Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 26
Út frá þróun þorskveiða má draga þá ályktun, að þorskurinn sé ekki endurnýjanleg auðlind. Meðfram austurströnd Norður-Ameríku frá Davis-sundi til Georgsbanka var þorskur verðmæt auðlind í aldir. Evrópumenn stunduðu veiðar á Miklabanka í stórum stíl og víðar; engar sögur fóru af hruni þótt afla- brögð hafi sveiflast. Um tveir tug- ir undirstofna þorsks voru þar áður, en nú er þorskleysi; og það sem verra er, sá vottur af fiski sem er þar sýnir engin batamerki þótt veiðar á þorski hafi verið bannað- ar í 10-13 ár og eftir harkalegar að- gerðir í Bandaríkjunum. Ástandið í Norðursjó er ekki mikið betra, en hann var auðugasta fiskveiðisvæði heims; þar lifir þorskur nú við auman kost. Fiskurinn, sem breytti heiminum, er nú í mýflugu- mynd og státar aðeins af brostnum vonum og deilum í ESB ásamt ráð- leysi þrátt fyrir margar skýrslur. Nýlega var upplýst að 1.700 vís- indamenn komi að starfi Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist það vel í lagt og ætti það lið að geta státað af góðum tillögum og vit- neskju um það hvernig endurreisa megi þorskinn. En margir vísinda- menn eru hégómlegir eins og aðr- ir; þeir ota sínum tota, en bara fáir þeirra hafa komið með haldbærar skýringar, hvað þá góð ráð önnur en bara að veiða skuli minna. Þeim ráðum er búið að fylgja í Kanada í rúman áratug og ekkert gengur. Þetta minnir á smellin skrif Ásgeirs Jakobssonar rithöfundar; honum varð tíðrætt um „fiskleys- isguðinn“, en honum var lítið um ráðleggingar fiskifræðinga, sem hann taldi bara boða villutrú. Í ljósi sögunnar er nokkuð til í því, en lífið í sjónum er flókið og stund- um virðast takmörkuð vísindi gefa litlu betri svör en sjómaðurinn í brúnni. En tiltekinn hópur vísinda- manna hefur í fáein ár birt fjölda af vísindagreinum með þeim upp- lýsingum, að langvarandi veiðar (með botnvörpu og dragnót) hafi valdið alvarlegum erfðabreyting- um sem leiði til sífellt lægri kyn- þroskaaldurs og minni uppskeru eða veiðiþols. Vísindamennirnir hafa fengið aðgang að samfelldum gögnum um 12 fiskstofna í Norður- Atlantshafi um kynþroskaaldur og breytingar á honum. Niðurstöður sýna að kynþroskaaldurinn hefur lækkað viðvarandi í aðdraganda hruns, sem varð í þeim öllum. Þetta eru erfðabreytingar, sem jafngilda því að fiskurinn breytist smám saman í tímans rás. Þegar vísinda- menn draga lærdóm af fiskveiðum í fortíð og ýmsum líffræðilegum eiginleikum, sem eru mælanlegir, eru þeir að skrá sagnfræði liðins tíma, en hún veitir mönnum tak- markaða innsýn í framtíðina; sjálft viðfangsefnið hefur breyst, fiskur- inn sjálfur. Hvað fyndist bændum um það að ærnar bæru tvisvar á ári og þær næðu engum holdum til að geta af sér heilbrigð lömb? Eða að börnin okkar yrðu kynþroska 6-7 ára? Íslenski þorskurinn varð kyn- þroska aðallega 8 ára gamall í byrj- un síðasta aldar, en nú að stórum hluta kynþroska 4-5 ára. Þetta eru mjög alvarlegar vísbendingar og það er ábyrgðarleysi að skella skollaeyrum við nýjum erfðaniður- stöðum, sem nú má lesa um í mörg- um tugum greina í virtum vísinda- tímaritum. Hvernig stendur á því að íslenskir vísindamenn virðist ekki vera opnir fyrir þessum vís- indum? Niðurstöður rannsókna standa á meðan þær eru fengnar með vísindalegum og endurtakan- legum aðferðum og þær ekki born- ar til baka með jafngóðum niður- stöðum. Þeir sem telja sig vita bet- ur eiga bara að segja hvað er rangt í tilvitnuðum niðurstöðum og koma með betri niðurstöður. Vilja menn ekki viðurkenna vísindi sem fjalla um erfðabreytingar í þorskinum? Einstakir menn gera það munn- lega, en eru tregir til að gera það opinberlega. Það virðist jafnerfitt og að ræða um arfbundna geðveiki í eigin ætt. Eru menn svona miklir snilling- ar hér og eru þeirra tillögur svo góðar, að ætla megi að annað gerist hér en í útlöndum? Sumir ræða um kvótakerfið, en auðvitað er það bara peningastjórnunarkerfi, sem á að skammta aðgang að auðlindun- um og auka hagkvæmni; með því hafa menn of mikið frelsi til að velja veiðarfæri. Skömmtunarað- ferðin sjálf leiðir til of mikillar notkunar á hættulegum veiðarfær- um; það leiðir til tortímingar stofn- anna, undirstofna þorsksins. Háprísuð hagkvæmnin leiðir til hins gagnstæða í tímans rás og „endurnýjanleg“ auðlindin bregst. Mörgum er ljóst, að þorskurinn er við hrunmörk. Tíðrætt er um Fær- eyjar í þessu sambandi og þeirra dagakerfi. Hjalti í Jákupsstovu, yfirmaður fiskirannsókna eyjar- skeggjanna, segir að ekkert kerfi sé betra en hvernig það er notað; 75-85% af þorski og ýsu þar veiðast með krókum. Galdurinn er líkast til fólginn í því. ■ 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR26 Íslenska fljó›in í álögum kvótans Í Fréttablaðinu dagana 9. til 12. des. 2004 var fjallað um kvótakerfið undir yfirskriftinni „Kvóti í 20 ár“. Í umfjöllun blaðsins mátti sjá að flestir þeir sem tjáðu sig um málið hafa komið í gegnum tíðina að mót- un kvótakerfisins og eiga jafnvel hagmuna að gæta eins og t.d. hæst- virtur forsætisráðherra Halldór Ás- grímsson, sem er nú í forsvari fyrir kvóta sem honum er úthlutað af ís- lenska ríkinu ár hvert. Hlutdeild hans er mæld í tugum milljóna króna sé verðmatið látið ráða sem útgerðarmenn hafa komið á sín á milli og bankar taka svo gilt eins og hvert annað veð. Kvótinn hækkar svo í verði samkvæmt veð- og láns- þörfinni sem þessir aðilar telja að sé viðunandi til að sýna stöðugleika í reksrinum. Og samhliða því skap- ast möguleiki á að skammta sér fé út úr greininni og skuldir útgerðar- innar hækka og reksturinn verður sífellt erfiðari. Það orkar tvímælis að sjá sitjandi forsætisráðherra í slíkri stöðu og þurfa jafnframt að vera með forræðið yfir nytjastofn- um á Íslandsmiðum sem er sameign íslensku þjóðarinar eins og kemur fram í fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða. Undirritaður skrif- aði grein í Fréttablaðið 9. des. 2004 sem hét „Braskið með kvótann held- ur áfram“. Þar mátti sjá að þorsktonnið í litla kerfinu var þá á 750.000 krónur og 1.250.000 krónur í því stóra. Hálfu ári eftir að grein þessi var skrifuð er verðgildi fram- sals á einu tonni af þorskkvóta nú metið á 1 milljón króna í litla kerf- inu en 1,5 milljónir króna í því stóra. Úthlutaðar þorskveiðiheim- ildir á þessu fiskveiðaári eru 209 þúsund tonn og því hægt að sjá að verðgildi þessara veiðiheimilda hafa hækkað á sex mánuðum um rúma 52 milljarða króna. Aðrar veiðiheimildir í öðrum tegundum má áætla að séu til samans annað eins. Þetta hefur sömu virkni og peningafalsanir á efnahagslífið enda má sjá að erlendar skuldir eru komnar í 200% af vergri landsfram- leiðslu. Hér er ef til vill komið svar- ið við því hvers vegna stórar geng- isfellingar hafa ekki orðið ennþá síðan 1990 þegar þetta kerfi var styrkt með lögum um stjórn fisk- veiða nr. 38 og útskýrir hvers vegna sjávarútvegurinn hefur ekki þurft á gengisfellingum að halda þetta tímabil þrátt fyrir allt of hátt gengi krónunnar fyrir sjálfbæran rekstur. Hágengisnefnd sjávarútvegsráð- herra virðist hafa fengið það verk- efni að dreifa athyglinni frá vand- anum og styrkja trúverðugleika þessa kerfis til að fá þjóðarsálina til að trúa því að sjávarútvegurinn sé nú hættur að skipta máli og þá væntanlega til að réttlæta það að hleypa erlendum aðilum inn í grein- ina. Ráðherra þessa málaflokks seg- ir það koma sér á óvart hversu sterkur íslenski sjávarútvegurinn sé í heild sinni eftir að hafa lesið nefndarálitið. Ég fullyrði að þetta á ekki við landvinnsluna því hún fær ekki úthlutaðan kvóta til að búa til fjármagn úr. Tölur Hagstofu Ís- lands sýna að útflutningsverðmæti sjávarafurða nemur yfir 60% af verðmæti vöruútflutnings lands- manna. Undirritaður óskar eftir að hagfræðingar stígi nú fram á rit- völlinn og útskýri fyrir þjóðinni hvað sé að gerast og hvað sé framundan. Höfundur situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins. Endurn‡janleg au›lind?Óvöndu›fréttask‡ring Í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag skrifar Sigurður Þór Salvarsson, blaðamaður, fréttaskýringu í tilefni þess að Gunnar Örlygsson flutti sig óvænt á milli flokka, úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Greinin er fremur óvönduð og í henni ýmsar augljósar staðreynda- villur. Greinarhöfundur rekur nokkur dæmi þess að þingmenn hafi skipt um flokk, nefnir mig til sögunnar og segir að ég hafi starfað óslitið innan raða Alþýðubandalagsins þar til ég hafi skyndilega gengið til liðs við Framsóknarflokkinn og gefur mér nafnbótina flokkaflakkari. Ég geri verulegar athugasemdir við þessa lýsingu blaðamannsins. Mál mitt er ekki sambærilegt vistaskipt- um Gunnars Örlygssonar, lýsingin er ekki rétt og orðið flokkaflakk á ekki við í mínu tilviki. Hafa verður í huga að Alþýðubanda- lagið ákvað á aukalandsfundi í júlí- byrjun 1998 að taka þátt í sameigin- legu framboði fyrir alþingiskosning- arnar 1999 ásamt Alþýðuflokki, Þjóðvaka og Samtökum um kvenna- lista. Af því leiddi að sjálfsögðu að stefnt var að stofnun nýs stjórnmála- flokks í kjölfarið og að flokkurinn hætti starfsemi og myndi ekki bjóða fram í kosningunum 1999, né síðar. Sérhver þingmaður Alþýðubanda- lagsins, og reyndar hinna flokkanna, sem vildi halda áfram varð að bjóða sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl og ganga í annan stjórnmálaflokk í framhaldinu. Það kallar Sigurður Þór Salvarsson flokkaflakk að ganga úr Alþýðubandalagi í Framsóknarflokk- inn, en ekki ef gengið er úr sama flokki í Samfylkinguna eða Vinstri græna. Þetta kalla ég óvandaða fréttaskýringu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég vildi á sínum tíma að Alþýðu- bandalagið starfaði áfram og lagðist því gegn samþykkt aukalandsfund- arins 1998. Þegar fyrir lá málefna- grundvöllur nýja framboðsins um haustið ákvað ég að taka ekki frek- ar þátt í því og sagði mig úr Alþýðu- bandalaginu í október. Var utan- flokka þar til ég gekk í Framsóknar- flokkinn tveimur mánuðum síðar. Hvort tveggja er því rangt sem segir í fréttaskýringunni, að ég hafi starf- að óslitið í Alþýðubandalaginu þar til ég gekk í Framsóknarflokkinn og að úrsögn mín hafi komið skyndi- lega. Rétt er að rifja upp að þrír þingmenn höfðu sagt sig úr þing- flokki Alþýðubandalagsins áður en ég tók mína ákvörðun. Aðstæður voru þannig í mínu tilviki að flokkurinn hafði ákveðið að bjóða ekki fram, ég var andvígur þeirri ákvörðun, var ekki sáttur við málefnagrundvöll nýs framboðs, og það voru aðeins 7 mánuðir til kosn- inga þegar ég gekk úr gamla flokkn- um. Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að bera þær saman við mál Gunn- ars Örlygssonar nú og afþakka með öllu nafnbótina sem Sigurður Þór Salvarsson vill endilega hengja á mig. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni að flokkaflakkari sé ekki heiðursnafnbót. Höfundur er alþingismaður. BALDVIN NIELSEN UMRÆÐAN KVÓTINN JÓNAS BJARNASON EFNAVERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÞORSKVEIÐAR KRISTINN H. GUNNARSSON SKRIFAR UM FLOKKAFLAKK Vilja menn ekki vi›ur- kenna vísindi sem fjalla um erf›abreytingar í florskinum? ASÍ svaf á ver›inum Í tilefni af dómi Héraðsdóms Austurlands í máli tveggja Letta er það haft eftir Halldóri Grön- vold aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ í Fréttablaðinu 14. maí sl. að í dómnum sé ekki tekið á því hvort lög um útlendinga hafi verið brotin. Segir Halldór ASÍ hafa fyrirvara á þessum dómi enda hafi verið um málamynda- gerning að ræða í málinu. Það er auðvitað slæmt að að- stoðarframkvæmdastjóri ASÍ skuli ekki lesa þann dóm sem hann gagn- rýnir, en í honum er r é t t i l e g a komist að þeirri niður- stöðu að ákærðu hafi ekki brotið gegn lögum um útlend- inga. Það er síðan hreinlega með ólíkindum að maður í hans stöðu skuli leyfa sér fleipra um það að þjónstusamn- ingur sá sem reyndi á í málinu sé málamyndagerningur, sérstak- lega þar sem hann veit minna en ekkert um málið. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands þurfa þeir einstak- lingar sem hingað koma til starfa fyrir erlent fyrirtæki í því skyni að framkvæma verk skv. þjón- ustusamningi ekki að sækja um atvinnuleyfi. Einnig er það niður- staða dómsins að ríkisborgarar hinna nýju aðildarríkja ESB þurfa ekki að sækja atvinnuleyfi hyggist þeir dveljast hérlendis og starfa í 3 mánuði. Þeir sem eru ósáttir við þetta getað skammast út í verkalýðs- hreyfinguna. Annars vegar virð- ist launþegahreyfingunni með alla sína sérfræðinga og ráðgjafa hafa yfirsést að fyrirvarinn um frjálst flæði vinnuafls gagnvart nýjum aðildarríkjum ESB var ekki færður í lög hérlendis. Hins vegar „fattaði“ ASÍ ekki að setja fyrirvara um frjálst flæði þjón- ustu eins og Þýskaland og Austurríki gerðu. Eftir á hefur ASÍ reynt klóra sig út úr mistökunum með því að beita fyrir sig Vinnumálastofnun, sem með ólögmætum hætti hefur reynt að hindra að erlendir aðilar sem ekki þurfa atvinnuleyfi sinni sínum störfum. Það er slæmt til þess að vita að iðgjöldum þeim sem verkalýðs- rekendur sópa til sín af launþegum þessa lands nauðugum viljugum skuli ekki vera betur ráðstafað. Höfundur er hæstaréttarlög- maður. SVEINN ANDRI SVEINSSON SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Landssamband eldri borgara hélt landsfund sinn í Reykjavík daga 9. og 10. maí sl. og sóttu hann um 120 manns víðsvegar að af land- inu. Á fundinn komu ráðherra, forstjórar o.fl. gestir og tjáðu okkur sína glæstu framtíðarsýn til handa öldruðum, en þeir töluðu bara um framtíðarsýnina en ekk- ert um það sem nauðsynlegt er að gera strax, það er að bæta kjör hinna lægst launuðu, því hvernig er hægt að verja það, að milli 10 og 15 þúsund aldraðra, eða um þriðjungur þeirra, hefur til sinnar framfærslu aðeins 110 þúsund krónur á mánuði eða minna fyrir skatta. Á landsfundinum var ein álykt- unin eða réttara sagt tillaga frá starfshópum um kjaramál, sem hafði sérstöðu að því leytinu að þar var stungið upp á tímabærri stefnubreytingu stjórnvalda gagnvart öldruðum sem leiðir til kjarabóta til hinna lægst launuðu strax ef farið verður að þeim. Til- lagan er svohljóðandi: „Lands- fundur Landssambands eldri borgara haldinn í Reykjavík 9. og 10. maí 2005 krefst þess að ríkis- stjórnin geri nú þegar ráðstafanir til að bæta kjör aldraðra m.a. með eftirfarandi hætti: 1. Að grunnlíf- eyrir verði alltaf undaþeginn tekjuskatti. 2. Að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutryggingar- auki og eingreiðslur verði felldar saman í einn launaflokk, sem verði á þessu ári hjá einstakling- um kr. 90.000 á mánuði og taki breytingum eftir launavísitölu. Hjá hvoru hjóna eða sambýlis- fólki kr. 70.000 á mánuði. 3. Að áhrif skatta og tekjutengingar á laun og lífeyrissjóðstekjur undir 160.000 kr. á mánuði verði ekki hærri en 50% af þeim tekjum auk tekna skv. 1. og 2. lið. 4. Fjár- magnstekjur séu ekki tekjutengd- ar bótagreiðslum frá Trygginga- stofnun ríkisins. Greinargerð: Eldri borgarar hafa mest allt sitt líf greitt sérstakt almannatrygg- ingagjald án þess að það hafi fengist dregið frá skattagreiðsl- um. Grunnlífeyrir er endur- greiðsla þessa framlaga og er því um tvísköttun að ræða að inn- heimta tekjuskatt nú af grunnlíf- eyri. Hinir mörgu bótaflokkar al- mannatrygginga í dag eru eins og bætur á bót ofan á gamalli flík og því nauðsynlegt að sameina þá í einfaldara bótakerfi.“ Ef farið er að þessum tillögum myndi það laga kjör hinna lægst settu í hópi aldraðra, en ekki hafa nein áhrif á hærri tekjur vegna skerðingar- ákvæða. Þessi tillaga nær aðeins til eins málaflokks af mörgum sem stuðla að óréttlæti því sem aldraðir búa við í dag. Fræðimenn hafa skrifað bækur um kjör aldr- aðra og í Morgunblaðinu á hvíta- sunnudag eru langar greinar um þessi mál og öllum ber saman um að laun um þriðjungs aldraðra eru við eða undir hungurmörkum. Höfundur er eftirlaunaþegi. A› loknum landsfundi KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON SKRIFAR UM MÁLEFNI ALDRAÐRA 26-27 Umræðan 18.5.2005 16.13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.