Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 78
Selma Björnsdóttir stígur á svið í kvöld í íþróttahöllinni í Kænu- garði ásamt dönsurunum fjórum og Regínu Ósk Óskarsdóttur bak- raddarsöngkonu. Selma er tíunda á svið í kvöld og það er ljóst að ís- lenska þjóðin hefur miklar vænt- ingar í garð hennar en hvernig skyldi henni líða fyrir stóru stundina? „Þetta leggst alltaf betur og betur í mig, en mér fannst þetta ofsalega skrítið í fyrstu því þetta er allt öðruvísi en þau tvö skipti sem ég hef tekið þátt. Fólk er miklu dreifðara á svæðinu nú en venjulega er eitt Eurovision- hótel þar sem allir keppendur, aðdáendur og fjölmiðlar búa, þannig að mér fannst ég svolítið lítil í fyrstu. Þá er landið ofsa- lega framandi þar sem allt tekur mun lengri tíma og maður verð- ur eiginlega að hugsa allt öðru- vísi en heima. Það er búið að taka sinn tíma, en nú er ég öll að koma til og nú líður mér bara vel. Ég er mjög ánægð með alla tæknivinnu og þá er ég sérstak- lega ánægð með sviðið og ég er mjög örugg vitandi það að þessi mál eru í höndum Svía sem hafa séð um sviðið og tæknimálin síð- ustu ár.“ Betra eftir breytingar Nú hefur þú þurft að gera lítils- háttar lagfæringar á atriðinu. Er það vandamál fyrir þig? „Nei, alls ekki. Ég skipti yfir úr handfrjálsum hljóðnema yfir í handhljóðnema eftir fyrstu æf- ingu þar sem hljóðið var ekki nægilega gott. En það er allt ann- að og betra eftir að við breyttum. Ég er miklu vanari handhljóðnem- anum, þrátt fyrir að ég hafi æft fyrir keppnina með handfrjálsum hljóðnema. Ég er miklu öruggari með mig nú og þetta hefur engin áhrif á dansatriðið.“ Ertu kvíðin fyrir undankeppnina? „Ég fæ stundum svolítil kvíða- köst, en það kemur allt í bylgjum. Auðvitað er ég kvíðin fyrir svona keppni, annað væri óeðlilegt, en ég reyni að ýta þessari pressu svolítið frá mér. Þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt. Við stelpurnar erum svo vel undir- búnar og erum ofboðslega ánægðar með þetta lag, dansat- riðið og allt annað sem lýtur að þátttöku okkar þetta árið. Meira getur maður ekki gert. Við erum eins tilbúnar og við getum orðið, en auðvitað fær maður fiðrildi í magann.“ Finnurðu fyrir miklum væntingum fólks á Íslandi? „Ég heyri af miklum vænting- um að heiman, en eins og áður sagði reyni ég að ýta því frá mér. Ég er ofsalega jarðbundin og að eðlisfari mikil efasemdamann- eskja og það er mjög mikilvægt að almenningur á Íslandi geri sér grein fyrir því að við erum að fara í forkeppni. Ég hef alveg sjálfstraust í að segja að mér finnst við vera með eitt af fimm bestu lögunum í keppninni í ár og þá er ég að tala um öll lögin. Ég er hins vegar það raunsæ að ég geri mér fulla grein fyrir að það er fullt af löndum í forkeppninni sem ég hef enga trú á að muni gefa okkur stig sama hversu gott lagið er og flutningurinn. Ég er mjög meðvituð um að það getur allt gerst og það er alls ekki víst að við komumst í gegnum for- keppnina, þrátt fyrir að við eig- um það skilið að mínu mati. Ég segi við Íslendinga, vonum það besta en verum viðbúin því versta. Landslagið í keppninni hefur breyst mikið undanfarin ár. Aust- ur-Evrópuþjóðum hefur fjölgað mikið og þær kjósa mikið hver aðra og hafa ekkert sérstaklega mikinn áhuga á okkar gerð af tónlist.“ Nú hefur þú náð frábærum ár- angri í Eurovision, náðir öðru sæti í Jerúsalem árið 1999 með All out of Luck. Er ekki svolítil áhætta fyrir þig að reyna aftur því miðað við aðstæður er erfitt að toppa þann árangur? „Ég lít ekki þannig á þetta. Þetta eru tvær mismunandi keppnir því fyrirkomulagið hefur breyst svo mikið og ég lít á þetta sem tvo mismunandi viðburði. Fyrir mér er sigurinn að nokkru leyti unninn. Íslendingar hafa sýnt mér alveg ótrúlegan stuðn- ing í undirbúningnum og hafa lýst svo mikilli ánægju með lagið og mér finnst Íslendingar stoltir af okkur, sem ég merki af þeim mikla stuðningi sem við höfum fengið. Það er náttúrulega aðal- markmiðið. Maður er hér sem sendiherra Íslands og ef fólkið er ánægt, þá getur maður vart beðið um meira. Maður verða að taka á þessu með æðruleysi. Það verður að koma sem koma skal. Auðvitað er erfitt að gera betur en síðast, en ég reyni að gera það í minni framkomu og söng. Ég er að von- ast til að sex ára reynsla skili sér í kvöld og að það skíni í gegn. Annað er í höndum Evrópubúa og ég veit ekkert hvernig það fer.“ Hvað finnst þér um þessa keppni sem slíka og hvernig hefur álit þitt breyst með þátttökunni? „Ég er alin upp við hana og það var alltaf horft á hana heima. Fjölskyldan kom saman og það var grillað og við höfðum það skemmtilegt. Mér finnst gaman að fylgjast með henni, þótt atriðin og lögin séu auðvitað misgóð, en það leynast oft mjög góð lög á milli. Með því að taka þátt í keppninni hef ég fengið meiri áhuga á henni. Mér finnst hins vegar leiðinlegt að þróunin virðist vera í þá átt að þetta er farið að snúast miklu meira um peninga, en ekki um lagakeppn- ina sem slíka. Vegna breytinga á keppnisfyrirkomulagi þá hafa margir brugðið á það ráð að ferðast um alla Evrópu til að kynna lagið. Til að þetta sé hægt þarf mikið fjármagn og það eru því aðeins þeir fjársterkari sem geta það og gera. Það eru hérna lönd sem eyða hundruðum millj- óna í undirbúning og kynningu. Við þessar smærri þjóðir höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa í kynningum sem þess- um, þannig að þetta er varhuga- verð þróun. Ég trúi því þó að góðir hlutir gerist hjá þeim sem eiga það skilið í þessari keppni eins og lífinu sjálfu og það skipti að lokum meira máli hvernig lagið er og flutningur þess, en ekki hversu ríkur viðkomandi er.“ Ef við skiljum undan If I Had Your Love, af hvaða lagi ertu hrifnust? „Það koma nokkur til greina, en ég held ég nefni norska lagið. Ég fyllist svo miklum innblæstri við að sjá Norðmennina koma fram, því þeir eru hér algerlega á sínum eigin forsendum og hugsa bara um að skemmta sér og öðr- um. Maður á að taka þá sér til fyr- irmyndar, því það eru ekki himinn og jörð að farast. Þetta á að vera skemmtileg hátíð en það er bara einn sem sigrar.“ ■ 46 19. maí 2005 FIMMTUDAGUR - # d- Verum viðbúin því versta Selma Björnsdóttir stígur á svi› í forkeppni Eurovision í kvöld. Pjetur Sigur›sson ræddi vi› hana um undirbúninginn fyrir kvöldi› stóra. SELMA BJÖRNSDÓTTIR Söngkonan snjalla stígur á svið í Kænugarði í Úkraínu í kvöld. Hún gaf sér þó tíma frá æfingum til að spóka sig á frelsistorginu í Kænugarði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 78-79 (46-47) Ungt folk 18.5.2005 20:24 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.