Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 1
Su›urstrandarkort og
uppgröftur í eyjum
UPPGANGUR Í ÖLLUM SVEITARFÉLÖGUM:
▲
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
SUÐURLAND
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
VIÐSKIPTI Logos lögmannsþjónusta,
sem aðstoðar einkavæðingarnefnd
við sölu á Símanum, telur að frétta-
tilkynning hóps fjárfesta til fjöl-
miðla í fyrradag hafi brotið gegn
ákvæði í trúnaðarsamningi sem
skilyrði var að undirrita til að fá
útboðsgögn afhend. Í lið 5.1 kemur
fram að viðkomandi megi ekki
upplýsa um einstakar ráðstafanir
sem tengjast mögulegum kaupum
á Símanum. Áform hópsins komu
skýrt fram í tilkynningunni.
Hópurinn, sem samanstendur
af Burðarási, KEA, Ólafi Jóhanni
Ólafssyni, Talsímafélaginu og
Tryggingamiðstöðinni og nýtur
stuðnings Almennings ehf., skil-
aði inn tilboði í fyrradag. Lög-
fræðingar á hans vegum eru al-
gjörlega ósammála þessari túlk-
un, segir einn forystumaðurinn.
Auk þess hafi verið óskað eftir
áliti Logos fyrirfram en það borist
of seint. Þau hafi ekki áhyggjur af
þessu.
Fjórtán óbindandi tilboð bárust
í Símann. Að baki þeim standa 37
fjárfestar, innlendir og erlendir.
- bg/sjá síðu 28
Fjórtán óbindandi tilboð bárust í Símann:
Deilt um trúna›arákvæ›i
Meðallestur
75%
53%
*Höfuðborgarsvæðið skv. fjölmiðlakönnun Gallup í maí 2005.
á tölublað*
25-49 ára konur
ÁFRAM SVIPAÐ Víða bjartviðri vestan
til en skýjaðra eystra. Hiti 4-12 stig að
deginum, mildast suðvestan til. Hætt við
næturfrosti.
VEÐUR 4
FIMMTUDAGUR
Vala Matt í
Sirkus
Sjónvarpskon-
an snjalla er
að hætta
með Innlit –
Útlit á Skjá
einum.
FÓLK 54
19. maí 2005 - 131. tölublað – 5. árgangur
Er ekki flokkaflakkari
Kristinn H. Gunnarsson
alþingismaður segir sín
vistaskipti ekki sambærileg við
flokkaflakk Gunnars
Örlygssonar.
UMRÆÐA 26
Heldur upp á
gamlar hippagærur
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR:
Í MIÐJU BLAÐSINS
● tíska ● ferðir ● heimili
VEÐRIÐ Í DAG
▲
SELMA ÆFÐI Í BÚNINGNUM Selma Björnsdóttir og Eurovision-dansararnir æfðu í gær í fyrsta sinn opinberlega í búningunum sem þau klæð-
ast í forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Álitsgjafar gáfu lítið fyrir búning Selmu og sögðu þeir hörðustu að hann gæti
kostað Ísland sæti í úrslitakeppninni. Einhverjar breytingar eru fyrirhugaðar fyrir keppnina í kvöld, þó ekki ýkja miklar. Sjá síðu 54
Ekkja Vu Van Phong:
Saknar
hans sárt
LÖGREGLUMÁL Thanh Viet Mac,
ekkja Vu Van Phong sem stunginn
var til bana í Hlíðarhjalla á sunnu-
dagskvöldið segist sakna manns-
ins síns sárt. Framtíðin hafi verið
björt en nú sé allt breytt og hún á
erfitt með að sjá fyrir sér framtíð-
ina. Engu að síður tekur hún sorg-
inni með æðruleysi.
„Ég hef lítið getað hugsað til
framtíðar, það er svo skammt um
liðið frá því að maðurinn minn
dó,“ sagði Viet.
Viet á þriggja ára gamla dóttur
og ber annað barn undir belti.
Erfitt er framundan hjá ekkjunni
ungu. Hún og eiginmaður hennar
voru tiltölulega nýlega búin að
kaupa sér íbúð sem þarf að borga
af auk þess sem rekstur
heimilisins kostar sitt. Til að
koma til móts við þetta hefur hef-
ur verið hrundið af stað söfnun til
styrktar henni.
Nánar á bls. 4
Talin of flung til a› ættlei›a
Kona hefur höf›a› mál á hendur íslenska ríkinu vegna fless a› dómsmálará›uneyti› synja›i henni um
a› ættlei›a barn frá Kína. Synjunin bygg›i me›al annars á flví a› konan væri of flung. Í stefnunni er
rá›uneyti› saka› um ge›flóttaákvar›anir og fordóma.
DÓMSMÁL Kona hefur stefnt ís-
lenska ríkinu vegna synjunar
dómsmálaráðherra á umsókn
hennar til að ættleiða barn frá
Kína. Synjunin er byggð á því að
konan sé yfir kjörþyngd, auk þess
sem aldur hennar er tiltekinn.
Þetta er fyrsta dómsmál sinnar
tegundar hérlendis og hefst mál-
flutningur í Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag.
Konan er nú 47 ára, einhleyp
og barnlaus. Hún lagði fram um-
sókn um svokallað forsamþykki
til ættleiðingar á síðari hluta árs
2003. Taldi hún það fyllilega raun-
hæft eftir að einhleypu fólki var
gert auðveldara en áður að ætt-
leiða barn með lagabreytingu
1999. Konan er alin upp í stórum
systkinahóp og á bróður sem er
þroskaheftur. Tók hún mikinn
þátt í umönnun hans og ber enn
fulla ábyrgð á bróður sínum. Kon-
an hefur lokið kennara- og sér-
kennaranámi frá Kennaraháskóla
Íslands sem og stjórnunarnámi
frá Þroskaþjálfaskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem kennari og
deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún
býr í eigin íbúð við góðan og
stöðugan fjárhag og hefur að-
stæður til að vinna mikið heima
við. Með öðrum umsóknargögnum
hafði hún skilað til ráðuneytisins
heilbrigðisvottorði frá hjarta-
lækni þar sem hann hafði metið
áhættu af hjarta- og æðasjúkdóm-
um vegna yfirþyngdarvanda
hennar. Læknirinn fann engin
merki um slíkt.
Í desember 2003 fól dómsmála-
ráðuneytið barnaverndarnefnd í
héraði að kanna hagi konunnar.
Benti ráðuneytið nefndinni „á
meint yfirþyngdarvandamál
stefnanda...“ að því er segir í
stefnu. Eftir að hafa skoðað málið
mælti barnaverndarnefndin með
því að konan fengi að ættleiða.
Í mars 2004 leitaði ráðuneytið
álits ættleiðingarnefndar og benti
það nefndinni einnig sérstaklega
á að konan væri yfir kjörþyngd.
Öfugt við barnaverndarnefndina
mælti ættleiðingarnefndin gegn
því að konan fengi að ætleiða. Í
júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo
umsókn konunnar.
Konan gerir þá kröfu fyrir
dómi, að úrskurður ráðuneytisins
verði felldur úr gildi. Einnig að
viðurkennt verði með dómi að hún
uppfylli öll skilyrði til að fá að
ættleiða barn frá útlöndum.
„Byggir stefnandi á því að
stjórnvaldsákvörðun ráðuneytis-
ins sé þannig byggð á geðþótta-
ákvörðunum og fordómum og
standist hvorki lög né rök,“ segir í
stefnunni.
-jss/ Sjá síðu 2
M
YN
D
/G
ET
TY
I
M
AG
ES
Misstu af titlinum
Róberti Gunnarssyni, Sturlu
Ásgeirssyni og félögum í Århus
GF mistókst að tryggja sér
danska meistaratitilinn í
handbolta á heimavelli í gær.
ÍÞRÓTTIR 34
AGNES BRAGADÓTTIR OG ORRI VIGFÚSSON
Lögmennirnir sem aðstoða einkavæðingar-
nefnd telja fjárfestahópinn sem forsvars-
menn Almennings ehf. styðja hafa brotið
trúnað.
01 Forsíða fimmtudagur 18.5.2005 22:06 Page 1