Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 66
34 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Árósarliðinu nægði jafn- tefli út úr öðrum úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í hand- bolta eftir 34-38 sigur á útivelli í fyrsta leiknum en það tókst ekki, deildarmeistarar Kolding voru of sterkir og unnu fimm marka sigur, 32-37. Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk en Sturla Ásgeirsson komst ekki á blað. „Ég er hundfúll með okkar leik. Það getur verið að það hafi verið of mikil spenna í liðinu en það var troðfull höll og mikil læti í húsinu. Ég held að fáir í liðinu hafi prófað að spila við svona aðstæður áður og ég hef sem dæmi bara prófað þetta með landsliðinu. Ég var ekki að spila minn besta leik og það hef- ur verið þannig í vetur að ég er með tvo eða þrjá menn á mér. Skytturnar okkar voru ekki að ógna nægilega mikið og þeir komust upp með að pakka niður á mig og leyfa þeim að skjóta,“ sagði Róbert sem fann sig ekki nægilega vel enda í gríðarlega strangri gæslu allan tímann. Róbert misnotaði meðal annars þrjú vítaköst í leiknum og þá réðu hann og félagar hans illa við Sebastian Seifert sem átti 12 stoðsendingar auk þess að skora 7 mörk. Maður leiksins var þó ör- ugglega markvörður Kolding, Sindre Walstad, sem varði á þriðja tug skota. „Ég sé leikinn liggja svolítið hjá markverði þeirra því hann var að taka mikið af skotum þegar við vorum að komast inn í leikinn. Við hættum samt aldrei og því er mað- ur svekktur yfir því að við náðum ekki að nýta möguleika okkar bet- ur í lokin,“ sagði Róbert en líkt og í fyrri leiknum var Kasper Sond- ergaard markahæstur hjá AGF með níu mörk en hann skorað 11 í fyrsta leiknum. Árósarliðið hefur ekki unnið tit- ilinn síðan 1983 og þurfa nú að fara erfiðu leiðina, í stað þess að nægja jafntefli á heimavelli þurfa þeir að sækja sigur til deildarmeistaranna í Kolding. „Það verður hörkuleikur í Kold- ing á miðvikudaginn. Í dag vissum við kannski alveg í hvað við vorum að fara enda í fyrsta skipti sem okkar höll er svona troðfull og við höfðum aldrei spilað þar í svona geðveikum látum. Það hefur verið þannig í vetur að við höfum spilað aðeins betur á útivelli og við vitum líka núna hvað verið erum að fara í þegar við förum til Kolding,“ sagði Róbert að lokum sem fiskaði meðal annars fjögur víti í leiknum og er ekkert búinn að gefa það upp á bátinn að kveðja Árósi með því að vinna fyrsta Danmerkurtitil fé- lagsins í 22 ár. ooj@frettabladid.is Í STRANGRI GÆSLU Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk en það dugði ekki AGF gegn Kolding í öðrum úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í gær. Náðu ekki titlinum í gær Róbert Gunnarsson og félögum í AGF tókst ekki a› tryggja félaginu fyrsta meistaratitilinn í 22 ár í gær og framundan er hreinn úrslitaleikur vi› Kolding. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur MAÍ ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  08.30 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  16.45 Formúlukvöld á Rúv. Endursýndur þáttur frá því í gærkvöld.  17.45 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  19.00 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  20.00 Inside the PGA Tour 2005 á Sýn.  20.30 Þú ert í beinni! á Sýn. Beinskeyttur umræðuþáttur þar sem rætt eru um íþróttir.  21.30 Bikarmótið í Fitness 2005 á Sýn. Sýnt frá keppni í kvennaflokki.  22.00 Olíssport á Sýn. Farið verður yfir íþróttaviðburði dagsins.  00.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Endursýndur þáttur. FLÍSASÖG 5.990 kr. Öll helstu merkin í verkfærum. Ótrúlegt úrval af BMF festingum, boltum, skúfum og saum. Sjón er sögu ríkari. Súperbygg, þar sem þú færð meira fyrir minna. Opið mán-fös 8-18 og lau 9-15 Bæjarhaun 8 Hafnarfjörður Sími: 414-6080 NÝTT Á ÍSLANDI DEWALT SDS PLUS BORHAMAR 600W 18.490 kr. AXA FLEX STORMJÁRN verð frá 1.096 kr. verð frá 3.690 kr. HJÓLBÖRUR VERKFÆRAKASSI Á HJÓLUM 5.800 kr. HANDLAUG Á VEGG 58X46 4.490 kr. HANDSÖG JACK 550 MM 699 kr. SKRÚFUBOX VERKFÆRABOX MALARSKÓFLA verð frá 390 kr. 990 kr. ALLIR DAG AR T ILBO ÐSDA GAR 690 kr. pr.stk HRÍFA, BEÐAKLÓRA BEÐASKAFA LEIKIR GÆRDAGSINS Danski handboltinn AARHUS–KOLDING 32–37 Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Aarhus en Sturla Ásgeirsson komst ekki á blað. Sænska úrvalsdeildin HAMMARBY–DJURGARDENS 2–1 Pétur Marteinsson skoraði jöfnunarmark Hammarby á 60. mínútu eftir að Djurgarden hafði komist yfir á 33. mínútu. Kári Árnasyni var skipt út af á 76. mínútu en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi Djugardens. UEFA - bikarinn SPORTING LISBON–CSKA MOSKVA 1–3 1–0 Fidelis Rogerio (28.), 1–1 Alexei Berezoutski (57.), 1–2 Yuri Zhirkov (66.), 1–3 Vagner Love (75.). Enska 1. deildin - umspil IPSWICH–WEST HAM 0–2 0–1 Bobby Zamora (61.), 0–2 Bobby Zamora (72.). West Ham er komið í úrslitaleikinn. Ítalski bikarinn - úrslit INTER–CAGLIARI 3–1 1–0 Christian Vieri (26.), 2–0 Christian Vieri (57.), 2–1 Diego Luis Lopez (64.), 3–1 Martins (90.). Norska bikarkeppnin FRAM LARVIK–START 1–2 Jóhannes Harðarsson lék ekki með Start. LEVANGER–AALESUND 0–2 Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn í vörn Aalesund. SARPSBORG–VALERENGA 0–4 Árni Gautur Arason lék í marki Valerenga. Svissneska úrvalsdeildin YOUNG BOYS–GRASSHOPPERS 3–2 Grétar Rafn Steinsson skoraði þriðja mark Young Boys með skalla á 53. mínútu og kom liðinu í 3–0. Grétar lék allan leikinn fyrir Young Boys í stöðu miðvarðar. : r r- n r ri al a n n ð j- ð m Úrslitin í Evrópukeppni félagsliða ráðin: CSKA Moskva lag›i Sporting í Lissabon FÓTBOLTI CSKA Moskva varð í gær fyrsta rússneska félagsliðið til að fagna sigri í Evrópukeppni er lið- ið lagði Sporting Lissabon frá Portúgal með þremur mörkum gegn einu. Úrslitaleikir sem þess- ir eru yfirleitt háðir á hlutlausum velli en svo vildi til að búið var að velja Jose Alvalade leikvanginn í Lissabon, heimavöll Sporting, sem vettvang úrslitaleiksins í ár. Það góða forskot tókst heima- mönnum þó ekki að færa sér í nyt. Þeir byrjuðu að vísu betur og skoruðu fyrsta markið. Rogerio var þar að verki og virtust hans menn hafa fulla stjórn á leiknum. En þá tók brasilíumaðurinn Dani- el Carvalho til sinna mála og átti hlut að máli í öllum þremur mörk- um Rússanna. Alexei Berezutsky skoraði fyrsta markið með skalla eftir aukaspyrnu Carvalho, Zhir- kov skoraði það næsta og Vagner Love tryggði sigurinn endanlega. Búast má við að Carvalho, sem hefur leikið frábærlega fyrir CSKA í keppninni, verði einn eft- irsóttasti leikmaður sumarsins. Hann er 22 ára gamall og gekk til liðs við CSKA frá Internacional í Brasilíu í fyrra og er hann samn- ingsbundinn liðinu til 2008. -esá Þjálfaramálin í Keflavík til lykta leidd: Kristján heldur áfram FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Keflavíkur og var gengið frá samningi í gær sem gildir út tímabilið. Kristján var aðstoðar- þjálfari Guðjóns Þórðarsonar sem hætti skyndilega á föstudag og hefur nú tekið við enska D- deildarliðinu Notts County. Hann stýrði Keflvíkingum gegn FH í fyrstu umferðinni en þrátt fyrir 3–0 tap þóttu Keflvíkingar standa sig með prýði. „Ég er mjög ánægður með þetta enda hef ég saknað þessa slags og er glaður að vera kominn aftur. Nú hefst nýr kafli hjá Keflavík enda urðum við að segja skilið við for- tíðina. Þetta hefur verið áfall fyrir suma leikmenn en þeir eru staðráðnir í að halda áfram og stefna að sama markmiði.“ Kristján hefur einu sinni áður þjálfað lið í efstu deild. Það var með Þór árið 2002 eftir að hafa stýrt liðinu upp tvær deildir á jafn mörgum árum. -esá FYRSTA MARKINU FAGNAÐ Daniel Carvalho fagnar eftir að Alexei Berezutsky jafnar leikinn fyrir CSKA. Fréttablaðið/AP 66-67 (34-35) SPORT 18.5.2005 22:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.