Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 62
„Hér hefur gengið afskaplega vel þessi 15 ár og hefur heimsókna- fjöldinn þrefaldast síðan garðurinn var opnaður,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins. Tómas hefur starfað við garðinn síðan hann hóf göngu sína 19. maí 1990. Í upphafi hét garðurinn Hús- dýragarðurinn og var starfræktur undir því nafni í þrjú ár. Síðan varð til stærri garður sem heitir nú Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn í Laugardal. Í garðinum hefur fræðslumál- um ávallt verið sinnt vel og reynt að hafa starfsemina fræðandi. „Garðurinn hefur alla tíð verið settur þannig upp að gestirnir læri af því að heimsækja hann, og hafi um leið gaman af því að dvelja þar.“ Á næstunni mun garðurinn stækka til suðurs, þar sem vonandi verður hægt að setja upp löngu tímabæra fræðsluaðstöðu með þremur kennslustofum og fyrir- lestrasal. „Það helsta sem hefur vantað hér er almennileg fræðslu- aðstaða þar sem hægt er að taka á móti hópum sem hingað koma í þeim tilgangi að fræðast,“ segir Tómas. Tómas leggur þó áherslu á að garðinum hafi fylgt jákvæð um- ræða sem hafi hjálpað mikið til við að festa hann í sessi. „Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að stjórnvöld hafa sýnt starfseminni hér áhuga og skilning. Það skilar sér síðan í skemmtilegri starfsemi sem gestir garðsins njóta góðs af,“ segir Tómas og lítur björtum dög- um til framtíðar. Garðurinn var opnaður í sumar- búningi 15. maí og mun þar vera blómleg starfsemi í allt sumar. Nokkur ný leiktæki verða tekin í gagnið og má þar nefna stórt parís- arhjól sem á örugglega eftir að vera vinsælt. ■ 30 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR JACQUELINE KENNEDY ONASSIS (1961-1994) lést þennan dag. Sælureitur fjölskyldunnar TÍMAMÓT: FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN 15 ÁRA „Kynlíf er slæmt því það krumpar fötin.“ Jacqueline Kennedy var eiginkona John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Hún þótti með myndarlegri konum og vakti athygli hvar sem hún fór. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 13.00 Guðgeir Ágústsson, Þverási 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Rafn Franklín Olgeirsson, Austur- bergi 38, áður Þórsgötu 5, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. AFMÆLI Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er 69 ára. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri er 64 ára. Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrverandi pylsusali, er 58 ára. Dagný Kristjáns- dóttir bókmennta- fræðingur er 56 ára. Guðjón Sigmundsson (Gaui litli) er 48 ára. Kolbrún Erna Pétursdóttir leikkona er 44 ára. Marteinn Marteinsson leikari er fertugur. Gísli Már Jóhannsson kántrí- tónlistarmaður er 38 ára. Sólveig Guðmundsdóttir leik- kona er 28 ára. ANDLÁT Torfi Ásgeirsson, Dalbraut 14, er látinn. Jóhann Sörensson, Palm Springs, Kali- forníu, er látinn. Útförin hefur farið fram. Svavar Tryggvason, Burnaby, Kanada, lést laugardaginn 7. maí. Jóhanna Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 10. maí. Sigurþór Halldórsson, fyrrverandi skóla- stjóri í Borgarnesi, Gullsmára 5, Kópa- vogi, lést fimmtudaginn 12. maí. Halldóra Árnadóttir, Kvistagerði 2, Akureyri, lést laugardaginn 14. maí. Kristinn Ingvar Ásmundsson, pípulagn- ingamaður, Heiðarbæ 7, Reykjavík, lést laugardaginn 14. maí. Sigurjón Jónsson, fyrrverandi járnsmið- ur, Furugerði 1, Reykjavík, lést sunnu- daginn 15. maí. LEIÐRÉTTING Í afmælistilkynningu í blaðinu í gær vant- aði mynd af Sigurði Hjartarsyni. Beðist er velvirðingar á því. TÓMAS ÓSKAR GUÐJÓNSSON Tómas hefur starfað hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá upphafi og segir garðinn sinna mikilvægu hlutverki fyrir alla Íslendinga. Hinni níu ára gömlu Cynthiu Ann Parker var rænt af indjánum í árás innfæddra á Fort Parker í Texas þennan dag árið 1836, en foreldrar hennar létu lífið í árásinni. Cynthia lifði meðal Comanche-ættbálks- ins næstu 25 árin. Hún aðlagaðist lífi indjánanna, giftist mikilsmetnum stríðs- manni, Peta Nocona, og átti með honum þrjú börn. Margir reyndu að ná Cynthiu frá ætt- bálknum, bæði með því að bjóða lausn- argjald og með björgunaraðgerðum. Það strandaði þó á því að hún sagðist vera ánægð með hlutskipti sitt, hún væri hamingjusamlega gift og hefði engan áhuga á að yfirgefa ættbálkinn sem hún taldi sinn eigin. Árið 1860 særðist eiginmaður Cynthiu helsári í bardaga við bandaríska þjóðvarðliðið sem réðist á þorp þeirra. Cynthia, þá 34 ára, var flutt ásamt dóttur sinni til frænda síns í Texas. Hún gat ekki snúið heim þar sem maður hennar var látinn og ættflokkur hennar átti í fyrir- fram töpuðu stríði. Cynthia var ekki ánægð með hlutskipti sitt enda skildi hún lítið í siðum og venjum ættingja sinna. Dóttir hennar dó úr inflúensu þremur árum síðar og sjálf lést hún úr sömu veiki árið 1870 enda mjög lasburða eftir að hafa svelt sig lengi. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1897 Rithöfundinum Oscar Wilde er sleppt úr fangelsi eftir að hafa setið inni í tvö ár fyrir kynvillu. 1932 Glæpamyndin Scarface: The Shame of a Nation er frumsýnd í Los Angeles. Myndin var endurgerð árið 1983 með Al Pacino í aðal- hlutverki. 1933 Æstur múgur sækir fanga inn í fangelsið í Vest- mannaeyjum. Þremur árum síðar hljóta tíu manns dóm fyrir gjörning- inn. 1950 Farþegaskipið Gullfoss kemur til landsins. Þúsund- ir Reykvíkinga taka á móti því við hafnarbakkann. 1969 Kjarasamningur milli verka- lýðsfélaga og atvinnurek- anda undirritaður. Mikils- vert samkomulag um líf- eyrissjóð náðist. Indjánar ræna Cynthiu Ann Parker Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurþór Halldórsson fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi, Gullsmára 5, Kópavogi, sem lést á Landspítala í Fosssvogi 12. maí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. maí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða Kross Íslands. Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Sigurþórsson Julia Sigurthorsson Halldór Ellert Sigurþórsson Sesselja Sigurðardóttir Gísli Þór Sigurþórsson Kolbrún Einarsdóttir Ása Katrín Sigurþórsdóttir Hans Engen Sóley Björk Sigurþórsdóttir Einar Óskarsson Barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, Erla Kristjánsdóttir ástkær móðir og uppeldismóðir okkar, til heimilis að Bakkastöðum 5a, áður að Hjallalandi 22, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á hvítasunnudag 15. maí síðastliðinn. Hafsteinn Erlendsson, Eyrún Björg Hafsteinsdóttir, Þórður Hafsteinsson, Jón Grétar Hafsteinsson, Sigrún Hafsteinsdóttir, Ásta Einarsdóttir, tengdabörn, ömmubörn og langömmubarn. Íbúar Keflavíkurflugvallar taka á móti hundruðum Íslendinga á ár- legri vorhátíð varnarliðsins sem haldin verður með pompi og prakt laugardaginn 21. maí. Tvisvar á ári, að vori og hausti, fá Íslendingar tækifæri til að skemmta sér með og kynnast íbú- um Keflavíkurflugvallar auk þess sem þeir geta kynnt sér hvernig þeir lifa og starfa. Boðið er upp á heilmikla skemmtun með leik- tækjum og þrautum en einnig fá gestirnir að gæða sér á bandarísk- um veigum, pylsum og sælgæti. Spiluð er bandarísk tónlist en auk þess geta tækjaóðir skemmt sér við að skoða þotur, þyrlur og ann- an búnað varnarliðsins sem verð- ur til sýnis á svæðinu. Sigríður Svansdóttir hjá upp- lýsingaskrifstofu varnarliðsins segir þessa hátíð vera mjög vin- sæla bæði meðal Íslendinga og íbúa vallarins en þessar vor- og hausthatíðir hafa verið haldnar í fjöldamörg ár. Hátíðin verður með karni- valsniði í stóru flugskýli frá tíu að morgni til fjögur síðdegis. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. ■ FÆDDUST fiENNAN DAG 1890 Ho Chi Minh, kommúnistaleiðtogi í Víetnam. 1925 Pol Pot, harðstjóri í Kambódíu. 1925 Malcolm X, baráttumaður fyrir réttindum svartra. 1945 Pete Townshend, gítarleikari The Who. 19. MAÍ 1836 Cynthia Ann Parker bláeyg indjánastúlka. KANDÍFLOSS Boðið verður upp á ýmis- legt sem þykir dæmigert fyrir Bandaríkin á vorhátíð varnarliðsins. Varnarli›skarnival 62-63 (30-31) Tímamot 18.5.2005 15.48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.