Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 12
TALIBANI Á ÞING Wakil Ahmed
Muttawakil, fyrrverandi utanríkisráðherra
talibanastjórnarinnar í Afganistan, lýsti í
gær yfir framboði sínu í þingkosningunum
í landinu í september.
12 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR
Íbúaþróun á Austurlandi:
Erlendum körlum fjölgar miki›
FÓLKSFJÖLGUN Íbúum Austurlands
fjölgaði um 4,6 prósent í fyrra og
er það meiri fjölgun en í nokkrum
öðrum landshluta, samkvæmt töl-
um Hagstofu Íslands. Næst mest
fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæð-
inu eða um 1,3 af hundraði.
Aðflutningur fólks til Austur-
lands vegna virkjana- og stóriðju-
framkvæmda hefur snúið fólks-
fjöldaþróun á svæðinu við síðustu
ár en áratugina þar á undan fækk-
aði fólki þar líkt og annars staðar
á landsbyggðinni.
Samsetning íbúa á Austurlandi
hefur breyst verulega síðustu ár
og hlutfallslega mun fleiri íbúar
eru þar af erlendum uppruna en í
öðrum landshlutum. Þannig eru
ríflega ellefu prósent karla með
erlent ríkisfang og liðlega fjögur
prósent kvenna, en landsmeðal-
talið er í kringum þrjú og hálft
prósent.
Miklir búferlaflutningar karla
til Austurlands síðustu ár hafa
líka skekkt kynjaskiptinguna á
svæðinu og eru þar nú tæplega
tólf hundruð karlar á hverjar eitt
þúsund konur.
- ssal
FYRIR BÖRN 2 - 12 ÁRA
Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600
*A›ra lei› me› sköttum.
Börn flurfa a› vera í fylgd
me› fullor›num.
5.995 KR.
Fullor›insver› frá 7.995 kr. A›ra lei› me› sköttum
www.icelandexpress.is
*
Húsvíkingar von-
gó›ir um álver
Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir samstö›u um sta›arval álvers
á Nor›urlandi nau›synlega svo a› verkefni› geti gengi› vel. Sveitastjórinn í
Skagafir›i bi›ur menn um a› fl‡ta sér ekki um of í flessum efnum.
STÓRIÐJA Húsvíkingar eru bjart-
sýnir á að fá álver á svæðið eftir
að hafa fundað með mönnum frá
Alcoa.
„Við höfum alltaf trúað því að
það verði á endanum ákveðið að
reisa álver hér á Húsavík, þar
sem allar aðstæður hér eru fyrir
hendi. Í þokkabót virðist vera að
skapast um þetta sátt á Norður-
landi öllu, sem er okkur hér á
Húsavík mikið ánægjuefni,“ segir
Reinard Reynisson, bæjarstjóri á
Húsavík.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, hefur lagt til að
litið verði til Húsavíkur sem
fyrsta kosts fyrir álver. Reinhard
er ánægður með þetta. „Ég fagna
þessari afstöðu Kristjáns, sem er
til þess að fallin að efla samstöðu
um þetta verkefni,“
Kristján Þór segir afstöðu sína
vera eins konar sáttatillögu.
„Staðarval álvers hefur verið
deilumál hér á Norðurlandi og því
tel ég nauðsynlegt að við Norð-
lendingar séum einhuga um að
vinna sem best að þessu verkefni.
Þetta sjónarmið hjá mér, að nefna
Húsavík sem fyrsta kost, er liður
í því að reyna að skapa samtaka-
mátt um stóriðju hér á Norður-
landi, sem er algjör forsenda fyr-
ir því að svona stórt verkefni geti
gengið vel,“ segir Kristján.
Ársæll Guðmundsson, sveitar-
stjóri í Skagafirði, telur ótíma-
bært að ræða um staðarvalið með
þeim hætti sem Kristján hefur
gert. „Það eru ennþá skiptar
skoðanir um hvernig iðnað við
viljum byggja upp á Norðurlandi
og því tel ég óeðlilegt að strax sé
farið að raða stöðunum niður eft-
ir röð. Það þarf að ræða þetta mál
nánar og betur til þess að sáttin
um málið geti á endanum verið
víðtæk og marktæk,“ segir Ár-
sæll og leggur áherslu á að
óvissuþættirnir séu ennþá marg-
ir í þessu máli.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, segir það ekki
koma á óvart að Alcoa sé að undir-
búa uppsetningu álvers á Norður-
landi. „Iðnaðarráðherra hefur
alltaf talað fyrir uppbyggingu ál-
vers á Norðurlandi og því kemur
mér ekki á óvart að samstaða um
þá uppbyggingu sé að aukast,“
segir Árni.
magnus.halldorsson@frettabladid.is
FÓLKI FJÖLGAR MEST Á AUSTUR-
LANDI Stóriðjuframkvæmdir fyrir
austan hafa gjörbreytt íbúaþróun og
kynjaskiptingu á svæðinu
ÁLVER VINSÆL Norðlendingar reyna nú að skapa samstöðu um staðarval álvers í lands-
hlutanum. Áliðnaðurinn er greinilega helsti valkosturinn til uppbyggingar atvinnulífi í aug-
um bæjarstjóra á svæðinu, þótt sumir telji helst til of geyst farið.
ÁRNI SIGFÚSSON ÁRSÆLL KRISTJÁN ÞÓR REINHARD
12-13 18.5.2005 21.18 Page 2