Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 47
Miklar BREYTINGAR á höfninni Velkomin í víðsýnið! Ve ru m v íð sý n – fö ru m í Fl óa nn Vissir þú... - að í Flóanum er mesta víðsýni í byggð á landinu ? - að Þjórsárhraun er mesta hraun heims frá ísaldarlokum ? - að Urriðafoss er vatnsmesti foss Íslands ? - að í Flóanum er vagga íslensks hugvits og hagleiks ? - að Flóaáveitan var áður eitt mesta mannvirki Evrópu ? - að á þessum slóðum fannst dýrmætasti silfursjóðurinn? - að í Villingaholti var skrifuð upp Íslendingabók ? - að í Flóanum bjó “konungur bruggaranna” ? - að Kampholts-Móri er “tölvunörd” ? - að í Flóanum eru fagrar og friðsælar sveitir ? - að í Flóanum blómstrar menning og gestrisni ? Dagana 27.-29. maí nk. verður haldin mikil hátíð í austanverðum Flóanum. Kynnt verður þjónusta sem í boði er, en einnig verður boðið upp á menningarviðburði og sérstæðar uppákomur. - Listmunasýning og veitingasala verður í öllum félagsheimilunum; Þingborg, Þjórsárveri og Félagslundi. - “Flóavagninn” gengur um svæðið á háftíma fresti. Hægt að leggja bílnum og njóta þess að skoða sig um. - Ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Glæsilegt GPS-tæki í verðlaun. Upplagt að nota nýútgefið A-Flóakort. - Opið hús hjá öllum ferðaþjónustuaðilum. - Tjaldsvæði opin. Grillmatur í boði. Föstud. 27. maí - Þingboðsöxi borin um svæðið að ævafornum sið. Slíkar axir voru notaðar til almennrar boðunar, allt frá grárri forneskju fram á 19. öld. - 20:30 Hátíðin sett. Kynnt ný ferðamálastefna, nýtt kort fyrir A-Flóa og heimasíðan; floi.is. Söngur og ljóðalestur milli kynninga. Þingborg. - 21.30 Söngkvöld á sauðburði. Allir syngja saman. Stj. Ingi Heiðmar. Jónsson. Félagsheimilið Þingborg. Laugard. 28. maí - 11:00 Stund í Laugardælakirkju. Sagt frá kirkjunni og sögu hennar. - 11:00 heimildarmyndin Hugvit og hagleikur. Um frumkvöðlana miklu. Þjórsárver. - 11:00 Þegar Flóinn var flói. Björg Pétursdóttir jarðfræðingur. Þingborg. - 11:15 Jarðskjálftar í Flóanum. Björg Pétursdóttir jarðfræðingur. Þingb. - 12:00 Flóaáveitan. Erlingur Brynjólfsson. Þingborg. - 13:00 Stund í Hraungerðiskirkju. - 13:00 Barnaskemmtun með Línu langsokk og Tomma. Fimleikasýning, pylsuveisla, leikir og svaka-fjör. Félagsheimilið Félagslundur - 15:20 Leikverkið Stútungasaga. Bráðfyndið leikverk í flutningi þriggja ungmennafélaga: Vöku, Samhygðar og Baldurs. Leikstjóri Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Fél. - 20:30 Stútungasaga. 2. sýning. Þjórsárver. - 22:00 Harmonikkudansleikur ! Fáum okkur snúning. Þjórsárver. Sunnud. 29. maí - 11:00 Teymdir hestar undir börnum. Félagslundur - 11:00 heimildarmyndin Hugvit og hagleikur. Um frumkvöðlana miklu. Þjórsárver. - 12:00 Stund í Villingaholtskirkju. - 13:00 Stund í Gaulverjabæjarkirkju. - 13:00 Leikir og barnagaman. Í umsjá Umf. Baldurs; útileikir, dýraskoðun. Þingborg. - 13:30 Mannlíf og mórar í Flóanum. Þór Vigfússon hefur frjálsar hendur ! Félagslundur. - 14:00 Ólsen-Ólsen mót. Allir geta spilað Ólsen! Takið spilin með. Þingborg. - 15:00 Skilað úrlausnum í ratleik. - 16:00 Hátíðarlok. Erla Björg Aðalsteinsdóttir leikur á píanó, lesin upp ljóð úr Flóanum, Guðmundur Stefánsson leiðir hóp hagyrðinga. Félagslundur. - 20:30 Leikverkið Stútungasaga. 3. sýning. Þjórsárver. Nánar á www.floi.is - Láttu sjá þig á Fjör í Flóanum Fjölskyldu- og menningarhátíðin Fjör í Flóanum 2005 Sagnfræði og sjálfstæðisbarátta Á Sögusetrinu eru tvær sýningar. Önnur er miðalda- og Njálusýning og salur í víkinga- stíl en í öðrum hluta hússins er kaupfélagssýning þar sem rakin er saga kaupfélaganna á Suðurlandi. Sú saga er í raun stór hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N Sögusetrið á Hvolsvelli var opnað formlega fyrir átta árum síðan af Vígdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. „Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, opnaði Sögusetrið formlega 1997 á Hvolsvelli. Njálusýningin í Sögusetrinu byrjar á því að tengja mann aðeins inn í goðafræðina og síðan er farið aðeins inn á siglingasög- una og handritaritunina. Hér er lítil klausturstofa þar sem menn sjá munk við skrifborð að skrásetja sögurn- ar. Síðasti hlutinn af sýningunni er tengdur Njálssögu, þar sem hægt er að sjá bæði myndir og ritaða texta úr þessari frægu sögu,“ segir Sigrún Ragnheiður Ragnars- dóttir, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli. „Á veturna kemur hingað mikið af skólahópum úr fram- haldsskólunum og þá hefur verið sérstakt prógramm fyrir Njálu. Grunnskólahópar eru einnig tíðir gestir. Hingað koma sömuleiðis starfsmannahópar, vinnuhópar og fólk í hvataferðum frá útlöndum. Á sumrin kemur hingað fólk af öllu tagi, þá bætast við hópar frá ferða- skrifstofunum og töluvert um að fólk komi hér inn af götunni, sérstaklega erlendir ferðamenn sem vilja kynna sér Njálssögu. Þennan hluta af íslenskri bókmenningu er mögulegt að kynna fólki á tiltölulega einfaldan hátt og mér finnst það verkefni hafa tekist vel í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Í Sögusetrinu er einnig gallerí og alltaf sýningar á sumrin. Tvær sýningar eru þegar fyrirhugaðar í sumar, önnur er sýning á vegum Hrafnhildar Sigurðardóttur listmálara sem ættuð er úr Fljótshlíðinni og hin sýn- ingin er af trélistaverkum úr Njálu eftir Gísla Sigurðs- son. Í júlí og ágúst eru fyrirhugaðir fyrirlestrar í Sögu- setrinu í sambandi við reiðtúra sem skipulagðir eru í sumar á Njáluslóðir.“ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ {SUÐURLAND } ■■ 11 Herjólfur siglir á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Í Þorlákshöfn standa yfir miklar breytingar á höfninni, sem hófust haustið 2003. Verið er að stækka höfnina, bæta og dýpka og er áformað að fram- kvæmdum ljúki fyrir lok næsta árs. Búið er að veita fjármagni til allra framkvæmdanna. „Framkvæmdin við byggingu Austurgarðs er fyrsti áfangi í byggingu nýs hafnarsvæðis er nefnist Austurhöfn. Austurgarð- ur er brimvarnargarður sem mun bæta til muna aðstöðu innan hafnar og landrými fyrir hafnartengda starfsemi uppi af höfninni verður aukið. Hafnar- mynni Þorlákshafnar helst óbreytt. Verkið fólst í að byggja um 500 metra langan brimvarnar- garð samsíða Svartaskersgarði og um 260 metra langan garð þvert á þann fyrri upp að Svartaskersgarði,“ segir Ind- riði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn. „Verkið hófst í byrjun nóvem- ber 2003 og lauk í mars 2005. Í framhaldi af þessu verki byggði Ræktunarsamband Flóa og Skeiða þvergarð sem liggur inn í höfnina frá nú- verandi garði. Þvergarður- inn skýlir betur innri hluta hafnarinnar þannig að hún er kyrrari en áður. Næsti áfangi í endurnýjun hafnar- innar er skjólgarður fyrir smábáta í Austurhöfn en byggingu mun ljúka eftir að dýpkað hefur verið. Á komandi sumri mun verður unnið við að byggja nýjan viðlegukant, um 260 metra langan, í Austur- höfn, norðan við Svarta- skersgarð. Þar mun verða aðstaða fyrir fiskibáta í stað núverandi Norður- vararbryggju. Fremsti hluti hennar verður rifinn og svæðið undir garðin- um dýpkað. Á árinu 2005 og 2006 er áætlað að dýpka höfnina og byggja smábátahöfn.“ 10-11 suðurland lesið 18.5.2005 16.52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.