Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,72 66,04 120,40 120,98 82,87 83,33 11,13 11,20 10,23 10,29 8,99 9,04 0,61 0,62 97,88 98,46 GENGI GJALDMIÐLA 18.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 114,95 -0,70% 4 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR Notkun á réttum öryggisbúnaði fyrir börn í bílum hefur aukist: Færri börn deyja í umfer›inni en á›ur UMFERÐARMÁL Dauðsföllum barna í umferðarslysum hefur fækkað stórlega á síðustu árum að sögn Sigurðar Helgasonar, verkefnis- stjóra hjá Umferðarstofu. Á blaðamannafundi sem Umferðar- stofa, Lýðheilsustöð og Slysa- varnafélagið Landsbjörg héldu í gær voru kynntar niðurstöður könnunar um öryggi barna í bíl- um. Á fundinum kom meðal ann- ars fram að ekkert barn hefur lát- ist í umferðarslysi á síðustu þremur árum. Í könnuninni kemur fram að á síðustu tíu árum hafi tólf börn lát- ist í umferðarslysum þar af níu á árunum 1995 til 1999. Aðeins eitt barn af þessum tólf notaði réttan öryggis- og verndarbúnað. Tæplega fjörutíu börn sex ára og yngri slasast árlega sem far- þegar í bíl. Á fundinum var fullyrt að mun færri börn myndu slasast ef foreldrar og forráðamenn barna notuðu réttan öryggis- og verndarbúnað. Þá er átt við barna- stóla og öryggisbelti. Öryggisbelti ein og sér teljast ófullnægjandi öryggisbúnaður fyrir börn sex ára og yngri. Samkvæmt könnuninni hefur notkun á réttum búnaði stórauk- ist. Alls nota 84 prósent foreldra réttan öryggisbúnað fyrir börn sín, eitt af hverjum tíu notar óvið- unandi öryggisbúnað en eitt af hverjum tuttugu notar engan ör- yggisbúnað fyrir börnin. - jse Ég sakna hans svo sárt fia› ríkir mikil sorg á heimili Than Viet Mac, ungu konunnar sem missti manninn sinn af völdum sára eftir hnífsstungu um hvítasunnuna. Hún á flriggja ára dóttur og er n‡lega or›in ófrísk aftur. Framtí›in var björt fyrir atbur›i sí›ustu helgar en er nú í rúst. LÖGREGLUMÁL „Ég sakna mannsins míns svo sárt,“ sagði hin unga ekkja, Thanh Viet Mac, þegar Fréttablaðið heimsótti hana á heimili hennar í Breiðholtinu í gær. Það er mikill harmur kveðinn að Viet eftir að eiginmaður henn- ar Vu Van Phong var stunginn til bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi að kvöldi hvítasunnudags. Eftir stendur unga konan, fædd 1978, ásamt þriggja ára dóttur þeirra. Viet er nýlega orðin ófrísk aftur og lífið brosti við ungu hjónun- um þar til hinn skelfilegi atburð- ur átti sér stað fyrir fáeinum dögum. Þau unnu bæði í efna- lauginni Björg í Mjódd og hafa verið þar afar vel látin. Tveir vinir Viet voru staddir hjá henni í gærmorgun. Kalla varð til túlk svo blaðamaður gæti rætt við hana því hvorki hún né aðrir viðstaddir gátu gert sig skiljanleg á íslensku. Þau ræddu saman á móðurmáli sínu víetnömsku meðan beðið var eft- ir túlkinum og var greinilegt af látbragði þeirra að þau voru að fara í gegnum voðaatburðinn þegar eiginmaður Viet var stunginn til bana. Eftirtektar- vert var hve fólkið var æðru- laust í sorg sinni. Í stofunni stóð dúkað borð með mynd af hinum látna, logandi kerti og reykelsi, víni og matvæli samkvæmt ví- etnamskri hefð. Fjöldamargir blómvendir höfðu borist og stöð- ugur straumur fólks verið í heimsókn til hennar til að votta henni samúð. Sumar fjölskyld- urnar höfðu komið oftar en einu sinni. Síðdegis í gær eða í dag átti að liggja fyrir ákvörðun um hvenær eiginmaður hennar yrði jarðaður. „Ég hef lítið getað hugsað til framtíðar, það er svo skammt um liðið frá því að maðurinn minn dó,“ sagði Viet. „Ég veit samt að það á eftir að reynast mér mjög erfitt að sjá mér og fjölskyldu minni farborða. Við keyptum íbúðina okkar 2002 og fengum 90 prósent lán til að fjármagna kaupin. Af þessu þarf vitanlega að borga og reka heimilið. Ég veit ekki hvernig ég mun leysa það.“ Viet kvaðst ekki vera með há laun. Hún hefði ekki bílpróf, en þyrfti að koma dóttur sinni í leik- skóla og komast sjálf í vinnuna í Mjóddinni. „Ég verð bara að reyna nú að taka eitt í einu,“ sagði þessi unga kona, aðdáanlega sterk í sorg sinni. DV hefur hrundið af stokk- unum fjársöfnun í samvinnu við Rauða kross Íslands sem sér um vörslu þess fjár sem safnast. Þeir sem vilja styrkja ungu ekkj- una, dóttur hennar og ófædda barnið geta lagt inn á reikning nr: 301 – 26 – 350. Kennitala RKÍ er 530269 – 1839. jss@frettabladid.is Spánn: Ákæra birt alKaídali›um MADRID, AP Spænskur dómari hefur ákært 13 múslima fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Kaída en auk þess er sumum þeirra gefið að sök að eiga aðild að sprengjutil- ræðunum í Madríd í mars í fyrra sem kostuðu 191 mannslíf. Í ákærunni kemur fram að hinir grunuðu, sem eru flestir Marokkó- menn, hafi árið 2002 sett á fót hryðjuverkasellur í Madríd og Marokkó. Þeir eiga að hafa talið að Spánn „væri óvinur íslam og því væri nauðsynlegt að ráðast gegn landi og þjóð“. Mennirnir voru handteknir í nokkrum lögreglurassíum í vetur og segja yfirvöld að þar með hafi frek- ari hryðjuverkum verið afstýrt. ■ VEÐRIÐ Í DAG SORG Thanh Viet Mac, unga ekkjan við eins konar altari sem sett hefur verið upp samkvæmt víetnamskri hefð. Á því er mynd af mannin- um hennar heitnum, svo og ávextir, reykelsi, kertaljós, blóm, matvæli og vín. Fasteignaverð: Spá enn meiri hækkun FASTEIGNAMARKAÐUR Íslandsbanki spáir því að íbúðaverð hækki um fimmtán prósent fram á næsta ár og meðalverð á fermetra fari yfir 200 þúsund á höfuðborgarsvæð- inu. Bankinn telur að nú sé ágætis tími til að kaupa þrátt fyrir að verð sé hátt. Þó mun draga úr hækkun fasteignaverðs á næstunni og verð á eftir að staðna árið 2007. Þetta kom fram í máli Ingólfs Benders, forstöðumanns grein- ingar Íslandsbanka, á fundi um íbúðamarkaðinn í gær. Ingólfur telur að forsendur bankans séu frekar hóflegar og aðstæður á markaði tiltölulega bjartar. - eþa NOTKUN Á RÉTTUM ÖRYGGIS- BÚNAÐI FYRIR BÖRN Í BÍL EFTIR BÚSETU Neskaupstaður 100% Selfoss 96% Reykjavík 86% Kópavogur 85% Akureyri 85% Ísafjörður 84% Meðaltal landið allt 84% Bíldudalur 55% Heimild: Könnun gerð á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjörg, Lýðheilsustöð og Umferðarstofu. LAÐAMANNAFUNDUR Í FURUBORG Einar Magnús Magnússon, upplýsingarfulltrúi Umferðarstofu, kynnir niðurstöður könn- unar um öryggi barna í umferðinni. MÆLT MEÐ KAUPUM Íslandsbanki spáir að fasteignaverð hækki um fimmtán prósent. 04-05 18.5.2005 22:37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.