Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 80
48 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR ■ FÓLK ■ FÓLK Ég veit ekki um margar hljóm- sveitir sem gætu leyft sér að vera eins hægvirkar og Nine Inch Nails. Þó svo að Trent Reznor virðist bara hreyfa á sér rassgatið og hrista fram plötu á fimm ára fresti, þá nær hann að halda áhuga aðdáenda sinna sem bíða spenntir eftir næstu hreyfingu. Hvernig fer hann að þessu? Jú, með því að gefa bara út meistarastykki og með því að skjóta aldrei framhjá skotmarki sínu. Það er eins með þessa nýju plötu. Hún er alveg í sama gæða- flokki og The Downward Spiral og The Fragile. With Teeth er skotheld plata í gegn. Hún er, eins og allt sem Reznor gerir, nær gallalaus. En í þetta skiptið virðist Reznor hleypa aðdáendum sínum örlítið nær hjarta sínu. Frá því að hann gaf út síðasta meistarastykki fyrir fimm árum er hann búinn að hreinsa sig af kókaínfíkn og setja tappann í flöskuna. Er víst orðinn nýr og breyttur maður, þó svo að tónlistin sé enn svipuð og áður. Og það má alveg greina það í textum að hann áliti sjálfan sig ekki lengur miðju alheimsins. Þetta er dramatískt verk og á köflum alveg einstaklega fallegt. En Reznor virðist einnig hafa fund- ið leið til þess að komast nær kjarna sínum. Lagasmíðarnar eru stundum ótrúlega berstrípaðar og einfaldar sem skapar aukið rými fyrir einstaka hæfni hans fyrir góðum melódíum. Fyrir mér verð- ur lagið The Hand That Feeds án efa einn stærsti slagari ársins. Ég trúi bara ekki að ég geti fengið leið á því lagi. Vel gert meistari Reznor, vel- kominn aftur. Guð blessi þig. Birgir Örn Steinarsson NINE INCH NAILS WITH TEETH NIÐURSTAÐA: Trent Reznor snýr aftur með þriðja meistarastykki sitt í farteskinu. Skotheld plata sem ætti að festa hann í sessi sem einn merkasta tónlistarmann okkar tíma. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Tvær danskar hljómsveitir munu spila á þrennum tónleikum hér á landi dagana 26. – 28. maí í tilefni af tónleikum Iron Maiden í Egils- höll 7. júní. Um er að ræða sveitirnar Maiden Aalborg, sem spilar ein- göngu lög eftir Iron Maiden, og Mercenary, sem er ein bjartasta von Dana í rokkinu um þessar mundir og er m.a. á leiðinni á Hró- arsskeldu í sumar. Gefnir verða miðar á tónleika Iron Maiden á öll- um þremur tónleikunum, ásamt DVD-diskum og plötum með hljóm- sveitinni. Fyrstu tónleikarnir verða í Hell- inum í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni 26. maí, en hinir tveir verða á Grandrokk 27. og 28. maí. Hægt verður að kaupa miða sem gildir á öll kvöldin sem kostar 2600 krónur. Aðeins 40 slíkir miðar verða í boði. Miðasalan hefst laugardaginn 21. maí kl 12:00 í Smekkleysu-plötubúð og á Grand Rokk. ■ Það er ekki tekið út með sældinni að eiga einkalíf þegar maður heit- ir Britney Spears. Hún má varla hreyfa sig án þess að myndir séu teknar af henni og nú virðist hún ekki einu sinni geta framkvæmt óléttupróf án þess að það sé selt, því kanadísk útvarpsstöð hefur nú selt þvagið sem sannaði víst að hún væri ófrísk, fyrir rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur og rennur féð óskipt til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fötluðum. Átta hundruð hlustendur út- varpsstöðvarinnar New Hot tóku þátt í uppboðinu en óléttuprófið er sagt hafa verið veitt upp úr rusla- tunnu á hótelherbergi í Los Angel- es. Annars segir Britney að raun- veruleikaþættirnir með henni og eiginmanni hennar, Kevin Federline, séu það brjálæðisleg- asta sem henni hafi nokkurn tím- ann dottið í hug. „Mig langaði bara svo rosalega að deila þessu með aðdáendum mínum,“ segir hún á heimasíðu sinni. Annars lýsti Britney því yfir að skilnaðurinn við Justin Timberla- ke hefði verið sársaukafyllsta reynsla sem hún hefði lent í. „Við vorum saman svo lengi og þegar þú ert virkilega farin að halda að þetta sé rétti maðurinn þá hverfur hann á braut,“ sagði sönkonan ólétta en Timberlake er nú með leikkonunni Cameron Diaz. Kevin Federline, eiginmaður Spears, er þó enginn hálfdrættingur Tim- berlakes, því hún segir hann vera kynþokkafyllsta karlmann á jörð- inni. ■ Cannes-hátíðin er ekki eingöngu veisla fyrir kvikmyndaáhugamenn heldur fá slúðurblöðin yfirleitt mik- ið fyrir sinn skerf þegar stjörnurn- ar fara á kreik. Fyrsta sambandið á hátíðinni virðist nú vera í uppsigl- ingu því kanadíski leikarinn Hayden Christiansen, sem leikur Anakin Skywalker í nýjustu Star Wars-myndinni og Eva Longoria, sem nýlega var valin kynþokka- fyllsta kona heims af Maxim-tíma- ritinu, eru sögð hafa verið saman í opnunarteiti Star Wars-myndarinn- ar. Sjónarvottar sögðu vel hafa farið á með þeim og þau hafi spjallað saman allt kvöldið. Þau voru þó vel meðvituð um fjölda paparazzi – ljós- myndaranna og fóru hvort í sínu lagi, en á sama tíma. ■ HAYDEN CHRISTIANSEN Er kominn með þokkagyðjuna Evu Longoria upp á arminn og þarf því ekki að vera einmanna á Cannes-hátíðinni Svarthöf›i me› kærustu fivagi› úr Britney Spears selt BRITNEY SPEARS Þvagið sem er sagt hafa sannað óléttu hennar hefur nú verið selt fyrir rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur ■ TÓNLIST MERCENARY Hljómsveitin Mercenary spilar hér á landi dagana 26. til 28. maí. Hita› upp fyrir Maiden Naglinn stendur enn 80-81 (48-49) Ungt folk 18.5.2005 19.49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.