Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 11

Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2005 11 Norska Dagblaðið: Um 90 missa vinnuna NOREGUR Miklar sviptingar eru nú á norskum blaðamarkaði og fyrir helgina tilkynnti stjórn Dagblaðs- ins, eins stærsta síðdegisblaðsins, að segja yrði upp 89 manns vegna mikils taps á rekstri blaðsins. Þarf blaðið að skera niður út- gjöld um einn milljarð íslenskra króna fram til 2007. Dagblaðsins var daglega prentað í ríflega 183 þúsund eintökum á síðasta ári en sala á blaðinu hefur dregist sam- an um meira en tuttugu þúsund eintök það sem af er þessu ári. Hluti sparnaðaraðgerða felst í því að loka öllum útibúum blaðsins utan Oslóar. ■ FRÍVERSLUN Davíð Oddsson utanrík- isráðherra og Bo Xilai, utanríkis- viðskiptaráðherra Kína, hafa und- irritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarvið- ræðna. Áætlað er að gera hag- kvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. Í hagkvæmniskönnununinni verður safnað saman upplýsing- um um viðskiptahagsmuni, lagaumhverfi og fjárfestingar- og þjónustumöguleika sem skipta máli fyrir væntanlegar samninga- viðræður á milli landanna. Aðildarsamningur Kína við Al- þjóðaviðskiptastofnunina veitir auknar heimildir til verndarað- gerða gegn kínverskum innflutn- ingi en samkvæmt þessu nýja samkomulagi ætlar Ísland ekki að beita þeim heimildum heldur hef- ur áfram sömu heimildir og gagn- vart öllum öðrum aðildarríkjum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Í gildi eru fríverslunarsamn- ingar Íslands við EFTA-ríkin Sviss, Noreg og Liechtenstein en nýi samningurinn við Kína er ein- faldlega tvíhliða samningur tveggja ríkja. Rætt verður um hugsanlega aðkomu hinna EFTA- ríkjanna á síðari stigum samn- ingaviðræðna. ■ Fríverslun við Kína: Undirbúningur hafinn DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra Íslands og utanríkisviðskiptaráðherra Kína undirbúa frí- verslunarviðræður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.