Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 8
1Hvað heitir nýi bæjarstjórinn í Kópa-vogi?
2Hvar verður Landbúnaðarstofnunstaðsett?
3Við hverja leika Íslendingar landsleikí knattspyrnu á morgun?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46
VEISTU SVARIÐ?
8 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Lögreglan svarar gagnrýni í Dettifossmálinu:
Gættum rannsóknarhagsmuna
FÍKNIEFNAMÁL Ásgeir Karlsson,
yfirmaður fíkniefnadeildar lög-
reglunnar, segir vinnubrögð lög-
reglunnar í Dettifossmálinu hafa
verið eðlileg og gefur lítið fyrir
gagnrýni sem kom fram hjá Jóni
Magnússyni og Brynjari Níels-
syni, hæstaréttarlögmönnum og
verjendum tveggja sakborninga í
málinu.
„Vinnubrögð lögreglunnar í
þessu tiltekna máli finnst mér
vera eðlileg og í samræmi við að-
ferðir sem notaðar eru í svona
stórum málum“.
Ásgeir varði sérstaklega þá að-
ferð lögreglunnar að grípa ekki til
aðgerða fyrr en heildarmynd
væri komin á málið. „Það að bíða
með inngrip í mál, þangað til allir
aðilar sem að glæpnum koma eru
orðnir viðriðnir málið, er sú að-
ferð sem virkar best í svona mál-
um, og er í raun eina aðferðin sem
getur fært lögreglunni nógu góð-
ar upplýsingar til þess að komast
til botns í málinu“. -mh
ÁSGEIR KARLSSON
Telur vinnubrögð lögreglunnar í Dettifoss-
málinu eðlileg og ver sérstaklega seint inn-
grip lögreglunnar í málið.
FRÍSTUNDABYGGÐ Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð-
ismanna í borgarstjórn Reykja-
víkur, segist ósáttur við að
Orkuveita Reykjavíkur komi til
með að taka þátt í uppbyggingu
á frístundabyggð við Úlfljóts-
vatn.
„Ég tel það ekki hlutverk
Orkuveitunnar að standa í starf-
semi af þessu tagi. Eðlilegt er
að bjóða öðrum að taka þátt í
máli af þessum toga en ég er
ekki sammála þessari aðferð.
Þetta mál þarf að ræða í borgar-
stjórn,“ segir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson. ■
Skoðanakönnun:
Vilja halda í
flugvöllinn
KÖNNUN Meirihluti landsmanna,
eða 55 prósent, vill hafa Reykja-
víkurflugvöll þar sem hann er,
samkvæmt könnun IMG Gallup.
Mikill munur er þó á viðhorfi
eftir búsetu og fylgi við stjórn-
málaflokka. Rúmur helmingur
íbúa á höfuðborgarsvæðinu vill
færa flugvöllinn en rúm 68 prós-
ent íbúa á landsbyggðinni vilja
flugvöllinn áfram þar sem hann
er.
Meirihluti Vinstri grænna og
Samfylkingarfólks vill flugvöllinn
burt en fylgismenn Framsóknar-
og Sjálfstæðisflokks eru á móti
því að færa flugvöllinn. -ghs
SJÁVARÚTVEGUR Þegar dagbátar voru
settir undir krókaaflamark og Al-
þingi samþykkti línuívilnun voru
aflaheimildir að andvirði um eins
milljarðs króna færðar með
handafli frá Vestmannaeyjum.
Sindri Viðarsson útskriftarnemi
bendir á þetta í lokaritgerð sinni frá
sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri. Hann staðhæfir einnig að
veiðigjaldið hafi kostað sjávarút-
veginn umtalsverðar upphæðir.
Magnús Kristinsson, útgerðar-
maður í fyrirtækinu Bergur-Huginn
ehf. í Vestmannaeyjum, segist sjálf-
ur hafa glatað rúmlega 100 þorsk-
ígildistonnum
vegna þessara
tilfærslna ríkis-
stjórnarinnar.
„Það er enda-
laust verið að
færa frá einum
til annars og ég
get ekkert borið
hönd fyrir höf-
uð mér í þessu
máli. Þetta er
einhver pólitískur skollaleikur um
línuívilnun og að krókaaflamarks-
bátar fái þetta og hitt og við alltaf
látnir blæða þó maður sé búinn að
fjárfesta í kvóta fyrir nokkra millj-
arða“, segir Magnús. Magnús segir
sína útgerð tapa tugum milljóna ár
hvert vegna aðgerðanna.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra segir veiðigjaldið auðvitað
koma til með að kosta útgerðar-
menn meira þegar það verði að
fullu komið í framkvæmd en verða
þó afkomutengt fyrir útgerðina.
Árni vill ekki meina að Vestmanna-
eyingar hafi tapað á krókaaflamarki
vegna þess að fiskaflahámarksbát-
ar hafi nú frjálsa sókn í svokallaðar
aukategundir. Hann bendir einnig á
að þegar breytingin var gerð hafi
kvótinn verið aukinn, „þó Vest-
mannaeyingar hafi fengið lægri
prósentu fengu þeir samt enn sama
magnið,“ segir Árni. „Þegar til
lengri tíma er litið og framtíðarvið-
gangs fiskistofnsins skiptir engu
máli hvort fiskurinn er veiddur inn-
an aflamarks eða frjálsri veiði,
hann er jafn dauður fyrir það. Það
var einungis verið að færa þennan
hóp inn í aflamarkið til að ná betri
stjórn á veiðunum og það tókst svo
vel að nú er staðan sú að aflamark í
ýsu hefur aldrei verið meira og það
er Vestmannaeyingum til góðs,“
segir Árni.
Árni viðurkennir að vegna eðlis
útgerðar í Vestmannaeyjum hafi
línuívilnunin valdið því að þar sé
minna veitt. oddur@frettabladid.is
LÖGREGLUFRÉTT
BÍLVELTA UPPI UNDIR BÚRFELLI
Bíll valt á Landvegi til móts við
Rjúpnavelli, um níu kílómetra frá
Galtalæk. Bílinn, sem var pallbíll
með hýsi á pallinum, eyðilagðist í
veltunni. Þýskt par, sem var í bíln-
um, slapp við meiðsli. Mildi þykir
að ekki fór verr.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
3
3
3
2
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON „Þetta
mál þarf að ræða í borgarstjórn.“ Hafa tapa›
milljar›i
Línuívilnun og krókaaflamark hafa kosta› Vest-
mannaeyinga einn milljar› króna sí›an kerfi› var
teki› upp, samkvæmt n‡rri úttekt.
ÁRNI MATHIESEN
VESTMANNAEYJAR Sindri Viðarsson, útskriftarnemi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum
á Akureyri, heldur því fram í lokaritgerð sinni að línuívilnun og krókaaflamark hafi kostað
Vestmannaeyjar einn milljarð króna.
DÓMSMÁL Hæstiréttur mildaði í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
Jóni Þorra Jónssyni, sem dæmdur
var fyrir að ræna útibú Búnaðar-
bankans við Vesturgötu.
Hæstiréttur dæmdi Jón Þorra í
fimmtán mánaða fangelsi en Hér-
aðsdómur Reykjavíkur hafði áður
dæmt hann í tveggja ára fangelsi.
Jón Þorri játaði sök og viður-
kenndi bótaskyldu sína vegna brot-
anna.
Grunur lögreglu beindist fljótt
að Jóni Þorra þar sem hún taldi sig
þekkja hann á myndum öryggis-
myndavéla á svæðinu, þar sem
hann kom inn með lambhúshettu á
höfði og með hníf í hendi. - mh
FRÁ VETTVANGI Ránið í Búnaðarbankaúti-
búinu við Vesturgötu var eitt nokkurra
bankarána sem framin voru með stuttu
millibili á höfuðborgarsvæðinu.
Dæmdur fyrir bankarán í Vesturgötu:
Fékk dóminn milda›an
JAPAN
TÝNDRA HERMANNA LEITAÐ Japan-
ar hafa kallað erindreka sína heim
frá Filippseyjum en þeir voru
sendir þangað til að leita tveggja
japanskra hermanna sem sögur
segja að hafi lifað í frumskógum
eyjanna allt frá seinni heimsstyrj-
öldinni. Erindrekarnir hafa reynt
að hafa uppi á mönnunum síðan
fyrir helgi en ekki tekist það.
Oddviti sjálfstæðismanna:
Ósáttur vi› Orkuveitu