Fréttablaðið - 19.05.2005, Page 47
Miklar
BREYTINGAR
á höfninni
Velkomin í víðsýnið!
Ve
ru
m
v
íð
sý
n
–
fö
ru
m
í
Fl
óa
nn
Vissir þú...
- að í Flóanum er mesta víðsýni í byggð á landinu ?
- að Þjórsárhraun er mesta hraun heims frá ísaldarlokum ?
- að Urriðafoss er vatnsmesti foss Íslands ?
- að í Flóanum er vagga íslensks hugvits og hagleiks ?
- að Flóaáveitan var áður eitt mesta mannvirki Evrópu ?
- að á þessum slóðum fannst dýrmætasti silfursjóðurinn?
- að í Villingaholti var skrifuð upp Íslendingabók ?
- að í Flóanum bjó “konungur bruggaranna” ?
- að Kampholts-Móri er “tölvunörd” ?
- að í Flóanum eru fagrar og friðsælar sveitir ?
- að í Flóanum blómstrar menning og gestrisni ?
Dagana 27.-29. maí nk. verður haldin mikil hátíð í austanverðum Flóanum. Kynnt verður þjónusta sem í
boði er, en einnig verður boðið upp á menningarviðburði og sérstæðar uppákomur.
- Listmunasýning og veitingasala verður í öllum félagsheimilunum; Þingborg, Þjórsárveri og Félagslundi.
- “Flóavagninn” gengur um svæðið á háftíma fresti. Hægt að leggja bílnum og njóta þess að skoða sig um.
- Ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Glæsilegt GPS-tæki í verðlaun. Upplagt að nota nýútgefið A-Flóakort.
- Opið hús hjá öllum ferðaþjónustuaðilum.
- Tjaldsvæði opin. Grillmatur í boði.
Föstud. 27. maí
- Þingboðsöxi borin um svæðið að ævafornum sið.
Slíkar axir voru notaðar til almennrar boðunar, allt frá grárri forneskju fram á 19. öld.
- 20:30 Hátíðin sett. Kynnt ný ferðamálastefna, nýtt kort fyrir A-Flóa og heimasíðan; floi.is.
Söngur og ljóðalestur milli kynninga. Þingborg.
- 21.30 Söngkvöld á sauðburði. Allir syngja saman. Stj. Ingi Heiðmar. Jónsson. Félagsheimilið Þingborg.
Laugard. 28. maí
- 11:00 Stund í Laugardælakirkju. Sagt frá kirkjunni og sögu hennar.
- 11:00 heimildarmyndin Hugvit og hagleikur. Um frumkvöðlana miklu. Þjórsárver.
- 11:00 Þegar Flóinn var flói. Björg Pétursdóttir jarðfræðingur. Þingborg.
- 11:15 Jarðskjálftar í Flóanum. Björg Pétursdóttir jarðfræðingur. Þingb.
- 12:00 Flóaáveitan. Erlingur Brynjólfsson. Þingborg.
- 13:00 Stund í Hraungerðiskirkju.
- 13:00 Barnaskemmtun með Línu langsokk og Tomma. Fimleikasýning, pylsuveisla, leikir og svaka-fjör.
Félagsheimilið Félagslundur
- 15:20 Leikverkið Stútungasaga. Bráðfyndið leikverk í flutningi þriggja ungmennafélaga:
Vöku, Samhygðar og Baldurs. Leikstjóri Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Fél.
- 20:30 Stútungasaga. 2. sýning. Þjórsárver.
- 22:00 Harmonikkudansleikur ! Fáum okkur snúning. Þjórsárver.
Sunnud. 29. maí
- 11:00 Teymdir hestar undir börnum. Félagslundur
- 11:00 heimildarmyndin Hugvit og hagleikur. Um frumkvöðlana miklu. Þjórsárver.
- 12:00 Stund í Villingaholtskirkju.
- 13:00 Stund í Gaulverjabæjarkirkju.
- 13:00 Leikir og barnagaman. Í umsjá Umf. Baldurs; útileikir, dýraskoðun. Þingborg.
- 13:30 Mannlíf og mórar í Flóanum. Þór Vigfússon hefur frjálsar hendur ! Félagslundur.
- 14:00 Ólsen-Ólsen mót. Allir geta spilað Ólsen! Takið spilin með. Þingborg.
- 15:00 Skilað úrlausnum í ratleik.
- 16:00 Hátíðarlok. Erla Björg Aðalsteinsdóttir leikur á píanó, lesin upp ljóð úr Flóanum, Guðmundur Stefánsson
leiðir hóp hagyrðinga. Félagslundur.
- 20:30 Leikverkið Stútungasaga. 3. sýning. Þjórsárver.
Nánar á www.floi.is - Láttu sjá þig á Fjör í Flóanum
Fjölskyldu- og menningarhátíðin
Fjör í Flóanum 2005
Sagnfræði og sjálfstæðisbarátta
Á Sögusetrinu eru tvær sýningar. Önnur er miðalda- og Njálusýning og salur í víkinga-
stíl en í öðrum hluta hússins er kaupfélagssýning þar sem rakin er saga kaupfélaganna á
Suðurlandi. Sú saga er í raun stór hluti af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Sögusetrið á Hvolsvelli var opnað formlega fyrir átta árum síðan af Vígdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta.
„Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, opnaði
Sögusetrið formlega 1997 á Hvolsvelli. Njálusýningin í
Sögusetrinu byrjar á því að tengja mann aðeins inn í
goðafræðina og síðan er farið aðeins inn á siglingasög-
una og handritaritunina. Hér er lítil klausturstofa þar
sem menn sjá munk við skrifborð að skrásetja sögurn-
ar. Síðasti hlutinn af sýningunni er tengdur Njálssögu,
þar sem hægt er að sjá bæði myndir og ritaða texta úr
þessari frægu sögu,“ segir Sigrún Ragnheiður Ragnars-
dóttir, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli.
„Á veturna kemur hingað mikið af skólahópum úr fram-
haldsskólunum og þá hefur verið sérstakt prógramm
fyrir Njálu. Grunnskólahópar eru einnig tíðir gestir.
Hingað koma sömuleiðis starfsmannahópar, vinnuhópar
og fólk í hvataferðum frá útlöndum. Á sumrin kemur
hingað fólk af öllu tagi, þá bætast við hópar frá ferða-
skrifstofunum og töluvert um að fólk komi hér inn af
götunni, sérstaklega erlendir ferðamenn sem vilja kynna
sér Njálssögu.
Þennan hluta af íslenskri bókmenningu er mögulegt að
kynna fólki á tiltölulega einfaldan hátt og mér finnst
það verkefni hafa tekist vel í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Í Sögusetrinu er einnig gallerí og alltaf sýningar á
sumrin. Tvær sýningar eru þegar fyrirhugaðar í sumar,
önnur er sýning á vegum Hrafnhildar Sigurðardóttur
listmálara sem ættuð er úr Fljótshlíðinni og hin sýn-
ingin er af trélistaverkum úr Njálu eftir Gísla Sigurðs-
son. Í júlí og ágúst eru fyrirhugaðir fyrirlestrar í Sögu-
setrinu í sambandi við reiðtúra sem skipulagðir eru í
sumar á Njáluslóðir.“
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ {SUÐURLAND } ■■ 11
Herjólfur siglir á milli Þorlákshafnar
og Vestmannaeyja.
Í Þorlákshöfn standa yfir miklar
breytingar á höfninni, sem
hófust haustið 2003. Verið er
að stækka höfnina, bæta og
dýpka og er áformað að fram-
kvæmdum ljúki fyrir lok næsta
árs. Búið er að veita fjármagni
til allra framkvæmdanna.
„Framkvæmdin við byggingu
Austurgarðs er fyrsti áfangi í
byggingu nýs hafnarsvæðis er
nefnist Austurhöfn. Austurgarð-
ur er brimvarnargarður sem
mun bæta til muna aðstöðu
innan hafnar og landrými fyrir
hafnartengda starfsemi uppi af
höfninni verður aukið. Hafnar-
mynni Þorlákshafnar helst
óbreytt.
Verkið fólst í að byggja um
500 metra langan brimvarnar-
garð samsíða Svartaskersgarði
og um 260 metra langan garð
þvert á þann fyrri upp að
Svartaskersgarði,“ segir Ind-
riði Kristinsson, hafnarstjóri í
Þorlákshöfn.
„Verkið hófst í byrjun nóvem-
ber 2003 og lauk í mars 2005.
Í framhaldi af þessu verki
byggði Ræktunarsamband
Flóa og Skeiða þvergarð sem
liggur inn í höfnina frá nú-
verandi garði. Þvergarður-
inn skýlir betur innri hluta
hafnarinnar þannig að hún
er kyrrari en áður. Næsti
áfangi í endurnýjun hafnar-
innar er skjólgarður fyrir
smábáta í Austurhöfn en
byggingu mun ljúka eftir að
dýpkað hefur verið.
Á komandi sumri mun
verður unnið við að byggja
nýjan viðlegukant, um 260
metra langan, í Austur-
höfn, norðan við Svarta-
skersgarð. Þar mun verða
aðstaða fyrir fiskibáta í
stað núverandi Norður-
vararbryggju. Fremsti
hluti hennar verður rifinn
og svæðið undir garðin-
um dýpkað. Á árinu 2005
og 2006 er áætlað að
dýpka höfnina og byggja
smábátahöfn.“
10-11 suðurland lesið 18.5.2005 16.52 Page 3