Fréttablaðið - 07.06.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 07.06.2005, Síða 36
Björn Jörundur Friðbjörnsson og Bryndís Ásmundsdóttir leikkona og söngkona eru að fara að syngja með Stuðmönnum í sjónvarpsþætti á Ítalíu. Bryndís er þó ekki að taka við af Hildi Völu Einarsdóttur sem söngkona sveitarinnar í sumar, að sögn Jakobs Frímanns Magnússon- ar stuðmanns. „Þetta er í rauninni alveg ótengt öllu sem við höfum verið að gera,“ segir Jakob. „Þetta er bara ein stutt ferð, hún hleypur í skarðið fyrir Hildi Völu eina helgi á Ítalíu. Hildur Vala var búin að ráðstafa sér á þremur stöðum fyrir þessa helgi og þá leystum við málið með því að fá Bryndísi í stað þess að Hildur frestaði sínum plönum,“ segir hann. Bryndís, sem var um tíma umsjónarmaður Djúpu laugarinnar, er lærð leik- kona og ætti því að geta haldið uppi stuðinu með Stuðmönnum. Hún hefur einnig reynslu af söng því hún hefur áður sungið með Búðarbandinu og Íslenska fánan- um. „Stuðmenn eru að halda merki Íslands á lofti og í því samhengi var talið rétt að fá tvo íslenska fánabera með til Ítalíu,“ segir Jakob. Þar vísar hann til Bryndísar og Björns Jörundar félaga hennar í Íslenska fánanum. „Íslenski fáninn er sú hljómsveit sem Björn Jörund- ur stofnaði í fyrra og hefur komið fram við hátíðleg tækifæri. Björn og Bryndís eru þar í fremstu víg- línu. Við Stuðmenn höfum þekkt þau lengi og erum hrifin af þeim,“ segir Jakob. „Þau eru iðandi af já- kvæðri lífsorku og gleði.“ Jakob bætir við að framkoman í sjón- varpsþættinum hafi kallað á fjöl- raddaðan söng og því hafi Stuð- menn fengið aðstoð fánaberanna. Að sögn Jakobs var sveitin búin að lofa sér í sjónvarpsþáttinn fyrir talsvert löngu. Þátturinn er á veg- um þýskrar sjónvarpsstöðvar sem sendir út frá Ítalíu og er þetta í þriðja sinn sem hljómsveitin kem- ur fram í þættinum. „Þetta er bara stutt innslag í skemmtiþátt sem berst til tíu til tuttugu milljón manna,“ segir Jakob. rosag@frettabladid.is 30 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Ian Wright,knattspyrnugoð úr Arsenal, var staddur hér á landi um helg- ina. Hann var á leiðinni til Grænlands og síðar norðurpóls- ins til þess að taka upp þátt fyrir BBC. Wright hefur að ferli sínum loknum á græna vellinum tekist að slá í gegn á skjánum og er mjög vinsæll í Bretlandi. Wright spókaði sig meðal annars á Akureyri í þann stutta tíma sem hann var hér en Hermann okkar Hreiðars- son var honum innan handar. Á sunnudags- kvöldið sást Wright svo í miðbæ Reykjavíkur ásamt hjóna- kornunum Hemma og Rögnu Lóu. Reykjavík er þétt setin af íþrótta-mönnum þessa dagana enda bæði landsliðin í handknattleik og knattspyrnu heima við æfingar og keppni. Hinn nýi staður Kaffi Óliver virðist vera að gera það gott þessa dagana og landsliðsmennirnir í knattspyrnu, sem fyrr um daginn höfðu tapað fyrir Ungverjum, gerðu sér glaðan dag þar inni. Það fór svo ekki á milli mála hver var kominn til landsins á sunnudeginum þegar Ólafur Stefánsson, besti handknattleiks- maður okkar, spókaði sig á Laugaveginum, glæsilegur til fara, en hann hefur víst fest kaup á íbúð á Hverfisgötunni. Lárétt: 1 tímamælir, 6 borg, 7 svar, 8 hvílt, 9 vörumerki, 10 verkfæri, 12 sam- göngufyrirtæki, 14 blundur, 15 tvíhljóði, 16 á nótu, 17 framhandleggur, 18 skítur. Lóðrétt: 1 dýrindis matur, 2 landspilda, 3 varðandi, 4 listamaður, 5 í röð, 9 drátt- ur, 11 pússa, 13 romsa, 14 blaður, 17 píla. Lausn. Lárétt: 1klukka,6róm,7já, 8áð,9tab,10bor, 12svr, 14mók, 15au,16an,17öln,18saur. Lóðrétt: 1krás,2lóð,3um,4kjarval, 5aáb,9tos,11bóna,13 runa,14mas, 17ör. Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Ávöxtur sambands Chris Martin og Gwyneth Paltrow, Apple, vill ekki sjá nýju plötuna með hljóm- sveit pabba síns, Coldplay, X & Y, sem kom út í gær, að sögn tónlist- arvefjarins contactmusic.com. Það eina sem Apple vill hlusta á er íslensku strákarnir í Sigur Rós. Apple hefur ekkert hlustað á nýju plötuna með pabba sínum og hún er varla sett á fóninn heima hjá fjölskyldunni frægu. Þess í stað fær tónlist Sigur Rósar að hljóma, sem er að sögn Martins uppáhaldshljómsveit Apple ásamt Bítlunum. „Við spiluðum Sigur Rós þegar Apple fæddist og það er ekki hægt að koma í heiminn við betri tóna,“ upplýsir Martin. Það er því greinilegt að stúlkukindin, sem aðeins er eins árs, hefur mjög þroskaðan tónlist- arsmekk og er strax orðin mikill Íslandsvinur, án þess að hafa komið hingað til lands. Chris og félagar hans í Cold- play eru hins vegar að leggja upp í tónleikaferðalag sem hefst í París nú á fimntudaginn en því lýkur í Bandaríkjunum í lok sept- ember. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort Coldplay láti sjá sig á Klakanum eins og vinsælt er meðal erlendra hljómsveita þegar sveitin hefur lokið sér af í Banda- ríkjunum. freyrgigja@frettabladid.is GWYNETH MEÐ APPLE Apple er greini- lega með góðan tónlistarsmekk miðað við aldur og heldur mikið upp á strákana í Sig- ur Rós. BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR Vildi lítið segja um samstarfið við Stuðmenn enda er Hildur Vala aðalsöngkona sveitarinnar í sumar. BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON „Iðandi af jákvæðri lífs- orku og gleði,“ segir Jakob Frímann um söngvarann. STUÐMENN: Í SJÓNVARPSÞÆTTI Á ÍTALÍU Björn og Bryndís í Stuðmenn FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Birna Bjarnadóttir fyrir að vera elsti rappaðdáandi lands- ins. Hún fílar Snoop Dogg í botn en eflaust eru fáir á hennar aldri aðdáendur rapphundsins góða. HRÓSIÐ RÖNG MYND BIRTIST Í BLAÐINU á sunnudag með viðtali við Hall- grím Helgason rithöfund. Í stað Hallgríms birtist mynd af Björgólfi Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Landsbankans. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnframt skal tekið fram að Hallgrímur lítur engan veginn á skáldsögu sína, Höfund- ur Íslands, sem lykilskáldsögu um Halldór Laxness þótt svo hafi mátt skilja á því sem blaðamaður hafði eftir honum. Hallgrímur hafði hins vegar sagt blaðamanni að sum dagblöð í Þýskalandi teldu söguna vera lykilróman. LEIÐRÉTTING Dótið? Harley Davidson Fatboy, fimmtán ára afmæl- isútgáfan. Sem er? Ef þig langar til þess að líða eins kvik- myndastjörnu, nú eða eins og rokkstjörnu, þá er þessi fimmtán ára útgáfa af Harley Davidson Fatboy málið. Þetta er klassísk hönnun með undirliggjandi dempurum og krómfelgum. Ekki skemmir vélin fyrir en hún verður 1550 cc. Eins og þeir sem til þekkja vita hefur mikið verið lagt í þetta hjól og mun það vera með mikið af krómi og mörgum aukahlutum. Hvernig virkar það? Það virkar, svo mikið er víst. Sjálfur Tortímandinn, Arnold Schwarzenegger, keyrði um á Fatboy hjóli. Það er fyrirmynd allra japanskra hjóla í dag og er í rauninni klassísk hönnun á mótor- hjóli. Hvar fæst það? Hjólið er væntan- legt til landsins á næstu tveimur vikum. Aðeins eitt hjól kemur til landsins, en það verður svart og er nú statt í Svíþjóð. Hjólið verður selt í Harley Davidson búðinni á Grens- ásvegi 16. Hvað kostar það? Hjólið mun kosta rétt rúmlega þrjár milljónir sem er ekki mikið fyrir þá virðingu sem þér hlotnast á vegum úti þegar þú þeysist um á mótorfák og hræðist ekki neitt. DÓTAKASSINN Apple vill bara Sigur Rós og Bítlana 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.