Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 46
Margrét Runólfsdóttir hótelstjóri og Guðmundur Sigurhansson sjá um rekstur hótelsins á Flúðum. Fjölbreytt afþreying á Flúðum Sex ár eru síðan Flugleiðir byggðu hótel á Flúðum og verið er að byggja fundarsali við hótelið. Flúðir eru að verða vinsæll ferðamannastaður enda hægt að finna sér margt til dundurs á þessum fallega stað. Rudolf Lamprech frá Sviss hefur mikinn áhuga á náttúruvernd og því fagna íbúar Víkur í Mýrdal komu hans. Fögnum komu Svisslendingsins Svisslendingurinn Rudolf Lamprech flutti til Íslands fyrir tveimur árum og keypti tvær jarðir í Heiðardal á nágrenni Víkur. „Hingað flutti Svisslendingurinn Rudolf Lamprech og ég held að ástæðan fyrir áhuga hans á Íslandi sé sú að hann hafi hreinlega fallið fyrir náttúru- farinu og umhverfinu. Hann keypti tvær jarðir í Heiðardal í nágrenni Vík- ur, sem voru reyndar komnar í eyði. Síðan hefur hann bætt við og hefur undanfarin ár keypt land umhverfis Heiðarvatn,“ segir Sveinn Pálsson, bæjarstjóri í Vík í Mýrdal. „Lamprech er mikill áhugamaður um náttúru en hefur einnig verið um- svifamikill í fiskeldi í Evrópu. Hann hefur einbeitt sér að því að sleppa laxi í Heiðarvatn og árnar sem renna úr því. Heiðarvatn er mjög skemmtilegt veiðivatn og sömuleiðis árnar sem renna úr því. Vegna þess hve mikill nátt- úruverndarsinni Svisslendingurinn Lamprech er fögnum við komu hans.“ 10 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Fyrirspurnum FERÐAMANNA fjölgar Upplýsingamiðstöð Árborgar fyrir ferðamenn er í húsi Ráð- hússins á Selfossi. Þessi mið- stöð er staðbundin og þar eru veittar upplýsingar um ferða- þjónustu, afþreyingu, gistingu og allt það sem viðkemur ferðalögum á Suðurland. „Á síðasta ári fengum við um það bil fjögur þúsund ferða- menn inn til okkar í Upplýs- ingamiðstöð Árborgar á Selfossi og sá fjöldi eykst með hverju ár- inu. Í Hveragerði er hins vegar upplýsingamiðstöð Suðurlands, sem er opin formlega allt árið, og hún veitir upplýsingar um allt landið,“ segir Margrét Ás- geirsdóttir, ferðamálafulltrúi Árborgar. „Frá miðjum maí og fram til 5. september á ári hverju eru starfsmenn hér sem veita ferða- mönnum upplýsingar og tala mörg tungumál. Tekin var ákvörðun um að upplýsingami- stöð Árborgar yrði hér á Selfossi, en hún virkar örugg- lega hérna og er ágætlega stað- sett þar sem stutt er til allra átta. Bókasafn Selfoss er í sama húsi, en það er orðið hluti af upplýs- ingamistöðinni. Hér geta ferða- menn séð alla bæklinga frá Suðurlandi og áformað er að setja upp stórt landakort í rúð- urnar á upplýsingamiðstöðinni á næstu dögum. Upplýsinga- miðstöðin er opin sex daga vikunnar en lokað er á sunnu- dögum. Í upplýsingamiðstöð Árborgar eru settar upp sýn- ingar á mánaðarfresti og reyn- um við að hafa sýningar sem höfða til ferðamanna. Af kom- andi sýningum í sumar má nefna steinasafn, fuglasafn, eggjasafn og handritasafn. Ég verð vör við að mikil bjart- sýni og skemmtilegur andi ríkir á öllum þéttbýlisstöðum hérna í Árborginni. Hvar- vetna getur að líta uppbygg- ingu og nýja afþreyingu fyr- ir ferðamenn,“ segir Margrét. Margrét Ásgeirsdóttir, ferðamálafulltrúi Árborgar, hefur nóg að gera við að sinna ferðamönnum. „Á Flúðum er hægt að fara í gönguferðir, hestaferðir, sund, gufubað eða heita potta. Hestaleiga er í nágrenninu og fjöldi merktra gönguleiða þar sem hægt er að njóta sveitasælunnar. Vinsælt er að fara í skoðunarferðir í fyrirtæki á staðnum og gróðurhús garðyrkju- bændanna. Sundlaug er á Flúðum og skammt frá er skemmtilegur átján holu golfvöllur sem er mikið sóttur af fólki af höfuðborgarsvæð- inu sem vill komast í kyrrðina hér úti á landi. Á Hótel Flúðum eru 32 nýtískulega innréttuð parkettlögð herbergi, með tveimur einbreiðum rúmum eða einu tvíbreiðu,“ segir Guðmundur Sigurhansson, annar eigenda rekstrarins að Hótel Flúðum. „Hótel Flúðir er með öllum nútíma þægindum. Hér er til dæmis þráð- laus nettenging í samræmi við kröfur nútímans. Nýtingin á hótel- inu er alltaf að batna en hún bygg- ist að mestu leyti á hópum. Á veturna er hér mest um ráðstefnur og árshátíðir, sem sífellt verða vin- sælli utan höfuðborgarsvæðisins. Á Hótel Flúðum er opið allt árið og aðeins lokað yfir jól og áramót. Við hjónin, ég og Margrét Runólfsdótt- ir hótelstjóri, sjáum um rekstur hótelsins en Flugleiðir sjá um markaðssetningu og bókanir. Við erum nú þegar farnir að bóka fyrir næsta og þarnæsta ár, en algengt er að bókað sé langt fram í tím- ann,“ segir Guðmundur. Svar við eftirspurn íbúðarsvæðis Verið er að undirbúa nýtt svæði í Þorláks- höfn með lóðir fyrir 117 íbúðir og verður hluti af því svæði tilbúinn í haust. „Nýja íbúðarhverfið í Þorlákshöfn er svokallað Búða- hverfi sem er fyrir sunnan núverandi byggð í Þorláks- höfn. Við höfum lagt áherslu á að byggja upp grunn- þættina og tökum þannig á móti aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn. „Eftirspurnin hefur verið nokkuð yfir landsmeðaltali hér í Þorlákshöfn og töluvert um að fólk af höfuðborg- arsvæðinu kjósi að flytja til okkar og stunda sína vinnu í Reykjavík. Það er ekki nema um hálftíma keyrsla til höfuðborgarinnar. Það hefur orðið ákveðin viðhorfs- breyting varðandi búsetu. Áður völdu menn sér búsetu með tilliti til vinnu, en nú velja menn sér búsetu með tilliti til þjónustu. Við teljum okkur veita góða þjón- ustu, erum meðal annars með heilsdagsskóla með heit- an mat og frístundaheimili. Í Þorlákshöfn er mjög barna- og unglingavænt umhverfi.“ Ráðhús Þorlákshafnar. 10-11 suðurland lesið 18.5.2005 15.32 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.