Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 10
19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Forseti Póllands:
fiingkosningar bo›a›ar í haust
PÓLLAND, AP Aleksander Kwasni-
ewski, forseti Póllands, tilkynnti í
gær að þingkosningar færu fram í
landinu hinn 25. september næst-
komandi.
Forsetinn tilkynnti um þetta á
sameiginlegum blaðamannafundi
með Wlodzimierz Cimoszewicz,
forseta pólska þingsins, í Varsjá.
Kwasniewski greindi einnig frá
því að tveimur vikum síðar, hinn
9. október, yrðu haldnar forseta-
kosningar. Öðru fimm ára kjör-
tímabili Kwasniewskis lýkur í
desember og samkvæmt stjórnar-
skrá er honum ekki heimilt að
bjóða sig fram í þriðja sinn.
Marek Belka, sem farið hefur
fyrir minnihlutastjórn Lýðræðis-
lega vinstribandalagsins, arftaka-
flokks pólska kommúnistaflokks-
ins, frá því í maí í fyrra, vildi að
þing yrði strax rofið og þingkosn-
ingum flýtt. Sú tillaga hans var
hins vegar felld og forsetinn gerði
honum að sitja áfram uns kosn-
ingar færu fram. Belka hefur
sjálfur boðað að hann muni ganga
til liðs við annan flokk um leið og
hann losni undan embættisskyld-
um sem forsætisráðherra. Tveir
flokkar hægra megin við miðju
njóta mests fylgis í Póllandi um
þessar mundir, ef marka má skoð-
anakannanir, með um 20 prósent
hvor. ■
Sjálfstæði Norðmanna 1905:
Svíar íhugu›u innrás í Noreg
SVÍÞJÓÐ Litlu munaði að Svíar réð-
ust á Norðmenn með hernaði árið
1905 þegar Norðmenn sögðu sig
einhliða úr ríkjasambandinu við
Svíþjóð.
Þetta kemur fram í grein í
sænska dagblaðinu Dagens Ny-
heter, sem komist hefur yfir áður
óbirtar minnisbækur manna sem
voru í eldlínu sænskra stjórnmála
á þessum tíma. Í þeim kemur
meðal annars fram að Axel Rappe
yfirhershöfðingi og fjölmargir
áhrifamenn á sænska þinginu
vildu svara sjálfstæðisyfirlýsingu
Norðmanna með innrás.
Helstu rök þeirra byggðu á því
að Svíum stafaði ógn af sjálfstæði
Norðmanna og að þeim gæti
reynst erfitt að verjast bæði
Rússum og Norðmönnum samtím-
is kæmi til stríðs.
Ekki reyndist meirihluti fyrir
þessum skoðunum á sænska þing-
inu og um síðir tóks forsætisráð-
herrum landanna að komast að
samkomulagi um sambandsslitin
án þess að til átaka kæmi. ■
Ræddi mannréttindi
vi› stúdenta í Peking
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt ræ›u á stórum fundi me› stúd-
entum vi› Háskólann í Peking og ger›i flar mannréttindamál a› a›alumfjöll-
unarefni sínu. Mikilvægir vi›skiptasamningar voru undirrita›ir í Kína í gær.
MANNRÉTTINDAMÁL „Það var auð-
vitað ekki tilviljun að ég skyldi
velja Háskólann í Peking til þess
að flytja þennan boðskap og til
þess að vísa til reynslu okkar á
vettvangi lýðræðis og vísa í lýð-
ræðisþróun í Evrópu, þróun
mannréttinda og þær hugmyndir
sem þessu eru tengdar. Þessi há-
skóli hefur verið í fararbroddi á
sögulegum tímamótum þegar
lýðræðisbylgjan var að reyna að
brjótast fram í Kína,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson forseti þeg-
ar hann var spurður að því hvers
vegna hann ákvað að ræða mann-
réttindamál í ræðu sem hann hélt
við háskólann.
„Það kveður við allt annan
tón á fundum mínum núna mið-
að við aðra fundi sem ég hef
áður átt við ráðamenn í Kína
þegar mannréttindamál ber á
góma, það er ekki þessi sama
spenna,“ sagði Ólafur Ragnar.
Ólafur Ragnar hélt einnig
ræðu á ráðstefnu íslensku við-
skiptasendinefndarinnar þar
sem hann lagði áherslu á að
hlutverk Íslendinga væri að
vera hlekkur og hvati í viðskipt-
um Kínverja við Evrópu og
Bandaríkin.
FL-Group undirritaði samn-
ing við Air China um leigu á
fimm Boeing-þotum en samn-
ingurinn er gerður í framhaldi
af kaupum FL-Group á 15 nýj-
um flugvélum af gerðinni
Boeing 737-800 fyrr á þessu ári,
sem var stærsti flugvélakaupa-
samningur í sögu félagsins.
Vélarnar verða afhentar í júlí á
næsta ári.
Fulltrúar kínversku borgar-
innar Xianyang, Íslandsbanki og
Enex, sem er samstarfsfyrir-
tæki Orkuveitu Reykjavíkur um
útflutning á hitaveituþekkingu,
undirrituðu samkomulag um
uppbyggingu hitaveitumála í
þessari kínversku stórborg.
„Það er greinilegt að kínversk
stjórnvöld hafa gríðarlegan
áhuga á því að nýta jarðvarm-
ann sem er víða í Kína,“ sagði
Alfreð Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Orkuveitunnar, eftir
undirritun samkomulagsins í
samtali við Talstöðina. Alfreð
bætti svo við: „Það er greinilegt
að Kínverjar hafa mikinn áhuga
á jarðvarma og vilja hafa sam-
starf við okkur Íslendinga sem
erum kannski mestu sérfræð-
ingar í heimi á þessu sviði.“
hallgrimur@talstodin.is
oddur@frettabladid.is
NORSKIR HERMENN Herir Svía og Norðmanna voru við öllu búnir eftir að Norðmenn lýstu
einhliða yfir sambandsslitum 1905.
Í FORBOÐNU BORGINNI Sigríður Anna Þórðardóttir, Dorrit Moussaief og Ólafur Ragnar
Grímsson. Forboðna borgin er við norðurenda Torgs hins himneska friðar og er hún
umlukin gríðarstórum hallargarði þar sem fimm brýr tákna dyggðir Konfúsíusar. Forboðna
borgin var höll keisara Ming- og Qing- veldanna með 9.999 byggingum á 74 hektara
svæði. Byggingaframkvæmdir hófust árið 1407 og tók það milljón verkamenn og 100
þúsund listamenn 13 ár að ljúka verkinu.
M
YN
D
/H
AL
LG
RÍ
M
U
R
TH
O
R
ST
EI
N
SS
O
N
BELKA OG KWASNIEWSKI Forsætisráð-
herra og forseti Póllands á tali saman.
10-11 18.5.2005 21:55 Page 2