Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 64
32 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR > Við gleðjumst með ... ... knattspyrnulandsliði Panama sem er á hraðri uppleið í knattspyrnu- heiminum en þetta þekkta landslið gerði sér lítið fyrir og fór upp fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið á nýjasta styrkleikalista alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... Blikastúlkum fyrir að bjarga Lands- bankadeild kvenna í sumar og sjá til þess að það verði einhver spenna á toppnum á þessu tímabili. Það hefur ekkert lið gott af því að vinna eintóma stórsigra og það sást vel á Valsstúlkum í leiknum enda unnu baráttuglaðar og samheldnar Blikastúlkur flottan 4–1 sigur. Heyrst hefur... ... að maðurinn sem var í búningi lukkudýrs Fylkis á leiknum gegn KR hafi verið rekinn úr starfi strax eftir fyrsta leik enda ku hann hafa farið langt yfir öll velsæmismörk með hegðun sinni undir lok leiksins og sýndi alls ekki þá takta sem lukkudýr liða eiga að tileinka sér. Kristján Finnbogason, markvörður KR, var ekki í vafa um að hann hefði náð til boltans áður en hann fór yfir línuna. Um er að ræða atvik sem átti sér stað í fyrri hálfleik leiks Fylkis og KR á Árbæjarvelli í fyrrakvöld en þá átti Viktor B. Arnarsson skot að marki KR sem Kristján varði rétt áður en boltinn ætlaði í markið. Vildu margir meina á vellinum að boltinn hefði þegar verið inni og þul- irnir sem lýstu leiknum á Sýn voru þess einnig fullvissir. „Það er langt frá því að bolt- inn hafi verið inni í mark- inu,“ sagði Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ágúst Gylfason var þarna við hliðina á mér og get- ur vottað um það. Línu- vörðurinn var eflaust einnig í góðri stöðu. Ég sver fyrir það, boltinn var ekki einu sinni á línunni. Ég þori að hengja mig upp á það,“ sagði Kristján. Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason stóð skammt hjá og byrjaði að fagna er honum virtist boltinn fara yfir línuna. „En ég leit yfir til línuvarðarins sem virtist ekki vera með á nótunum. Mér fannst boltinn vera inni,“ sagði Sævar Þór. Atvikið þótti minna um margt á leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum meist- aradeildarinnar en þá var boltinn dæmdur inni eftir skot Luis Garcia, leikmanns Liverpool, þó svo að varnamaðurinn Gallas hafi hreins- að að því er virtist á línunni. Þá var hins vegar dæmt mark. UMDEILD ATVIK Í LEIK FYLKIS OG KR: BOLTINN VAR MEIRA INNI EN HJÁ LIVERPOOL OG CHELSEA fietta var ekki mark, ég sver fla› Gunnar hefur steypt Kristjáni af stóli FÓTBOLTI Í deildarbikarnum í vor vakti ungur og bráðefnilegur leik- maður hjá KR, Gunnar Kristjáns- son, mikla athygli, einkum fyrir góða frammistöðu almennt en ekki síður þann gríðarlega hraða sem hann býr yfir. Þótt engin formlega mæling hafi verið gerð ennþá má leiða að því líkur að Gunnar sé einn af, ef ekki allra fljótasti leikmaður á landinu og segja þeir sem til Gunnars þekkja að hann myndi hlaupa 100 metra á skemur en ellefu sekúndum. Gunnar, sem er uppalinn sóknar- maður en hefur leysti stöðu vinstri bakvarðar með miklum sóma hjá KR á undirbúningstíma- bilinu, segir sjálfur að hraði sé ekkert sem hann hafi lagt neitt sérstaklega upp úr í gegnum tíð- ina – þetta er einfaldlega gjöf sem honum hlotnaðist frá náttúrunnar hendi. „En það er tvímælalaust kostur að vera fljótur fótboltamaður,“ segir Gunnar, en hann á það til að fara framhjá andstæðingum með því að sparka boltanum langt fram völlinn í átt að hornfánanum og einfaldlega taka þá á sprettin- um í kapphlaupinu til boltans. „Það var í fjórða flokki sem ég eiginlega uppgötvaði að ég gat hlaupið. Ég fór á 1-2 frjálsíþrótta- æfingar en leiddist. Ég hleyp hraðar þegar ég hef eitthvað að elta, eins og t.d. eitt stykki fót- bolta,“ segir Gunnar, sem er 18 ára og á á enn tvö ár eftir í 2. flokki. Með honum mun Gunnar spila í sumar, og þá í stöðu fremsta manns. „En mér finnst mjög gaman í bakverðinum líka og það er vonandi að ég fái ein- hver tækifæri í sumar með aðal- liðinu. Ef kallið kemur þá verð ég allavega tilbúinn,“ segir Gunnar sem fékk einmitt að spreyta sig á lokamínútum leiksins gegn Fylki í Landsbankadeildinni í fyrradag. Tek hann næst Ekki alls fyrir löngu stóð Magnús Gylfason, þjálfari KR, fyrir tímamælingu á leikmönnum sínum í 30 metra spretthlaupi. Fréttablaðið varð sér úti um nið- urstöður mælingarinnar og kom þá í ljós að Gunnar hafði steypt Kristjáni Finnbogasyni, mark- verði liðsins, af stóli sem sá leik- maður sem býr yfir mesta sprengikraftinum. „Nei, náði hann mér, helvítið á honum,“ sagði Kristján og hló þegar Fréttablaðið bar undir hann þá staðreynd að hann væri ekki lengur sprettharðasti leikmaður KR, eitthvað sem Kristján hefur verið allt síðan hann kom til liðs- ins. „Ég bara trúi þessu ekki. Nú þarf ég að fara að taka mig á,“ sagði Kristján og var ekkert að fela vonbrigði sín. Kristján hljóp 30 metrana á 3,948 sekúndum en Gunnar fór vegalengdina á 3,926 sekúndum, eða aðeins 0,22 sekúndubrotum á undan. Það er því ekki svo mikil bæting sem Kristján þarf á að halda til að endurheimta þann titil sem fylgir því að vera fljótasti leikmaður KR. „Það er ekkert gaman að lenda í öðru sæti á eftir einhverjum unglingum. En það munar svo sáralitlu á okkur. Ég tek hann bara í næstu mælingu,“ sagði Kristján í glettnum tón. Þeir kumpánar höfðu talsverða yfir- burði í spretthlaupinu en Sig- mundur Kristjánsson varð þriðji á 3,981 sekúndu. Það þykir annars fáheyrt að markvörður skuli vera á meðal spretthörðustu leikmanna síns liðs en sú er engu að síður raunin með Kristján. „Það er tvímæla- laust gott fyrir markmann að vera frár á fæti, t.d. þegar maður þarf að koma á móti stungusendingum andstæðinganna. Hraðinn hefur gert mig að betri markmanni,“ segir Kristján sem sjálfur hefur örlitla reynslu af því að bregða sér í stöðu sóknarmanns, en auk þess að vera fljótur þykir Krist- ján skotviss með afbrigðum. „Ætli ég sé ekki bara að spila vitlausa stöðu,“ segir Kristján og hlær. vignir@frettabladid.is Kristján Finnbogason er ekki lengur fljótasti leikma›urinn í li›i KR. Honum hefur veri› steypt af stóli af 18 ára strák, Gunnari Kristjánssyni. SAMHERJAR Á VELLI EN ERKIFJENDUR Í SPRETTINUM Kristján Finnbogason er einn af aldursforsetum KR og líkar ekki að vera tekinn á sprettinum af einum af yngstu leikmönnum liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/Valli Styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins: A›eins flremur sætum frá flví af detta af topp 100 FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið féll um tvö sæti á styrk- leikalista Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins sem var birtur í gær. Íslenska liðið situr nú í 97. sætinu og er því aðeins þremur sætum frá því að detta af topp 100. Framundan eru heimaleikir gegn Ungverjum og Möltubúum í upphafi júní og þar sem allir möguleikar um góðan árangur í riðlinum eru á bak og burt gætu þessir leikir snúist meira um heið- urinn og það að halda Íslandi með- al hundrað bestu knattspyrnu- þjóða heims. Ísland komst hæst í 42. sæti listans í febrúar 2000 en hefur nú fallið um 41 sæti á nákvæmlega einu ári en liðið var í 56. sæti list- ans í maí 2004. Íslenska landsliðið hefur enn fremur farið í gegnum þessa tólf mánuði án þess að hækka sig á listanum því alla mánuðina hefur liðið annaðhvort staðið í stað eða lækkað sig á list- anum. Forráðamenn og þjálfarar landsliðsins hafa ítrekað gert lítið úr þessum lista en burtséð frá því þá er þetta eini mælikvarðinn á styrkleika knattspyrnulanda heims og það stefnir óðum í að Ís- lendingar verði ekki meðal 100 fremstu knattspyrnuþjóða heims. ooj@frettabladid.is FALL ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS Á EINU ÁRI: Maí 2004: 56. sæti Júní 2004: 65. sæti (-9 sæti) Júlí 2004: 75. sæti (-10 sæti) Ágúst 2004: 79. sæti (- 4 sæti) September 2004: 80. sæti (- 1 sæti) Október 2004: 88. sæti (-8 sæti) Nóvember 2004: 90. sæti (-2 sæti) Desember 2004: 93. sæti (- 3 sæti) Janúar 2005: 94. sæti (- 1 sæti) Febrúar 2005: 94. sæti (Sama) Mars 2005: 95. sæti (- 1 sæti) Apríl 2005: 95. sæti (Sama) Maí 2005: 97. sæti (- 2 sæti) LÍTUR EKKI VEL ÚT Ásgeir Sigurvinsson horfði á eftir Panama fara upp fyrir Ísland á styrkleikalista FIFA. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 64-65 (32-33) SPORT 18.5.2005 15.36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.