Fréttablaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 48
12 ■■■ { SUÐURLAND }■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Fjör í Flóanum 2005
Sveitahrepparnir þrír í austanverðum Flóa, Villingaholts-
hreppur, Gaulverjabæjarhreppur og Hraungerðishreppur,
standa saman að ferðamálanefnd Austur-Flóa.
Urriðafoss í Austur-Flóa
er vatnsmesti foss
landsins.
„Ferðamálanefnd Austur-Flóa var
stofnuð fyrir tveimur árum og
vinnur að ýmsum verkefnum en ég
er í forsvari fyrir þá,“ segir Valdi-
mar Össurarson, ferðamálafulltrúi
Austur-Flóa. Ferðamálanefndin er
að reyna að auka ferðamanna-
strauminn á svæðinu, en það er
ekki löng hefð fyrir ferðaþjónustu
hér. Við erum að gefa út kort og
erum nýbúnir að opna heimasíð-
una floi.is. Þessa dagana erum við
önnum kafnir við að merkja ein-
staklega fallegar gönguleiðir á
svæðinu og tvær góðar, um Ásaveg
og Hvítá, verða merktar í sumar.
Fræðsluskilti verða einnig sett upp
á fjölmörgum merkilegum stöðum
á svæðinu.
Upp kom sú hugmynd til að kynna
og vekja áhuga á svæðinu að halda
veglega hátíð, „Fjör í Flóanum
2005“. Það er mjög viðamikill við-
burður, flestir íbúar taka þátt í
honum og mikið um að vera í fé-
lagsheimilunum þremur, Félags-
lundi, Þjórsárveri og Þingborg.
Nefndin stendur að hátíðinni dag-
ana 27. til 29. maí. Þar verða kynnt
verkefni sem ferðamálanefndin
hefur unnið að en einnig boðið upp
á fjölbreytta menningar- og
fræðsludagskrá.“
Forsprakkar menningarhátíðarinn-
ar munu kynna hátíðina með ný-
stárlegum hætti. „Þeir eru að láta
smíða þingboðsexi að gamalli
fyrirmynd og verður hún látin
ganga að gömlum sið um hreppinn
til þeirra sem standa að samkom-
unni til að boða þá á staðinn. Það
er listakonan Sigríður Jóna Krist-
jánsdóttir á Grund sem smíðar ax-
irnar. Í tilefni hátíðarinnar verður
opið hús hjá öllum ferðaþjónustu-
aðilum, strætó gengur um svæðið
eftir áætlun og ratleikur verður.
Menn eru hvattir til að leita sér
upplýsinga um hátíðina á floi.is.“
Í Austur-Flóa er mesta víðsýni á
landinu. Við settum upp útsýnis-
pall hjá Þjórsárveri og þangað er
mikill erill ferðamanna. Hér er
mesta hraun í heiminum, Þjórsár-
hraunið mikla sem kom upp inni á
hálendi, rann til sjávar og þekur
stærsta hluta Flóans. Hér getur ein-
nig að líta vatnsmesta foss lands-
ins, Urriðafoss sem er rétt við
hringveginn. Það er því fjölmargt
að sjá á okkar svæði sem á eflaust
eftir að njóta vinsælda hjá ferða-
mönnum í framtíðinni. Austur-Flói
er ekki í nema klukkutíma aksturs-
fjarlægð frá höfuðborginni“ segir
Valdimar.
Sigríður Jóna Kristjáns-
dóttir á Grund smíðaði ax-
irnar sem notaðar verða til
að kynna menningarhátíð-
ina Fjör í Flóanum 2005.
12-13 suðurland lesið 18.5.2005 16.53 Page 2