Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2005, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 17.05.2005, Qupperneq 14
14 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu en hann þekur um 8.100 ferkílómetra landsvæði. Eðli málsins samkvæmt er ísmagnið gríðarlegt en talið er að alls séu í jöklinum um 4 þúsund rúmkíló- metrar af ís og vegur jökullinn um 3.000 milljarða tonna. Eðlilega hefur jarðskorpan látið undan þessu fargi og sigið. Hæstu tindar landsins Þrír hæstu Íslands eru á Vatnajökli, Kverkfjöll ná 1.860 metra hæð, Bárðar- bunga 2.000 metrum sléttum og Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur landsins, 2.119 metrar yfir sjávarmáli. Hæsti tindur utan Vatnajök- uls er Snæfell sem þó er nágranni jök- ulsins, stendur við norðausturhorn hans og gnæfir 1.833 metra yfir sjávarmál. Eldur og ís Mikil eldvirkni er undir Vatnajökli og gýs þar reglulega í nokkrum virkum eld- stöðvum. Virkast er í Grímsvötnum en þar hefur gosið tvisvar á síðustu árum, síðast árið 2004. Alls gaus tíu sinnum í eldstöðinni á 20. öldinni og því er um að ræða virkustu eldstöð landsins. Þeg- ar gýs í Grímsvötnum fylgir oftar en ekki jökulhlaup niður Skeiðarársandinn með tilheyrandi skemmdum á mannvirkjum. Stórt gos varð í elstöðinni Gjálp í Bárð- arbungu árið 1996 og varð hamfara- hlaup í kjölfarið sem olli gríðarlegum skemmdum á vegum og má enn sjá á sandinum ummerki hlaupsins. Öræfa- jökullinn er sjálfur virk eldstöð og þar hefur gosið tvisvar síðan land byggðist. Hvað ef hann hverfur? Sökum þess hversu mikið farg jökullinn er á jarðskorpunni yrði landris nokkuð mikið ef hann hyrfi og mundi þess gæta langt út fyrir jaðar jökulsins. Land- ris við Höfn í Hornafirði yrði um 20 metrar og allt að 5 metrar í 50 kíló- metra fjarlægð frá jöklinum. Þessar breytingar tækju þó alllangan tíma eða allt að 100 ár. HEIMILDIR: Vefur Veðurstofu Íslands og Vísindavefur Háskóla Íslands Stærsti jökull Evrópu FBL-GREINING: VATNAJÖKULL Styrmir Steingrímsson er Fjallaleið- sögumaður. Hann var einn þeirra sem lóðsaði 200 manns á Hvanna- dalshnúk. Hvernig var? Þetta var einfaldlega fullkominn dagur á fjöllum. Var ekkert erfitt að koma öllum skaranum upp á tindinn? Nei, alls ekki. Þegar hópurinn er jafn sam- stiga eins og þessi var þá er þetta eintóm gleði. Hefur þú gengið oft á hnjúkinn sjálfur? Já, ég hef enga tölu á því orðið. Það kemur fyrir að maður gangi í svona blíðu en þetta var al- veg einstakt, útsýni til allra átta. Hefur svona stór hópur áður gengið á hnjúkinn? Nei, aldrei hafa svona margir gengið þetta á einum degi. Gengi› hann oft á›ur GENGIÐ Á HVANNADALSHNÚK SPURT & SVARAÐ – hefur þú séð DV í dag? Myrtur fyrir að ávarpa morðingjann ekki rétt Ófrísk eiginkonan og þriggja ára dóttir voru á staðnum Gengi› á hæsta tindinn Um 200 manns gengu á Hvannadalshnúk nú um hvítasunnuhelgina í fylgd Fjallaleiðsögumanna. Veðrið lék við göngumenn sem þurftu að fækka fötum í hitanum þrátt fyrir að vera staddir á jökli í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli. SÍÐASTI SPOTTINN Um 200 manns gengu á Hvannadalshnúk á laugar- daginn í fylgd Fjalla- leiðsögumanna. Hér er á ferðinni hópur frá Ferðafélagi Íslands. ÓTRÚLEGT ÚTSÝNI Ægifagurt útsýni blasti við göngumönnum þegar á tindinn var komið en mikil vindkæling var á tindinum þrátt fyrir sólskinið. Hér horfa göngumenn til vesturs yfir Skeiðarárjökul að Lómagnúpi, Heklu og Mýrdalsjökli. FARARSTJÓRAFUNDUR Hér er hópur Fjallaleiðsögumanna á far- arstjórafundi fyrir ferðalagið klukk- an fimm að morgni. Hnjúkurinn sjálfur sést í bakgrunni. Sjö tímum síðar hafði hópurinn gengið upp Virkisjökul upp á hnjúkinn. FÖGUR FLJÓÐ Á JÖKLINUM Göngu- menn spókuðu sig léttklæddir í 17 stiga hita í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli, veðurblíðan hreinlega með ólíkindum. MINNINGIN FEST Á „FILMU“ Margir göngumanna höfðu myndavélar meðferðis og festu þessa minningu um gönguna á hæsta tind landsins á filmur og minniskubba. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STYRMIR STEINGRÍMSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.