forsölu fyrir
fullorðna fyrir þúsund krónur og
munu börn og unglingar geta í
flestum tilfellum fengið frímiða
hjá útibúum bankans að auki.
Þannig getur fjölskylda farið
saman á völlinn fyrir tvö þúsund
krónur.
Áfram verður frítt á flesta
leiki í Landsbankadeild kvenna
eins og verið hefur undanfarin
ár. Þó eru undantekningar á
þeirri reglu. Á leikjum KR,
Keflavíkur og Stjörnunnar verða
fullorðnir að greiða 500 krónur
en frítt verður fyrir börn og ung-
linga. Líklegt þykir að einnig
muni kosta á leiki kvennaliðs
Vals en það fékkst ekki staðfest
hjá forráðamönnum félagsins.
Sú ákvörðun að hafa sameig-
inlega gjaldskrá hefur farið fyr-
ir ofan garð og neðan hjá mörg-
um. Benda nokkrir forráðamenn
á að engum dytti í hug að bjóða
sama miðaverð á leiki Arsenal og
Portsmouth eða Barcelona og
Getafe og vilja meina að hið
sama eigi að gilda hér á landi.
Félögin haf því gripið til þess
ráðs að bjóða árs- eða stuðnings-
mannakort á hagstæðum kjörum
í sumar og er þá jafnan innifalið
meira en sé keyptur einn miði.
Frítt kaffi, kökur eða annað með-
læti meðan á leik stendur er al-
gengt og stöku félög eins og
Grindavík og Keflavík munu
bjóða korthöfum sínum enn frek-
ari umbun. Keflvíkingar eru
einna grimmastir í tilboðum sín-
um. Þar veitir fjölskyldukort
sem kostar 15 þúsund krónur að-
gang fyrir fjóra á alla leiki liðs-
ins, fríar veitingar meðan á leik
stendur, liðstreyja félagsins
fylgir með í kaupunum og þeir
sem mæta hvað oftast á leiki í
búningnum geta átt von á vegleg-
um vinningum. Þess utan býður
Keflavík stuðningsmönnum sín-
um á leik á útivelli í sumar og
mun í leiðinni verða grillað og
boðið upp á ýmislegt fyrir börn-
in.
Til samanburðar fá stuðnings-
menn Fram, svokallaðir Fram-
herjar, fátt eitt annað en miða á
leiki og kaffi með meðan stuðn-
ingsmenn KR og Grindavíkur fá
úthlutað sínum eigin sætum í
stúkum félaganna.
Ljóst er því að fyrir stuðn-
ingsmenn liðanna borgar sig að
kaupa árskort eða vera í stuðn-
ingsmannaklúbbum félaganna
flestra en ætli fólk aðeins á stöku
leiki er að líkindum vænlegast að
verða sér úti um miða í forsölu
hjá Landsbankanum.
albert@frettabladid.is
*Fjölskyldutilboð. Ársmiði fyrir einn á 12.000, séu tveir keyptir 22.000, séu þrír keyptir 30.000
** Fjölskylduklúbbur. Miðar fyrir tvo fullorðna og tvö börn á alla leiki plús veitingar fríar og ýmis önnur
fríðindi á 15 þúsund krónur.
*** Framherjaklúbburinn. Meðlimir fá frítt kaffi og frítt á leiki.
**** Hjónakort einnig í boði á 12 þúsund.
***** Toyota á Íslandi býður áhugasömum frítt á leiki Breiðabliks.
****** Þrjár tegundir árskorta í boði auk aðgangs að lokuðum stuðningsmannaklúbbi.
****** Ársmiðar Vals gilda á alla leiki karla og kvenna
******* Frítt kaffi fyrir árskorthafa. Einnig hægt að kaupa sérstök stuðningsmannakort
******** Sérstakt fjölskyldugjald verður væntanlega í boði.
HVAÐ KOSTAR Á VÖLLINN HJÁ STRÁKUNUM?
HVAÐ KOSTAR Á VÖLLINN HJÁ STRÁKUNUM?
HVAÐ KOSTAR Á VÖLLINN HJÁ STRÁKUNUM?
Félag VöllurFullorðinn Fullorðinn Barn Árskort Annað
í stúku í stæði
Valur Hlíðarendi 1200 1200 300 8000 ******
Fram Laugardalsvöllur 1200 1200 300 - ***
ÍA Akranesvöllur 1200 1200 300 -
Keflavík Keflavíkurvöllur 1200 1200 300 15000 **
Fylkir Fylkisvöllur 1200 1200 300 8400 ******
Grindavík Grindavíkurvöllur 1200 1200 300 9000 *******
Þróttur Laugardalsvöllur 1200 1200 300 -
ÍBV Hásteinsvöllur 1200 1200 300 8000 ****
KR KR-völlur 1200 1200 300 12000 *
FH Kaplakrikavöllur 1200 1200 300 - ********
HVAÐ KOSTAR Á VÖLLINN HJÁ STELPUNUM
Félag Völlur Fullorðinn Fullorðinn Barn
í stúku í stæði
KR KR-völlur 500 500 0 -
Breiðablik Kópavogsvöllur 0 0 0 - *****
Keflavík Keflavíkurvöllur 500 500 0 -
ÍBV Hásteinsvöllur 0 0 0 -
FH Kaplakrikavöllur 0 0 0 -
ÍA Akranesvöllur 0 0 0 -
Valur Hlíðarendi - - - -
Stjarnan Stjörnuvöllur 500 500 0 -
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L