Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 19. maí 2005 Lið Newcastle hefur á heimasíðusinni neitað fullyrðingum stjórnar- manna Aston Villa þess efnis að þeir Craig Bellamy og Aaron Hughes séu á leið til Villa í sumar. Stjórnarfor- maður Villa, Doug Ellis, sagði í gær að kollegi sinn hjá Newcastle væri bú- inn að samþykkja tilboð í leikmenn- ina. Þetta segja Newcastle-menn að eigi ekki við rök að styðjast og neita að búið sé að samþykkja eitt eða neitt. Bellamy er ekki talinn eiga afturkvæmt til Newcastle eftir að upp úr sauð milli hans og forráða- manna og leikmanna félagsins. Miðherjinn Shaquille O’Neal ersagður vera að hressast af meiðslunum sem hafa hrjáð hann síðustu vikur og hefur lýst því yfir að hann verði að öllum líkindum tilbú- inn í slaginn í úr- slitum austurdeild- arinnar, sem vænt- anlega hefjast fljót- lega eftir helgina. „Það er betra að vera með hann með okkur í liðinu, þó svo að það verði ekki nema á 75% keyrslu,“ sagði félagi hans Dwyane Wade, sem að öðrum ólöstuðum hefur verið maður úr- slitakeppninnar hingað til og hefur borið lið Miami á herðum sér í fjar- veru stóra mannsins. Miami mun mæta annað hvort meisturum Detroit eða Indiana í úrslitum aust- urdeildarinnar. Bryan Robson, knattspyrnustjóriWest Bromwich Albion, hefur lýst því yfir að hann muni leitast við að kaupa allt að fimm sterka leikmenn til félagsins fyrir næsta tímabil í þeim tilgangi að styrkja liðið í bar- áttunni næsta vet- ur. West Brom bjargaði sér sem kunnugt er frá falli á elleftu stundu á dögunum og Robson segist vilja byggja á því starfi sem hann vann hjá klúbbnum á síðari helmingi síð- ustu leiktíðar. Newcastle hefur staðfest að félag-ið muni ekki endurnýja samning sinn við hollenska framherjann Pat- rick Kluivert í sumar og segir að hann sé á förum frá félaginu, en þar hefur hann ekki náð sér á strik. Nokkur lið á Spáni eru sögð vera á eft- ir honum og hinn 28 ára gamli markaskorari hefur sjálfur gefið út að hann vilji fara aftur til Spánar, þar sem hann lék áður en hann kom til Newcastle. Lið eins og Real Betis, Valencia og Sevilla eru sögð hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig. Flavio Briatore, framkvæmdastjóriRenault-liðsins í formúlu 1, hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu sem hafa gagnrýnt heimsmeistarann Michael Schumacher fyrir slæmt gengi í keppnum ársins. „Hann er orðinn of gamall,“ sagði Briatore, „ég hélt upp á fyrsta titil hans með honum fyrir ellefu árum og hann er frábær ökumaður, en hann er samt orðinn of gamall. Ég sá það meira að segja á honum í keppnunum sem hann var að vinna mót eftir mót í fyrra. Mér fannst hann ekki hafa gaman af því,“ sagði hann. ÚR SPORTINU Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes: Vir›um leikmenn United FÓTBOLTI „Leikmenn Arsenal vilja þennan bikar meira en nokkrir aðrir leikmenn, þar á meðal leik- menn Man. Utd,“ lét spænski sóknarmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal hafa eftir sér við breska fjölmiðla í gær. Það er því greinilegt að orðastríðið fyrir úrslitaleikinn í ensku bikarkeppn- inni á laugardag er hafið og leik- menn beggja liða eru farnir að ögra hverjir öðrum með hispurs- lausum ummælum. Engin lognmolla hefur verið í undanförnum viðureignum þess- ara liða og má fastlega búast við því að mikill hiti muni ríkja á Þús- aldarvellinum í Cardiff á laugar- dag. Reyes segir að þrír leikmenn beri af öðrum í liði Man. Utd. „Wayne R o o n e y , C h r i s t i a n o Ronaldo og N i s t e l r o o y. Þeir tveir fyrstnefndu eru ótrúlega þ r o s k a ð i r miðað við ald- ur og Nistel- rooy er einfaldlega einn besti framherji í heimi. Annars munum við koma fram við hvern einasta leikmann liðsins með virðingu og ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum hjá þeim,“ segir Reyes. - vig JOSE ANTONIO REYES Fiskbúð til sölu Ein glæsilegasta fiskbúð landsins er til sölu. Fiskbúðin er mjög vel staðsett og þykir til fyrirmyndar hvað varðar hreinlæti, ferskleika og metnað í framreiðslu fisks. Upplýsingar eru ekki gefnar í gegnum síma eða með tölvupósti. Frekari upplýsingar eru veittar á staðnum. Fyrirtækjasalan suðurveri stigahlíð 45-47. DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ...einfaldlega betri! 68-69 (36-37) SPORT 18.5.2005 20:22 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.