Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 72

Fréttablaðið - 14.05.2005, Page 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Allar þarfir garðálfa uppfylltar IK E 28 22 2 0 5. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Draumasumar 3.490,- BÅLSÖ blómapottur Ø50 H35 sm HULTET blómastoð 160 sm 795,- STICK blómastoð 110 sm 195,- RÖNÖ garðskraut H35 sm 290,- BJURÖN garðáhöld 2 stk. 390,- BETA bali galvaniseraður Ø37 H23 sm 590,- BÅLSÖ hangandi blómapottur Ø18 H12 sm 690,- ODLA 30 sm bakki með 3 blómapottum 7 sm 295,- REVELN blómapottur Ø20 H21 sm 395,- FÄNÖ blómapottur terracotta Ø32 H65 sm 2.990,- HALLON blómapottur Ø14 H12 sm ýmsir litir 295,- HALLON hangandi blómapottur Ø32 H19 sm 1.190,- MYNTA blómapottur terracotta Ø32 H30 sm 790,- 290,- Beygla með grænmeti MYNTA blómapottur Ø25 H23 sm 690,- 60 ár Nú eru 60 ár liðin frá lokum seinniheimsstyrjaldarinnar og 87 ár eru reyndar liðin frá lokum þeirrar fyrri. Það segir sitt um bjartsýni Íslendinga, eins og bent hefur verið á, að þeir skuli vísa til þessara tveggja heims- styrjalda sem fyrri og síðari. Sem sagt: Íslendingar geri ekki ráð fyrir að heimsstyrjaldirnar verði fleiri. Það er búið að afgreiða þetta með þessum tveimur. Punktur. Ekkert rúm er í tungumálinu, úr því sem komið er, fyrir þriðju heimstyrjöldina enda sér það hver maður að ekki er hægt að tala um fyrri, síðari og svo þá þriðju, eins og menn séu með óráði. SÖMU orðanotkun um þessa hrylli- legu heimsviðburði ætti auðvitað að taka upp í öllum tungumálum. Þannig ættu enskumælandi þjóðir auðvitað að tala um „former“ og „latter“. Með því yrði vonandi fyrirbyggt að illa innrættir einræðisherrarar sem eru að gæla við að sprengja kjarnorku- sprengju einhvers staðar í stórborg- um hæfu þriðju heimsstyrjöldina, eða „world war three“. Slíkt yrði ein- faldlega útilokað í tungumálinu. Þannig yrði heimsfriður tryggður. MAÐUR sér þetta fyrir sér. Einhver brjálæðingur hótar að varpa bombu á Bandaríkin og hefja þar með heims- styrjöld. Þá yrði bara sagt við hann: „Heyrðu góði minn. Hvað heldur þú að þú sért að gera með þesssu brölti? Þú byrjar ekkert heimsstyrjöld úr þessu. Þær eru búnar. Þú verður að gera eitthvað annað.“ REYNDAR má sjá fyrir sér að smá- smugulegir skriffinnar geti fundið leið fram hjá þessu. Hugsanlegt er að tekið yrði upp á því að kalla nýja heimsstyrjöld því óþjála nafni Síðari heimsstyrjöld B. Og síðan C og D eftir því sem þær yrðu fleiri. Það yrði týpiskt nú á tímum óþjálla skamm- stafanna og alls kyns furðulegra nafn- gifta eins og skyr.is, sem gamalt fólk heldur að sé skyrís. Kannski myndi ný heimsstyrjöld verða kölluð heims- styrjoldin.com. Maður veit ekki. Í ÖLLU falli er ljós að einungis þeir sem eru verulega skrýtnir taka upp á því að hefja heimsstyrjöld upp á þessi býtti, því nú á dögum þarf allt að vera með logo og flott nafn, og ef Þriðja heimsstyrjöldin er útilokuð sem konsept, út af tungumálinu, að þá er náttúrlega best að sleppa þessu. EN svo er auðvitað möguleiki að hitt gerist, að allt fari í bál og brand á milli þeirra sem vilja sneiða framhjá tungu- málinu og tala um Síðari heimsstyrj- öld B – sem sagt hinna smekklausu og tilfinningalausu bjúrókrata – og hinna sem fallast alls ekki á slíkt og vilja vernda þá tæru bjartsýni sem felst í því að tala hreinlega bara um fyrri og síðari, og ekkert meira með það. Alveg yrði það dæmigert – nú þegar stríð eru einmitt háð í nafni friðar, eins mótsagnakennt og það hljómar – að slíkur ágreiningur myndi enda með heimsstyrjöld þar sem hinir bjartsýnu friðarsinnar færu með sigur af hólmi eftir endanlega tortímingu veraldar- innar og mannfall milljarða. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.