Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 78

Fréttablaðið - 17.05.2005, Side 78
17. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Síðasta vika var í meira lagi við- burðarík hjá mér en þá rættust tveir gamlir æ s k u d r a u m a r mínir. Draumar sem voru svo galn- ir að ég lagðist næstum í þung- lyndi vegna geðs- hræringarinnar sem þeir vöktu þegar þeir loks rættust. Þegar ég var 15 ára og tók Kópavogsstrætó niður í bæ til þess að sækja sér- pöntuðu 12“ plöturnar mínar með Duran Duran hvarflaði það ekki einu sinni að mér að ég ætti eftir að eiga orðastað við söngvarann Simon Le Bon. Það gerðist á fimmtudaginn og hann var alveg jafn almennilegur og ég hafði ímyndað mér. Þetta var bara eins og að spjalla við hvern annan mann. Árin og aldurinn höfðu breytt goðinu í dauðlegan mann. Þegar þetta er prentað er ég kominn á kvikmyndahátíðina í Cannes til þess að eltast við aðra æskuhetju: leikarann og brjálæð- inginn Mickey Rourke. Hann sturt- aði ferli sínum niður með eiturlyfj- um og almennum aumingjaskap og þó að hann virðist vera búinn að rétta úr kútnum vona ég hálfpart- inn að við förum á mis. Ég held nefnilega að það sé engum manni hollt að horfast í augu við leikara sem túlkuðu persónur sem höfðu mótandi áhrif á mann sem ungling. Mickey Rourke var líka vond fyrirmynd. Hömlulaus fyllibytta sem lét alkóhólíska gremju eitra líf sitt og starfsumhverfi. Fyrir mína parta lít ég á það sem mikla bless- un að þurfa ekki lengur að drekka brennivín og get því verið með hausinn í lagi innan um ólympsguði samtímans á Cannes. Það er stemmningin sem maður á að drekka í sig, ekki franskt rauð- vínið. Það er samt spurning hvort ég taki ekki AA bókina með mér. Aldrei að vita nema ég geti hjálpað Rourke með því að lesa fyrir hann vel valda kafla. Hann hefur alltaf verið efnilegur en edrú gæti hann rutt Tom Cruise úr vegi og orðið súperstjarna. Það verða áreiðan- lega tekin 12 spor í Cannes. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÆTLAR AÐ HALDA HAUS INNAN UM FRÆGA FÓLKIÐ. Edrú í æskudraumalandi M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekum Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég er að leita að manni sem er til í að gera hluti með mér! Ég er maður- inn! Ég vil að mér líði eins og við séum í sama liði! Það erum við tvö á móti öll- um heim- inum! Lofarðu? Upp á líf mitt! Taktu á honum, Jói Risi! Hann miðar... Hann skýtur... Hann skorar! Gjörðu svo vel, Palli...hérna eru hreinu fötin. Takk, pabbi. Úff! Það er eins og óhreinu fötin taki engan enda! Hann miðar...hann skýtur... Mig vantar dekur- dag.... Jahá! Solla, varðandi þetta plástursmál... Hvaða plásturs- mál? Hvaða plástursmál?! Þetta plástursmál! Í hvert skipti sem þú rekur þig í þá seturðu nýjan plástur á þig!! Sko....plástrar eru fyrir alvöru meiðsli, skilurðu? Þeir láta ekki smávægileg vandamál hverfa! Það fer eftir því hvar þú setur þá. Taktu plástrana af eyrunum og hlustaðu á mig!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.