Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 18

Fréttablaðið - 17.05.2005, Page 18
Í dag er þjóðhátíðardagur Norð- manna. Hann er ávallt í heiðri hafður í fjölskyldu Sivjar Frið- leifsdóttur, enda er hún sjálf fædd í Osló. „Við förum alltaf í jarða- berjaskreytta rjómatertu hjá mömmu og síðan tekur við mót- taka í norræna húsinu seinnipart dags,“ segir Siv sem greinilega leggur mikið upp úr því að halda lífi í norskum fjölskyldurótum sínum. „Við fórum líka alltaf með strákana okkar í skrúðgöngu, þar sem við veifuðum norskum fánum og tókum þátt í hefðbundnum há- tíðarhöldum, en þeir eru nú orðn- ir frekar gamlir fyrir það stand núna finnst mér,“ segir Siv. Móðir Sivjar, Björg Juhlin Árnadóttir, er norsk og hefur kennt norsku í 35 ár á öllum stig- um skólakerfisins. Í gegnum hana hafa viðhaldist rík tengsl við Nor- eg og norska menningu. Yngsti sonur Sivjar var skírður virðulegu norsku nafni, Hákon Juhlin, og mun því óhjákvæmi- lega tengjast Noregi alla sína tíð. Siv telur tengslin við móðurlandið mikilvæg og leggur sig fram við að halda þeim tengslum traustum og góðum. Þannig heimsækir fjöl- skyldan Noreg reglulega og er með ferð þangað í sumar í bígerð. Fjölskyldan hefur lagt sig fram við að viðhalda norskri tungu og hefur Siv oft notað hana á ráð- stefnum.“Við systkinin tölum norsku reiprennandi og reynum að miðla þekkingunni til annarra fjölskyldumeðlima sem mest,“ segir Siv og er greinilega meðvit- uð um mikilvægi þess að búa yfir góðri kunnáttu í skandinavískri tungu. Á þessu ári eru 100 ár síðan Norðmenn slitu konungssamband- inu við Svía og því er dagurinn í dag örlítið stærri en venjulega. Norska sendiráðið heldur utan um hátíðarhald og hefur skipulagt dagská sem hefst með minningar- athöfn í Fossvogskirkjugarði um látna Norðmenn á Íslandi. Dag- skráin er aðgengileg á vefsetri Norðmanna á Íslandi, www.noreg- ur.is. ■ 18 17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR BILL PAXTON (1955- ) fæddist þennan dag. Siv hlúir að rótunum TÍMAMÓT: NORÐMENN FAGNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI „Ég hef ætíð elskað kvikmyndir um svika- hrappa, þeir eru jafn bandarískir og eplabaka.“ - Bill Paxton er bandarískur leikari sem leikið hefur í myndum á borð við Aliens og Apollo 13. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Hallgrímur Egill Sandholt, verkfræðing- ur, lést fimmtudaginn 12. maí. Jón Lúthersson, frá Brautarholti í Staðarsveit, Grýtubakka 26, lést föstu- daginn 13. maí. JAR‹ARFARIR 15.00 Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, verður jarðsungin frá Digranes- kirkju. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Siv ásamt frænda sínum, Bjarka Þór Friðleifssynii, og syni, Hákoni Juhlin Þorsteinssyni. Líkkista með leifum leikarans Charlie Chaplin var grafin upp úr túni skammt frá heimili hans í Sviss þennan dag árið 1978, en líkkistunni hafði verið rænt úr gröf hans ellefu vikum áður. Chaplin lést á jóladagsmorgun árið 1977, þá 88 ára gamall. Hann var jarðsettur í þorpinu Corsier í hæðunum ofan við Genfarvatn, en Chaplin hafði búið í Sviss frá 1952. Þegar líkstuldurinn spurðist út barst fjöldi krafna um lausnar- gjald. Flestar voru gabb en nokkrum vikum eftir ránið barst krafa ásamt ljósmynd af líkkistu Chaplins. Ekkja leikarans, lafði Oona O’Neill Chaplin, neitaði að borga og sagði að manni sínum hefði fundist þetta fáránleg upp- ákoma. Lögreglan hleraði síma Chaplin- fjölskyldunnar og handtók í kjöl- farið 24 ára gamlan Pólverja og 38 ára Búlgara. Pólverjinn War- das sagðist hafa fengið hug- myndina af svipuðu máli í ítölsku fjölmiðlunum og hélt að þarna væri komið svar við öllum hans fjárhagsvandræðum. Hann hlaut fjögurra og hálfs árs fang- elsi fyrir uppátækið. Líkkista Chaplins var jörðuð á ný í kirkjugarðinum en nú í þjóf- heldri steyptri gröf. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1724 Mývatnseldar hefjast og standa með hléum í 5 ár. Gígurinn Víti í Kröflu verður til. 1841 Tómas Sæmundsson, prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, deyr, 33 ára að aldri. Hann var einn Fjölnis- manna. 1904 Guðmundur Björnsson, síð- ar landlæknir, mælir þessi frægu orð á bæjarstjórnar- fundi þegar nauðsyn vatns- veitu ber á góma: „Vér verðum annaðhvort að flytja bæinn að vatni eða vatn að bænum.“ 1990 Mikhaíl Gorbatsjov hittir Kazimiera Prunskiene, for- sætisráðherra Litháens, á sögulegum fundi vegna vaxandi spennu. 1998 Kristján Helgason verður Evrópumeistari í snóker á móti í Finnlandi. Líkkista Charlies Chaplin finnst Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.           !" # $" ! $% &   ' ( ) !* +  $* * * & ,'% -./0 %  ) !" !&! -$&!!" % ) ! + &"1 ,! 2 1 3    4!") * 5$     6     &  5&6$ ! "1  7  ) ' )(!     & *"* 8"! 3  &*& !  6  & "  *() ! ,&*     *  $*,'"9 "  * &*  " 5$   &* 1 &:"2 1-./0+ &"1' 5&6$1  ;" "* !" & " 6   < &  < & 6!  &")3  53 = & "!  & !   & * " ! " (9 " "/ "!!&  !1 "2)" !>9  3! " ?,"!! $"  *& !!"& !!  7" &!  7"! & "! ->?$" <" < 7   23 !(& "=< 7 ) @3&! & " 7  A!!" 0& " "!! "     "      #$  %  ! #& '(             )      *+    2)" !B !!$"     09 "  $* 5$     !  B ! C !"  7 "!! @"" ,"*"  7 &!D,1 " "    ! &  &*   $* ,"!"  "  *" &    * * D#  ") " !"  ! ! "'"D#D "*  & $*  )!"D  )  "  -)"" !&   Kær vinur okkar, Hákon Björnsson Suðurgötu 27, Keflavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 6. maí. Hann verður jarðsung- inn frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði miðvikudaginn 18. maí kl. 14.00. Grétar Sveinsson, Jón Benjamínsson og fjölskyldur. „Ég sennilega eins og flestir strákar á þessum aldri, seldi Vísi og bar út Alþýðublaðið,“ segir Hreinn S. Hákonarson, fanga- prestur Þjóðkirkjunnar, um sitt fyrsta starf. Hreinn segir Al- þýðublaðið yfirleitt hafa verið létt í poka en hann minnist þess helst að hafa alltaf fengið ríflega af aukablöðum af Vísi sem hann seldi síðan á torginu í bænum. „Það var heilmikill aukapeningur í því,“ segir Hreinn sem eyddi hýrunni aðallega í sælgæti og bíóferðir. Hreinn bar Alþýðublaðið út í Grímstaðarholtinu. „Í minning- unni er það kannski undarlegt að flestir áskrifendurnir voru á Ægisíðunni og Tómasarhaganum sem talin var auðmannagata,“ segir Hreinn sem einnig minnist þess að stór hópur fólks fékk blaðið ókeypis. „Lík- lega hafa það verið einhverjir höfðingj- ar, athafnamenn og pólitíkusar sem blaðið hefur talið akk í að fengju blaðið,“ segir Hreinn sem las myndasögurnar í blöðunum. Hreinn man vel eftir Ólafi blaðasala. „Hann gat verið ill- skeyttur. Hann stóð á horninu þar sem nú er veitingahúsið Ap- ótekið. Maður mátti ekki koma nálægt honum, þá hreytti hann einhverju í mann,“ segir Hreinn sem dáðist alltaf að því hvað Óli gat haldið á mörgum blöðum und- ir hendinni. ■ AFMÆLI Árni Ibsen leikskáld er 57 ára. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrum handboltakappi, er 43 ára. Gunnlaugur Stefánsson, prestur og fyrrverandi al- þingismaður, er 53 ára. Birgir Örn Steinarsson tónlistarmaður er 29 ára. H‡ran fór í sælgæti og bíófer›ir FYRSTA STARFIÐ HREINN S. HÁKONARSON Fanga- presturinn bar út blöð sem ungur strákur í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.